"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2012 Apríl

27.04.2012 23:21

helgi einu sinni enn!Þeir eru nú svolítið sumarlegir,
en í dag snjóaði aðeins í firðinum fagra,
og þess vegna langaði mig að deila með ykkur
markmiðinu mínu, jú auiðvita er þetta endalaus barningur
slagsmál við rödd sem segir: Anna æ. þú átt það svo skilið
að fá þér bara smá súkkulaði,
í kvöld til dæmis, allir sofnaði, svolítið lúin eftir vikuna
með mánaðarlegan kviðverk sem er ekki til þess að lífga uppá konuna,
þá hrópar röddin rosalega hátt!
Fáðu þér súkkulaði!
SÚKKULAÐI!
En þar sem ég er allveg óhemju öguð þá 
hunsaði ég þessa rödd,
fékk mér lúku af krydduðum hnetum og stór vatnsglas.
Svo ákvað ég að sýna ykkur gulrótina,
ég veit ekki hvort þessi litur verður fyrir valinu en 
eru þeir ekki dásamlegir?
Jólaskórnir í ár, það er ein gott að Pétur og félagar
í Áhaldahúsinu moki í burtu allann snjó í desember ,
því þá verð ég á svona SKÓM!

Það er að koma nótt, en ég er að hugsa um að 
viðra elsku Tinna áður en ég skríð uppí.
Góða helgi og munið að hlusta á ykkar innri rödd,
en bara þá góðu.

K.kv.Anna skósjúka.

22.04.2012 01:19

Gleðilegt sumar!


Þegar ég verð stór og fer að drekka te þá ætla ég að eiga svona bollastell.
Þið sem drekkið te nú þegar þá eru þessir dásamlegu bollar til hjá
Borð fyrir tvo á Laugarveginum og í blómabúð Akureyrar, 
það er sko ekki hægt að vera í fílu þegar þetta stell er annars vegar.
Nóg um það!

Það er líf og fjör í Mánaborg,
meira en oft áður.
systur heimasætunar eru í "pössun" og tölvulúsin heldur sig
utandyra og er búin að tilkynna fósturforeldrum sínum að hann langi ekki
í lítið systkyn.
Annars gengur þetta voða vel og minsta systirinn sjarmerar alla,
það er kominn matur "gamli" sagði hún og hló þegar kvöldmaturinn 
var klár, bróðir-Súpermann er ennþá að jafna sig 
á því að vera kallaður GAMLI !
Anna ræður þessu, segir hún óhikað ef það eru einhver vafa mál
um leikföng,íspinna,gönguferðir með herra Tinna eða það að klára matinn sinn.
Ég er svo fegin hvað það er augljóst hver það er sem er í "brúnni" 
á þessu heimili.

Annars er ég að breytast í kanínu, 
spínat, gulrætur ,paprika og epli eru keypt inn í kassavís,
tölvulúsinni finnst við of holl en hinn er meðvitaðari um hollustu.
Nýtt námskeið í sundleikfimi byrjar á mánudaginn og það er náttúrulega
bara ÆÐISLEGT !

Annars bíð ég eftir þessu líka fína sumrinu þar sem
vetur og sumar bæði frusu og snjóuðu saman, 
þetta hlítur að lofa góðu. 
eld ég fari að koma mér í bólið,
ekki gleyma að þú átt aðeins það besta skilið....
að vera hamingjusöm manneskja í hraustum líkama.
Þangað til næst farið vel með ykkur.

K.kv.Anna sem bíður eftir sumrinu.

18.04.2012 11:40

Síðasti vetrardagur.


Ég er komin heim!

Endurnærð,
glöð,
þakklát,
12.kg léttari.

Pólland stóðst allar mínar væntingar,
svo nú er bara að halda áfram,
í kvöld ætla ég í sundleikfimina 
ég hlakka svo til að hitta vatnaliljurnar,
á morgun er sumardagurinn fyrsti,
það er fátt sem minnir á sumar í firðinum fagra,
en þá er bara að klæða silg vel!

Gleðilegt sumar elskurnar mínar
og takk fyrir veturinn emoticon

K.kv.Anna með salat í tönnunum.
  • 1
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1419
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 22:09:40

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar