"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2011 Desember

31.12.2011 17:00

Gleðilegt nýtt ár....


takk fyrir allt á árinu sem er að líða.

K.kv.Anna húsmóðirin
bróðir-Súpermann
heimasætan
fótbolta-strákurinn
tölvu-lúsin
og
herra Tinni

28.12.2011 23:25

inni eða úti bombur?


Herrarnir í Mánagarði eru búnir að snúa sólahringnum örlítið,
húsmóðurinni finnst nú í lagi að það  sé sofið til tíu en hálf tólf er ekki í boði.
Fótbolta-stráknum finnst þetta mjög óréttlátt.
svo er það útivera, það er miklu skemmtilegra að veltast um í sófanum 
og horfa á sjónvarpið eða leika sér í tölvunni en að vera úti.
Í kvöldmatnum kom bróðir-súpermann með mikilvægar upplísingar:
þeir sem ekki geta verið úti verða náttúrulega bara að fá innibombur um áramótin,
hurðasprengjur og svona flöskur með spotta sem er tosað í svo kemur fullt af pappírs-
rusli ef herlegheitin virka, já það þarf ekki að kaupa rakettur ef það verður enginn úti á gamlárskvöld.
Og eins og svo oft áður tóku þeir bræður þessum fréttum hjá húsbóndanum mjög bókstaflega og voru úti að renna þar til útivistartími unglinga var búinn og fengu kvöldhressingu kl.23.30. 
ekki segja nokkrum manni frá þessu!
Heimasætan taldi Georg Jensen í dag og var hin kátasta þegar hún kom heim úr vinnuni í Birtu, 
húsmóðirin aftur á móti er að vona að þessar duglegu stelpur klári talninguna núna milli hátíðanna því þá er frúin í fríi (ég sjálf!)
Annars fór ég á fallega tónleika í Fáskrúðafjarðarkirkju í kvöld og kíkti svo aðeins á
 ömmu-súpermann á "elliheimilið" hún var hress að vanda. 
hún segist reyndar vera of hress, langar svo að fara að deyja og er alltaf að biðja Guð að hjálpa sér við það en hefur engin svör fengið ennþá, það er bara svo mikið að gera hjá honum 
sagði ég og ætlaði að breita um umræðuefni, nei Guð hefur alltaf tíma til þess að hlusta á mig, 
hann er bara ekki tilbúin til þess að búa með mér en það kemur að því!
svo setti sú gamla Færeyinginn fallega í geislaspilarann og sagðist ætla að láta hann svæfa sig í kvöld, hvað er betra en að sofna útfrá röddinni hans Jögvans?
Hlustið á fallega tónlist, borðið góðan mat, verið óspör á ást ykkar til þeirra 
sem í kringum ykkur eru. 

K.kv.Anna í rólegheitum milli jóla og nýárs.

27.12.2011 19:58

Hangidýr!


Eru hangidýr íslensk, spurði tölvu-lúsin við mataborðið á aðfangadagskvöld.
Hangdýr? Kváði ég.
Já eins og lambakjöt er af lömbúm þá hlítur hangikjöt að vera af hangidýrum!
Já hvað á maður að halda, annars hafa jólin verið náðug, búin að borða mikið,
sofa mikið og vera svolítið duglega að fara út með Tinna, en ji hvað það er hált!
Bræðurnir í Mánaborg eru búnir að vera þokkalega góðir, en hvernig ætli það sé annars að 
halda jól langt frá fjölskyldunni sinni þegar menn eru 34.kíló og í skóstærð 36.
Ég var sjálf 17.ára þegar ég var langt frá foreldrahúsum um jól,
ég var barnfóstra í Noregi og mamma var búin að segja mér að mér væri nú engin vorkun þó ég kæmist ekki heim um jólin það væri bara gaman að prófa eitthvað nýtt.
Jú ég jólabarnið vandist hugsuninni og fór bara að hlakka til norsku jólanna, ég fór til Noregs í ágúst 
og í nbóvember sagði mamma......við pabbi þinn erum búin að ákveða að bjóða þér heim um jólin, en nei, hún var búin að segja að ég hefði gott af því að vera í burtu um jólin og þar við stóð, ég hef nú kanski sagt ykkur frá þessu áður, en eftir þessi jól hef ég verið mörg jól í burtu frá firðinum mínum fagra Patreksfirði, en eftir að ég varð fráskilin að vestan í Noregi þá þáði ég það að vera boðin heim um jólin af foreldrum mínum þrítug konan, var eitthvað að linast í þrjóskunni.
Það voru svo margar fallegar jólagjafir merktar húsmóðurinni að það verður sér blogg um það síðar, en svona til þess að svala forvitni ykkar aðeins þá voru það Fiskars-saumaskæri með múmímömmu mynd á handfanginu, múmí-muffinsform, dásamleg "dúkku"saumavél, vettlingar, góð bók, geisladiskar og fleira. En meira um það seinna.
Í kvöld ætla ég bara að ráfa um í netheimum, skoða falleg blogg og drekka kristal úr fallegu glasi, talandi um fdallegt glas, auðvita voru glös með múmínfjölskyldunni undir jólatrénu í Mánaborg.
Ég er greynilega auðlesin sál allavegana hittu jólagjafirnar allar í mark!
Njótið þess að vera til, ekki standa í röð og skipta gjöfunum, nema þið hafið fengið 3. Arnalda og 4.Yrsur. Þangað til næst, brosið!

K.kv.Anna á 3.í jólum.

25.12.2011 15:56

Gleðileg jól!


Gleðileg jól kæru vinir!

21.12.2011 08:25

jólin,jólin,jólin koma brátt!Já, það er ekkert sem stoppar jólin, 
hversu oft hafið þið ekki heirt....
ertu búin að öllu?
öllu hverju?
Ég er ekki búin að öllu, en jólin koma samt.
Ég er jólabarn af bestu gerð, vill halda í hefðir og búa til góðar minningar,
þegar ég var að alast upp vestur á Patró þá var mamma búðakona,
9-12 og 13-18 búðakona, pabbi var á sjó og að vinnudegi loknum hjá mömmu þá beið heimilið,
mínar bestu jólaminningar gerðust á nóttunni, ég segi oft að ég svaf ekki í desember og geri ekki enn, mamma svaf heldur ekki í desember, og það voru ófá skiptin sem ég mátaði jólafötin sem hún var að sauma að nóttu til, ég var þá að læðast á klósettið eða að fá mér vatn og þá heirðist í mömmu: kondu og mátaðu þetta fyrst þú ert vakandi!
Svo voru það þryfin á heimilinu, það sem mamma gat séð á riki og kámi í dimmasta skammdeginu, hún sá örugglega betur en köttur, hún er reyndar með mjög góða sjón enn í dag enda kona á besta aldri, ég hef sjóndepruna mína úr föður ættinni.
Það er þokalega hreynt í Mánaborg, smákökurnar sem eru í stömpum komu með flutningabíl frá mömmu og lagtertan líka! Svo erum við svo heppin að í húsinu rétt hjá á ská býr bökunaróð stúlka og við höfum notið góðs af því á aðventunni, mér finnst ekki leiðinlegt að baka, múffur, gulrótakökur, hafrakökur og bananabrauð eru á boðstólnum nýbakað allt árið um kring, en þegar kemur að smákökubakstrinum þá er ég meiri sauma og skreytingar dama í desember og finnst sænskar piparkökur keyptar í búð allveg ljómandi góðar með ískaldri mjólk.
Andið djúpt njótið ljósanna og ekki gleyma þeim Nóa og Síríusi!

K.kv.Anna ekkert rosa þreytt búðakona.

18.12.2011 07:39

við kveikjumm fjórum kertum á....


Það er allt undir kontról í Mánaborg, já eða svona hér um bil.
Jólin koma það er ekkert sem fær stoppað þau.
Ein lítil vangavelta frá tölvu-lúsinni, 
ef ég fer í vaxtarkipp núna og hann stoppar ekki fyrr en ég vreð 30.ára
verða ég þá ekki bara 4.metrar?
Það er mikið spáð í hæð á þessu heimili, hver meðalhæð 5,bekkjar sé,
hvort heimasætan sé hætt að stækka, hvað bróðir-Súpermann
hafi verið stór þegar hann var 10.ára, og ef það er ekki hæðin þá eru það skónúmerin!
Ég man reyndar eftir þessu með skóstærðina, það var aðal kappsmálið hjá okkur systrum að ná mömmu í skóstærð, en svo þegar því takmarki var náð þá var þetta ekki eins skemmtilegt og við héldum, það var nefnilega voða gaman að spígspora í skónum hennar mömmu og vera fín frú!
Í dag er mamma minnst, og það endar sjálfsagt með því að ég verð það líka á mínu heimili þó svo að tölvu-lúsin verði ekki í vaxtarkipp fram á fullorðinsár.
Þetta er svolítið merkilegt með hæð og þyngd, ef þú ert "of lítill" þá er þér strítt á því, ef þú ert of breiður þá er þér strítt á því, ef þú ert of langur þá getur það nú líka verið efni í eins og einn fánastangar brandara, hvernig eigum við eiginlega að vera?
Ég er eins og ég er!
Vert þú, þú sjálfur!
Eigið dásamlegan dag, brosið og verið góð.

K.kv.Anna allveg passleg á alla kanta eða svona næstum því.

12.12.2011 23:47

BINGÓ!


Það er nóg að gera hérna hjá okkur í firðinum fagra, 
í kvöldmatnum tjáði fótbolta-strákurinn okkur að það væri Bingó í Skrúð,
ég hafði bara ekkert heyrt um það en hringdi í góða vinkonu og fékk það staðfest.
Ég skyldi eftir aur og dreyf mig í sundleikfimina, þaðan fór ég svo í heimsókn til Súper-ömmunar uppá elliheimili, þegar ég kom heim höfðu bróðir-Súpermann og tölvu-lúsin haft það kósý og ekkert bólaði á Bingó faranum
Svona u.þ.b. þegar ég ætlaði að fara að tilla mér og slappa af þá hringdi síminn:
Anna geturu náð í mig, svarið var: nei það er fínt veður og þú hefur bara gott af því að rölta heim!
ég vann svo mikið á Bingóinu að ég kemst ekki með það heim! Já örugglega, góð tilraun, en röltu nú af stað, ég er að segja satt! Húsmóðirin fékk staðfestingu frá nærliggjandi (standandi) mömmu svo að ég druslaðist af stað, aumingja fótbolta-strákurinn þarna stóð hann með lambalæri. 2.l. kók 2.l. Appelsín, Malt, og voða fallega hreyndýra-seríu. Þetta vóg nánast jafn mikið og hann sjálfur! Alla leiðina heim skelli hlógum við bæði, ég af sjónini sem mætti mér fyrir utan Skrúð og hann af því að ég hafði ekki trúað honum ( hef verið plötuð áður!)
Þannig að á laugardaginn ætlar þessi litli höfðingi sem við segjum stundum í gríni að hljóti að vera konungsborinn, já hann ætlar að bjóða í mat, ef ég elda!

Hafið það betra en best, brosið og njótið lífsins.

K.kv.Anna Bingó

09.12.2011 10:11

óvanur....er Jens óvanur óþekku strákum, spurði tölvu-lúsin í gær,
tja, jú hann er náttúrulega mest vanur Elísu og hún er ekkert óþekk svaraði ég.
Þú ert samt mjög vön óþekkum strákum sagði hugsuðurinn þá, nú afhverju segir þú það spurði ég, þú ert alltaf svo róleg!
Hann ætti bara að vita hvað mig langar til þess að öskra og garga stappa niður fótunum og rífa hár mitt, stundum.
Minn heittelskaði bróðir-Súpermann talar óinnpakkaða íslaensku við strákana,
húsmóðirin aftur á móti er mýkri en reinir eftir bestu getu að standa á sínu.
Það sem ég lærði af spurningarflóði gærdagsins er þetta,
slatti af húsmóðurinni og annað eins af eiginmanninum er fín blanda og akkúrat passlega ströng.
Annars voru það þreyttir strákar sem löbbuðu í skólann í morgun,
þeir fóru seint að sofa, voru á spilakvöldi í skólanum og skemmtu sér konunglega,
heimasætan er komin í jólafrí eða svona hér um bil, fer í próf í dag og annað á mánudaginn svo get ég farið að píska hana í búðakonu starfinu hjá Birtu.
Eigið dásamlegan dag, brosið og njótið lífsins.

K.kv.Anna voða vön óþekkum strákum.

06.12.2011 10:39

bara venjulegur krakki!
Tölvu-lúsin á stundum í svolitlu basli með sjálfan sig,
hefur ekki allveg stjórn á skapinu og tjáir reiði sína með hnefunum.
Um helgina komast hann að því að hann væri ekki velkominn heim til eins leikfélagans,
tölvu-lúsinn var leiður yfir þessu og spurði mig: Anna ef þú ættir annan strák en ekki mig mundir þú þá banna honum að leika við mig? Húff, hvernig á að svara svona spurningu án þess að segja: Greyið þessi strákur að mega ekki leika við þig, þú sem ert svo skemmtilegur! Ég ákvað því að vanda mig geysilega mikið og útskírði fyrir honum að ég héldi að það væri ekki hægt að velja vini handa börnunum sínum en auðvita hefðu foreldrar allt um það að segja hverjir færu inn heima hjá viðkomandi, já, hann var nokkuð sáttur við svarið en sagði svo......
það er allt í lagi að leika við mig, ég er bara venjulegur krakki.

Drögum fram það besta í okkur sjálfum og þá kemur það besta fram í þeim sem í kringum okkur eru.
Eigið góðan dag og njótið þess að senn koma jól.

K.kv.Anna bara venjuleg fósturmamma

03.12.2011 23:00

Sá sem trúir....


Sá sem trúir fær......
fær í skóinn!
Fótbolta-strákurinn og tölvu-lúsin eru of sjóaðir til þess að trúa,
en þeir vildu gjarnan fá!
Sem sérlegur samningamaður heimilisins þá  stakk ég uppá því við strákana
að í staðinn fyrir að fá í skóinn og að fá súkkulaðidagatal skyldum við kaupa sleða,
vá mér fannst þetta þvílíkt flott tilboð, en þeir þurftu 3.daga umhugsunarfrest, maður stekkur bara ekki á fyrsta tilboðið sem býðst! Ég vil taka það fram að sleðarnir áttu að vera 2. og af merkinu STIGA, jú fyrir rest var það úr en fyrst spurði tölvu-lúsin hvort ekki væri hægt að fá bæði.
Nei þegar húsmóðirin er komin í samningagírinn er henni óhaggað, nú væri tilboðið að renna út og þeir skyldu fara að ákveða sig, lét það reyndar fylgja með að mandarínur væru vinsælar í skóinn hjá jólasveininum í Álfabrekku og svo væri líka hægt að fá ekki neitt ef dagurinn biði uppá mörg frekjuköst og meira en eitt slagsmál.
Það varð semsagt úr að ég kom við hjá vinum mínum í Veiðiflugunni á Reyðarfirði og fjárfesti í tveimur sleðum, ég get sagt ykkur það að það verður sjálfsagt eins með sleðana og reiðhjólin sem voru kláruð á 6.mánuðum, drengirnir koma bara inn til þess að borða og fá sér þurra vettlinga, annars er það Svínó og aðrir leikir í brekkuni hérna rétt hjá okkur, þegar tölvu-lúsin er orðin þreyttur þá leggst hann uppá skafl efst í brekkunni og er sérlegur dómari í stíl og hraða, úthaldið hans er ekki eins mikið og hjá stóra bróður, en það get ég sagt ykkur að þeir sofna hratt og vel og þá get ég hlustað á jólalög og ráfað aðeins um á netinu. 
Bróðir-Súpermann er náttúrulega sá kvöldsvæfasti af öllum enda vinnur hann mest, sefur hraðast og er sá eini sem á virkilega skilið að hafa skóinn úti í glugga, hann er bara með svo stórann fót og það allgjört stílbrot að fara að setja einhvern kallaskó útí glugga í svefniherberginu, úff nei, ekket stórskornara en spariskór af húsmóðurinni en þar sem hún fer alltaf svo seint að sofa þá getur hún allveg gleymt því að fá nokkuð, en að trúa það gerir hún af öllu sínu hjarta og ætlar sko ekki að hætta því!
Verið góð, gleðjist og munið að vera þakklát.

K.kv.Anna sem gæti unnið í karphúsinu.

01.12.2011 08:00

1.dwsember


Eigið yndislegan dag!

K.kv.Anna
  • 1
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1296
Samtals gestir: 289
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 19:54:13

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar