"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2012 Mars

31.03.2012 20:25

bless í bili !Já nú er ég farin í 2.vikna frí !
Farið vel með ykkur !

K.kv.Anna ananas.


29.03.2012 08:04

20+20+1Ég á afmæli í dag!

27.03.2012 11:07

það stendur mikið til.....


ég keypti nýjan umgang á fæturnar mínar í gær...

já, eiginlega tvo! Ég er nefnilega á leiðinni í FRÍ!
 Húsmóðirin ætlar að skylja sinn heittelskaða eftir 
með börn og bú!
Hann fær nú góða "hjálp" 
tengdaforeldrar mínir ætla að eyða páskunum
með fjölskyldunni í Mánaborg, 
fyrir utan mig, ég verð í......
PÓLLANDI !

Það sem er framundan er: grænmeti, ávextir,
nudd, gönguferðir, dekur, tiltekt í sálinni,
og allsherja úthreynsun,
ég hlakka svo til, en það er nú svolítið skrítið
að fara bara svona ein, 
get eiginlega ekki beðið eftir því að koma aftur heim,
takast á við hversdagsleikann með stútfulla rafhlöðu.

Ég held að bloggið mitt fari bara í 2.vikna frí
með mér, ég fýg 1.apríl, hugsa til ykkar á páskadag
það verður engin Nói-Síríus með í för.

Hafið það gott og njótið þess að vera í fríi þið ykkar
sem eruð svo heppin að fá frí um páskana.

K.kv. Anna á leið í klössun.

23.03.2012 08:19

föstudagurÞað er góð veðurspá hjá mér fyrir helgina,
ef þið eruð í einhverjum leiðindum þá
mæli ég með þessari!
YNDISLEG mynd!

Góða helgi elskurnar.

K.kv.Anna á föstudegi

20.03.2012 14:21

lengri dagar með sól í hjarta og augunum.


Það er SÓL úti, mér finnst ég finna D-vítamínið
ráðast á mig og setjast að í líkama mínum.
Ef það er ekki sól hjá ykkur, kanski bara inniveður
þá mæli ég með þessari mynd "the Help"

Annars á einasti besti bróðir minn afmæli í dag.
Ég hef rifjað það upp áður, þegar hann fæddist.
Ótrúlegt hvað tíminn líður, það eru 36.ár síðan
ég var allveg að verða 5.ára og fékk þessa líka
flottu gjöf rúmri viku fyrir afmælið mitt.....

BRÓÐIR MINN 
emoticon

Hafið það sem allra allra best, ég skrifa fljótlega
aftur og segi ykkur frá spennandi ferðalagi sem er framundan....

K.kv.Anna á góðum degi. 

15.03.2012 11:12

allt á fullu.....O, stundu gæti sko verið þæginlegt að vera með fleiri en eina þvottavél,
held hreynlega að þetta sé drauma þvottahúsið,
ég hef svo oft dásamað heimilistækin mín, já mín
bróðir-Súpermann hefur allveg sagt það skýrt að hann GAF
mér þessi tæki og þá á hann ekkert að vera að fikta í þeim.
Það henta mér reyndar ágætlega að vera með stjórnina í þvottahúsinu,
en stundum væri voða gott ef hægt væri að vera
 í sömu buxunum 2.daga í röð.
Handklæði eru náttúrulega sér kafli,
er ekki hægt að nota sama handklæðioð tvisvar?
Þetta átti nú ekki að verða neinn kvart pistill,
í morgun náði ég að taka úr þvottavélinni tvisvar sinnu
baka bananabrauð og hanga aðeins á fésbókinni
áður en ég lagði af stað í vinnuna, svo er það spennandi
fyrirlestur í kvöld uppá Héraði og á undan honum
eitthvað gott að borða með samstarfskonum mínum,
þannig að þið sjáið að það er allt á fullu, eins og alltaf!
Eigið dásamlegan dag, njótið lifsins og drekkið vatn!

K.kv.Anna í góðum gír.

12.03.2012 15:09

Mánudagur.


Bróðir-Súpermann tók þessa mynd af mér í morgun
sólin gerði það að verkum að þetta varð skugga-mynd!

En svona sé ég mig,
sjáið þið mig einhvernvegin öðruvísi
þá mæli ég með sjónmælingu já
eða leggja gleraugunum því kanski sjáið þið bara of vel.

Ég fór á flottann fyrirlestur á laugardaginn,
frú Jónína Ben dreyfði yfir mig þykkum salla
af vitneskju sinni og ég komst að því að mitt helsta 
vandamál er að ég er alltof SÆT, bæði að 
innan og utan!

Eigið dásamlegan dag, dásamlega viku og dásamlegt líf.
Þangað til næst, BROSIÐ og verið SÆT!

K.kv.Anna á mánudegi.

08.03.2012 20:17

díbbad nebb og hósti.Tölvu-lúsin er lasinn svo í dag er hálsbrjóstsykur og te búið að vera efst á 
óskalistanum og hefur húsmóðirin verið í fullu starfi sem þjónn.

Myndirnar hérna að ofan hafa í rauninni ekkert með daginn að gera,
bara múffur sem voru bakaðar hérna í eldhúsinu í Mánaborg um daginn,
uppskriftin er úr Mikkamús bókinni sem við keyptum okkur ég og strákarnir,
það er svo mikið af girnilegum uppskriftum ef maður bara sleppir matarlitnum!
þessar dásamlegu kökur eru með kókosmjólk og kókosmjöli ofaná er svo 
eitthvað "frosting" krem sem er örugglega bara með 3.kaloríum!

Bróðir-Súpermann er allveg að fara að flytja lögheimilið sitt
í vinnuna og heimasætan sem náði nokkrum dögum í Loðnu
brosir breytt yfir launaseðlinum og ný innkayptri spjaldtölvu.

Húsmóðirin sjálf er hress og kát, búin að sauma svolítið síðustu
daga, og sér til þess að hr Tinni fær sína hreyfingu.

Hef þetta pár ekki lengra í dag, farið vel með ykkur!

K.kv.Anna heimahjúkrunarkona.

07.03.2012 00:16

Gæðameðvituð!


Í Mánaborg er kvöldhressing eiginlega jafn mikilvæg
og kvöldmaturinn, og í kvöld voru nýbakaðar vöfflur
í kvöldhressingu, ekkert Vilko hjá húsmóðurinni 
nei  hvieti, blá mjólk, egg, brætt smjör og lyftiduft,
þegar ég var búin að baka-steikja 4.vöflur þá fékk
fótolta-strákurinn að taka við, hann skellti BLÁUM
matarlit útí hræruna og útbjó svo kvölshressingu 
handa þeim bræðrum, húff þær voru ekki fallegar!
Það er ekki stór hræra sem er skellt í skál á svona kvöldi,
og það tekur því ekki að skíta út KitchenAid hrærivélina
en KitchenAid pískari í klassískri hvítri skál það 
er í stíl við húsmóðurina mig og allt mitt "snobb"
varðandi orðið SNOBB þá finnst mér 
GÆÐAMEÐVITUÐ miklu fallegra, 
bara svo það sé á hreynu ég er ekki snobbuð
bara GÆÐAMEÐVITUÐ!
takk fyrir kvittin og ég lofa að vera duglegri að blogga.

K.kv.Anna sem borðar ekki bláar vöfflur.
  • 1
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1296
Samtals gestir: 289
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 19:54:13

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar