"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2011 Október

31.10.2011 22:45

Lífið.
Þegar ég sest niður og pikka inn á síðuna mína, einhverjar vangaveltur, áhyggjur eða hverstagslegar sögur úr lífi mínu og þeirra sem eru í kringum mig, þá er ekki mín fyrsta hugsun hvort einhver lesi þetta hjá mér heldur er þetta leið til að létta á sér, en ekki misskilja mig, það er gaman að vita af því að ég get framkallað bros einhverstaðar eða vakið einhvern til umhugsunar um eitthvað sem ég hleypi út úr huga mínum og inná bloggið mitt, undanfarið hafa gestir daglega verið yfir 100. og stundum hugsa ég, hver eru þið? það eru fáir sem skilja eftir sig spor en það truflar mig ekkert, ein er sú konan sem er dugleg að kvitta og í gegnum lestur hennar á þessum vanga veltum mínum og lestur minn á "kommentum" hennar höfum við kynnst og þegar við hittumst þá er eins og við höfum alltaf þekkst. Í dag átti þessi vinkona mín erfiðan dag, elsku Jóna Björg ég hugsa til þín og fölskyldu þinnar, sendi ykkur hlíjar hugsanir og bið góðan Guð að styrkja ykkur.

K.kv.Anna á mánudagskvöldi.

29.10.2011 08:31

Ótitlað


Ég er ekki veður sjúk, ég er svo sátt við það að vlið getum ekki stjórnað veðrinu, hvernig væri þetta ef við gætum ákveðið hvernig veðrið væri, værum við sammála? Svo finnst mér svo gott að það sé veður, það getur ekki verið gaman að búa þar sem veðrið sýnir alltaf á sér sömu hliðina, en að það sé auðveldara að geta alltaf farið út í sömu tau-skónum og blússuni ég neita því ekki, en hvað er betra en að vera kona og þurfa að eiga, striga-skó, slabb-skó, göngu-skó, spari-skó, inni-skó og ég tala nú ekki um GÓÐ gúmístigvél, ég er fullkomlega sátt við það að í forstofunnni hjá mér mætti halda að byggi margfætla, en auka skóhilla er á óskalistanum og þá verður pínu meira skipulag í skó-safni húsmóðurinnar, klæðið ykkur eftir veðri, brosið og verið ánægð með ykkur sjálf!

K.kv.Anna á rigningardegi

26.10.2011 07:04

Heilsurækt og mannamein.Ekki er ráðegt, að konur taki þátt í íþróttakeppni eða mjög erfiðum leikfimisæfingum, á meðan þær hafa á klæðum. Slíkar æfingar reyna mjög á hjartað.Og hristing og hverskonar skak þola innri líffærin illa, er svo stendur á.Íþróttakonum skal á það bent að láta lækni skoða sig með sérstöku tilliti til líkamsbyggingar þeirra sem kvenna.

Smá innsýn í fallega bók sem ég erfði eftir ömmu mína og nöfnu, Heilsurækt og mannamein útgefin 1943. Svo mitt ráð til ykkar systur mínar, slakið á og látið ykkur ekki detta í hug að beita ykkur hvorki andlega eða líkamlega á vissum tíma hvers mánaðar, eigið yndislegan dag!

K.kv.Anna í miðriviku.

24.10.2011 08:20

varanlegt hjartasárHafið þið lent í því að vera með sár sem ætlar aldrei að gróa, svo þegar það virðist vera að batna þá rekur þú þig í og það rifnar ofan af sárinu og þér líður eins og það hafi aldrei verið verra.
Þannig leið mér í gær. Ég er með sár í hjartanu, sár sem grær illa og í gær blæddi úr því, ég fór í sunnudagaskólann eins og alla sunnudaga, það er svo vel mætt, vinir mínir allir svo prúðir og góðir og fullt af nýjum vinum, litlu vinirnir sem eru ný farin að koma í sunnudagaskólann eru jafnaldrar unga-litla, þegar við spásseruðum um fjörðin fagra sumarið 2010 þá voru þessi börn líka í vögnum
nú eru þessar elsku komnar í kirkjuna, segja takk fyrir mig og bless, ætli ungi-litli fari í sunnudagaskóla? Hvernig ætli hann hafi það? Í gegnum lífið skilur fólk eftir sig spor í hjörtum manna, ungi-litli skildi eftir sig stíg í hjartanu á mér og bróðir-Súpermann, stíg sem við röltum um í huganum á kvöldin, stíg sem við hefðum ekki viljað missa af að finna, en stundum er þetta allt bara svo óskiljanlegt, lífið er skóli, en þurfum við endilega að vera í erfiðasta bekknum? Kæra manneskja, gestur á síðunni minni, hvort sem þú ert númer 1 eða 100 í dag, mundu að þakka fyrir lífið og daginn í dag, held ég troði mér í kjólinn hennar Pollý-Önnu og gangi hnarreist út í morguninn, þakki fyrir að hafa fengið að upplifa tilfinninguna sem því fylgir að bera ábyrgð á litlu barni, og þakka fyrir að eiga flottann ungling sem gefur okkur fullt af ástæðum til þess að brosa og hefur ekki haldið fyrir okkur vöku lengi,lengi. eigið góðan dag.

K.kv.Anna

22.10.2011 20:00

Mjólk er góð!
    Hvað er í ísskápnum þínum?

Ég stið mjólkurframleyðslu landsins af heilum hug, í ísskápnum í Mánaborg er
8.bláar mjólkufernur
2.bleikar (undanrenna)
2. 1/2 l.rjómi
6.drykkjarskyr
1.kg skyr
2.pokar rifinn ostur
1.brauðostur
1.smjörvi
1.smjör
500.gr rjómaostur
1.hvítlauksostur
1.Camebert
og kókómjólk.

fyrir utan alla mjólkina þá eru egg,gulrætur,karteflur,tómatar,paprika og agúrkur allt íslenskt, allt svo gott hollt og atvinnuskapandi.

Eigið góða helgi eldið eitthvað gott og veljið íslenskt.

K.kv.Anna ný búin að fylla á ísskápinn.

19.10.2011 00:15

Rúsínuputtar!


Já ég er með rúsínuputta, ég fór í sund í dag með tölvu-lúsinni og þegar það var kominn tími til þess að fara uppúr þá fór herrann einn og húsmóðirin varð eftir, sundleikfimi var ástæðan og mikið rosalega var gaman, ég ákvað að blogga um þessa upplifun í kvöld því á morgun verða minningarnar kanski horfnar og harðsperrurnar búnar að taka yfir, en allavegana þetta ætla ég að gera aftur og aftur og aftur, já 3x í viku verður sundleikfimi í fínu litlu lauginni okkar ji hvað ég hlakka til, ef ég verð ekki eins og rúsína þá allavegana eins og sveskja, þrátt fyrir rok og kulda í firðinum fagra þá er bara haust ennþá, veturinn er ekki kominn og sá sem öllu ræður er búinn að lofa mér að það verði ekki fyrr en eftir 1.nóiv, hann lofaði því nú kanski ekki allveg en ég bað allavegana mjög fallega. Það er komin nótt einu sinni enn, ég nýt þess að vera í rólegheitum smá stund, ráfa á netinu og kíkja á falleg blogg, Tengdamamma er veðurteppt hjá okkur og ef frumburðinum hennar verður að ósk sinni þá verður hún hér fram að jólum og þá fær hann 13.sortir af smákökum! Farið vel með ykkur og endilega stingið ykkur í sund, það er sko hressandi!

K.kv.Anna sund-drottning.

16.10.2011 23:06

eins og það gerst hafi í gær...Þessi litla fallega kirkja sem er böðuð í bleiku ljósi þessa dagana er mér svo dýrmæt, í janúar verða 7.ár síðan við hittumst fyrst, ég og Kolfreyjustaðarkirkja, það var á dimmu köldu kvöldi, myndar maður úr fallegum firði hafði hlaupið úr vinnuni og brunað í veg fyrir flug, þetta var fyrir göngin fínu og leiðin til Egilsstaða því aðeins lengri þá en nú, allavegan þá kom þessi líka flotta konan með flugi úr borginni, hafði aldrei á Austurlandið stigið en var semsagt að fara í heimsókn til myndalega mannsins sem hún hafði fallið fyrir eins og ballettdansmær í óvæntu splitt. Þegar við komum í bílinn þá liktaði hann ekkert sérstaklega vel, en í dag er þetta ylmur, ylmur af atvinnu og öruggum tekjum húsbóndans, við keyrðum af stað út í vetrar kvöldið og þegar mér fannst við vera búin að keyra óhemju lengi þá birtist hún sem sól í myrkrinu, litla fallega kirkjan upplíst og tignarleg, mér fannst hún segja: velkomin skaltu vera aðkomu kona. Seinna hef ég eitt mörgum dögum í garðinum í kringum kirkjuna góðu og á góðum degi á því góða ári 2007 þá varð ég frú-bróðir-Súpermann inní litlu sætu kirkjunni, í dag er kirkjan bleik, bleik til þess að minna okkur á hvað lífið er dýrmætt og hvað augnablikið skiptir miklu máli, augnablikið þegar Kolfreyjustaðar kirkja lísti mér leiðina að þorpinu í firðinum fagra verð geymt, geymt sem undursamleg minning og byrjun á einhverju sem átti eftir að breita lífi konunar sem kom með flugi í Egilstaði, og keyrði leiðina sem í dag er minna notuð en allveg jafn falleg og áður, Það er að skella á okkur ný vinnuvika, verum þakklát og auðmjúk, kát og glöð og þá get ég lofað ykkur dásamlegri viku!

K.kv.Anna á dimmu október kvöldi.

 

10.10.2011 17:17

RólegheitJá það er rólegt í Mánaborg, í augnablikinu, ég og Tinni hundur erum tvö heima
fótbolta-strákurinn er í leik með vinum og tölvu-lúsin er á samæfingu í fótbolta á Reyðarfirði, auðvita er bróðir-Súpermann í vinnuni, heimasætan í skólanum og já við Tinni hundur bara í rólegheitum í haust rokinu, með kertaljós og fartölvuna í "betri" stofunni. Það gerist ekki öllu betra. Á morgun fáum við heimsókn, tengdamamma kemur frá Færeyjum og ætlar að stoppa í viku, það verður notalegt. Annars er mikið saumað þessa dagana og rik og fingraför bara látin liggja á mublum og veggjum, það er næstum rökkur allann sólahringinn, hver ætti svo sem að taka eftir smá riki. Nú ætla ég að kíkja á fésbókina og fara svo smá "bloggrúnt" áður en ég set hita á straujárnið og starta saumavélinni, hafið það sem allra best, brosið og verið þakklát fyrir daginn í dag.

K.kv.Anna á hausteftirmiðdegi.

08.10.2011 14:24

Ó svo fín......


Ugla sat á kvisti,
átti börn og misti,
1,2,3 og það varst þú!Góða helgi elskurnar mínar, þessi dásamlega Ugla er frá ömmu húsbóndans.

K.kv.Anna á laugardegi.

05.10.2011 10:55

Lúxus.Í gær gerði ég svolítið sem ég hef ekki gert áður, allavega ekki í firðinum fagra, ég fór í sund, já í litlu sætu sundlaugina á Fáskrúðsfirði, ég hef náttúrulega oft farið í sund og hérna fyrir austan er það laugin á Eskifirði sem hefur notið nærveru minnar, en í gær fórum við ég og tölvu-lúsin í sund og okkur leið eins og Holywood-stjörnum þar sem við svömluðum tvö ein í þessari notalegu laug og gátum látið sem sundlaugakonurnar væru okkar prívat þjónar. Tölvu-lúsin er ekki allveg sindur enda ekkert skrítið hafi þið séð tölvu-lús sem fílar sig í vatni, nei þær vilja hafa þurrt og hlítt í kringum sig. En allavegana þá erum við að æfa okkur og bróðir-Súpermann er búinn að lofa sundferð í dag það er spurning hvort hans sé eins góður í að bjarga drukknandi lús eins og húsmóðirin, ég held ég fari með þeim, já bara svona til öryggis. Annars dreymir fótbolta-strákinn um nýja fótboltaskó, já enga venjulega skó auðvita, nei þeir eiga að heita eitthvað sérstakt og vera svo léttir að það sé eins og maður sé á sokkonum, er þá ekki bara hægt að vera á sokkonum spurði ég? O, það er ekkert hægt að tala um þetta við þig, má ég ekki bara fá VISA kortið þitt og gera þetta sjálfur, þetta er ekkert mál! Uuu, nei, kortið fékk hann ekki og ég er búin að ráða aðstoðarmann í verkefnið, sá er fermdur og hefur rosa mikið vit á þessu öllu saman þannig að fótbolta-strákurinn getur farið að sparka bolta eins og hann sé á sokkunum án þess að vera á sokkunum. Held að þetta sé fínt í dag, njótið dagsins og farið í sund ef þið hafið möguleika til þess það er svo rosalega svakalega notalegt.

K.kv.Anna sunddrottning

03.10.2011 19:45

Heppin!Húff, það er svo mikið að gera, en það er nú bara gaman, bróðir-Súpermann hafði einhverjar áhyggjur af því að ég kæmist lítið í tölvu og kom þess vegna heim með spá nýja far-tölvu handa frúnni, voða skemmtilegt en ég ætla að reyna að vera duglega að læra á hana og verða svo sjálfstæð að myndir af hannyrðum og bakstri streymi hér inn oft í viku! Já ég set markið hátt! annars fann ég það út í morgun að helgarhreingerningin er búin að flytja sig sjálf frá föstudögum yfir á mánudagsmorgna, það er miklu nær enda allir heima um helgar og sjónvarpssófinn og eldhúsbekkurinn líkari lestarstöð en nýhreingerðu heimili. á morgun er foreldrafundur í skólanum það verður spennandi, ég hef fulla trú á því að það gangi eins þar og hérna heima: alltaf betur og betur. Nú ætla ég að setjast við saumavélina og kíkja á vinnugallana af´eiginmanninum. Hafið það gott og njótið þess að vera til.

K.kv.Anna tölvu-gúrú!

  • 1
Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1365
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:26:08

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar