"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2012 Janúar

31.01.2012 20:21

Sá breytingar..Það er ekkert leynilegt að gerast í lífi mínu..
segji ykkur flótlega frá því afhverju ég læsti síðunni,
annað hvort verð ég að ritskoða mig
eða læsa síðunni og í bili vel ég lásinn.

Takk fyrir aðvilja fylgjast með mér og lífinu í Mánaborg.

K.kv.Anna áfram beint frá hjartanu. 

28.01.2012 18:11

Þorrablót.


Í kvöld blótum við Þorrann með góðum vinum,
Hlökkum til þess að hlæja og spjalla,
borða mis-góðan mat og drekka....
MALT og APPELSÍN !
Þorra-BJÓR af öllum gerðum verður líka í boði,
ísterta og gott kaffi í restina.
Eigið gott kvöld, njótið lífsins og brosið!

K.kv.Anna valkyrja.

25.01.2012 22:45

eplakinnar og kaldar tær.


Kl.15.00 í dag voru Oktavía og ég klárar í Oddskarð,
farþegarnir, tölvu-lúsin, fótbolta-strákurinn og tveir vinir voru í góðum gír.
   Þegar við nálguðumst skarðið sagði rafrænt skilti okkur að það væri 
    -5 og LOGN ! en lognið var farið að hreyfa sig heldur hratt                   þegar búið var að reima brettaskó 
og smella skíðaklossum, en við látum ekki smá vind stoppa okkur og húsmóðirin 
stóð á hliðarlínunni frá rúmlega fjögur til kl.sjö, já það fer enginn fyrr en lyfturnar stoppa
við skemmtum okkur fyrir allann penginginn, en ji hvað mér var orðið kalt.
Hvað er betra en að sjá gleðina í andliti tölvu-lúsarinnar þegar hann kemur brunandi niður
brekkuna, þá gleymist erfiður morgun og leiðar hugsanir frjósa og hverfa útí myrkrið.
Fótbolta-strákurinn rennir sér á snjóbretti, er feikna fær og fer með vinunum í 
stóru lyftuna, tölvu-lúsin er líka kjarkaður en er sem betur fer ennþá í barna brekkunni.
Nú sofa allir...............nema ég, 
hvað er betra en að sitja í sófanum, með herra Tinna sem hitapoka við tærnar
og hlusta á hroturnar í bróðir-Súpermann. 
Takk fyrir lesturinn og takk innilega fyrir falleg orð og kvitt.

K.kv.Anna með frosið nef.

21.01.2012 22:57

Á skíðum skemmti ég mér tra,la,la,la!


Það er vetur í firðinum fagra, ég hef sagt það áður og ég stend við það,          ég elska árstíðir!

Hugsið ykkur miðað við allt sem maðurinn stjórnar að enn skulum við verða veðurteppt!
Á morgun sunnudag er ferðinni heitið í Oddsskarð, tók þessa mynd af bróðir-Súpermann 
í fyrra, eða nei ég fann hana á netinu minnir mig, húsbóndinn var örugglega í blárri úlpu, 
en að öðru leiti allveg eins! Ég er ekki farin að fara á skýði ennþá en það fer allveg að 
koma að því, enn sem komið er sé ég um nestið, passa uppá að samlokurnar séu borðaðar 
fyrst og sætabrauðið á eftir. heitt vatn í brúsa og SwissMiss verður að duga, 
heitt-súkkulaði fær fólkið mitt þegar við komum heim.
Bræðurnir í Mánaborg hafa aldrei stigið á skýði eða bretti, tölvu-lúsin er brattur og hlakka til
ætlar beint í fullorðinsbrekkuna og bara setja skýðin í "V"
fótbolta-strákurinn er erfiðari, það er ekkert töff að gera hluti sem maður kann ekki,
heimasætan á nýtt bretti og tilheyrandi og passa gömlu græjurnar fullkomlega fyrir fyrrnefndan, 
en brettið er stelpulegt, húff, minnimáttarkenndin byrstist í ýmsum myndum, 
ég reikna allveg eins með því að hann verði heima á morgun því það er ekki gott að
hagga honum ef hann er fyrst búinn að ákveða sig.
Bróðir-Súpermann var svo óheppinn að Hofellið kom bara með afla í bræðslu svo hann
á frí á morgun og verður því tekinn með, stundum held ég að ég sé æstari í að hann sé á 
skíðum en hann sjálfur, húff ég var bara alltaf svo hrifin af honum Ingimar Stenmark, 
Ingimar Stenmark var sko hetjan mín, ég átti meira að segja húfu hvít og ljósblá með einhverju
munstri og svo stóð á henni Stemark!
munið þið ekki eftir skíða húfunum, þær voru eiginlega eins og fjallstyndar á kollinum,
nú er enginn með skíða húfu, allir með hjálma, já nema Norðmennirnir
þeir gerðu próf á þessu með hjálmana og húfurnar, 
hentu niður af Prekestolen (hálfgert Látrabjarg) einni húfu og einum skíðahjálm
hjálmurilnn var mölbrotinn eftir fallið en húfan heil, svo þeir halda sig við húfurnar!
Eigið dásamlegan sunnudag, umvefjið ykkur með hreynulofti og innrifrið.

K.kv.Anna Stenmark.

20.01.2012 12:26

Föstudagur!


Fann myndina á netinu en ég verð bara að segja ykkur það að ég er búin að baka skinkuhorn 3.daga í röð! Það er föstudagur og húsmóðirinn búin að baða sig uppúr jákvæðni, fara í ræktina, setja í pizzudeig fyrir kvöldið og er á leiðinni í sturtuna og síðan í vinnuna, já kl. ekki orðin 13.00 og gremja gærdagsin löngu gleymd (eða þannig). Njótið dagsins, áfram Ísland!

K.kv.Anna á föstudegi.

17.01.2012 07:53

Önnumkafin!


Já það er sko búið að vera nóg að gera hjá húsmóðurinni,
ekki eingöngu í heimilisverkunum heldur líka í skemmtanalífinu!
Bæði föstudag og laugardag vorum vilð hjónin í góðra vina hópi,
Hjónaballið 2012 var svo vel heppnað að við erum með strengi í öllum vöðvum sem hafa með hlátur og bros að gera. Ekki sleit bróðir-Súpermann spariskónum á dansgólfinu þetta árið
frekar en fyrri ár, hann er meira fyrir að fljúga.
Heimasætan "passaði" fósturbræður sína og fanst þeim hún ÍKT ströng!
Annars gengur lífið sinn vana gang í Mánaborg, smá kvef í nefi drengjanna,
en tölvu-lúsin lét mig vita af því í morgun að hann væri ekki svona manneskja sem gæti
legið í rúminu heilan dag ef hann væri veikur, hann væri vanur að vera í sófum!
Þá er ég með það á hreynu og krossa bara putta og tær að þeir haldist frískir.
Nú ætla ég að skríða uppí sófa og horfa smá á NRK með herra Tinna áður
en við fáum okkur göngu í janúar hitanum.
Hafið það sem allra allra best, njótið þess að vera til og brosið!

K.kv.Anna á þriðjudegi.

11.01.2012 18:09

Undarlegt!

Hafið þið lent í því að ná niður á botn í óhreynataujskörfunni?

Það kom einu sinni fyrir mig, en það er svo langt síðan að ég man eigilega ekkert eftir því!
Ég náði að taka úr vél og setja í vél áður en ég fór í vinnuna,
þegar ég kom heim þá var það bara að taka úr annari vél og setja í þá þriðju, 
ef ég væri þvotta vél þá vildi ég búa hjá einhleypri konu ca.60 ára, 
já því þær kunna að meta þvottavélina, eru snirtilegar og þurfa aldrei að troða í vélina
eða setja í 5.sama daginn.

Ef ég væri ísskápur aftur á móti þá vildi ég búa hér í Mánaborg,
alltaf fullur og með röð af aðdáendum sem endalaust kíkja á mann.

En það er nú ekkert skemmtilegt að vera heimilistæki í dag, 
í denn þá gengu tæki í erfðir, nú er lífsaldur þvottavélar á meðal heimili kanski 6.ár
það er nú hálf sorglegt!

Í kvöld var ég að hugsa um að fara út og viðra mig, hitta skemmtilegar stelpur og spjalla,
kanski hafa með mér smá handavinnu, en aðalega að slappa af og njóta nærveru góðra kvenna.

Hafið það gott, ekki pirrast yfir snjónum og hálkunni því á eftir vetri kemur VOR !

K.kv.Anna og óhreyniþvotturinn.

06.01.2012 16:01

líkami og sál.........


það þarf að vera jafnvægi á milli líkama og sálar,
þessa dagana er endalaust verið að auglýsa allskyns átök,
ekki í austurlöndum fjær heldur, að taka sér tak og hugsa um líkamann,
en líkaminn verður aldrey íu topp formi ef toppurinn (höfuðið) er ekki á sama róli.

Sundleikfimini er ekki byrjuð, en á meðan ég bíð eftir því að laugin verði klár þá tek 
einkatíma hjá ofurkonunni Fjólu, ég er ekki á leiðinni í neitt Maraþon og markmiðið er ekki
kjóll nr.36, það sem er svo mikilvægt það er að festast ekki í einhverri tölu, við verðum ekki aftur eins og þegar við fermdumst  (sem betur fer!) einbeitum okkur að því að finna jafnvægi milli líkama og sálar verum þakklát fyrir það sem við eigum og njótum þess sem í kringum okkur er, 
það þarf kvorki einkaþjálfara eða fansý líkamsræktarstöð, auðvita er gott að fá spark í rassinn en ef það er enginn sem getur gefið manni start þá er bara að íta í gang sjálf!

Eigið dásamlega góða helgi, ef veður leifir þá ætlum við herra Tinni að fá okkur góðan göngutúr bæði á morgun og sunnudaginn, 
talandi um veðrið þá finnst ekki slæmt veður bara bara slæmur fatnaður!

K.kv.Anna með líkama og sál í ágætis jafnvægi.

06.01.2012 00:10

Allt í góðu!


Fullt af nýjum myndum í albúmi.
Allt gott að frétta, ég blogga í rólegheitum um helgina.

K.kv.Anna
  • 1
Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1365
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:26:08

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar