"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2012 Maí

27.05.2012 22:02

Hlátur!


Hvað er betra en góður hlátur,
Ég fann þessa dásamlegu mynd á netinu,
mér finnst hún segja allt sem segja þarf,
það er svo gott að hlæja,
hvort sem er með vinum eða bara aleinn.

Lofið mér að hlæja,
á hverjum degi,
finnið hvernig allt verður betra.

Njótum augnabliksins,
verum þakklát.

Á morgun fæ ég góða heimsókn,
ofsalega góð vinkona frá Noregi,
ætlar að vera hjá mér í sólahring,
og þá verður sko hlegið,
talað,
og hlegið ennþá meira.

Hafið það gott.
þangað til næst.

K.kv.Anna skellihlæjandi.

21.05.2012 22:41

korter í sumarið !Það rignir og rignir og rignir,
en það er svo gott fyrir gróðurinn,
og svo er veðurspáinn svo lofandi,
í lok vikunar verð ég að baða mig í sólarvörn.

Annars eyddi ég seinnipartinum í Klakahöllinni,
Fjarðabyggðarhöllin er ekki sú hlýlegasta,
en mikið er nú flott að krakkarnir geti æft svona innandyra.
Tölvu-lúsin á svolítið erfitt með sig þessa dagana
og þá er ágætt að hafa fóstur-mömmuna með.

Herra Tinni þarf ótrúlega lítið að létta á sér
þegar veðrið er svona blautt.
Heimasætan er komin á fullt í vinnu,
 tærnar á fótbolta-stráknum lengjast svo hratt
að eðal fínu takkaskórninr sem voru keyptir
í febrúar eru að verða of litlir!

Semsagt allt með eðlilegheitum.
Ég er búin að sauma smá,
lesa nýja uppskriftabók,
þvo þvott,
elda,
baka 
og 
bóna.

Þangað til næst, takk fyrir að lesa párið mitt,
farið vel með ykkur og njótið lífsins.

K.kv.Anna önnumkafna.

18.05.2012 09:42

Föstudagur.


Æi, ég fann þessa mynd á netinu,
fannst hún bara svo sæt að ég varð að deila
henni með ykkur.
Það er föstudagur,
sólin skín og fuglarnir syngja.

Orð dagsins frá mér til ykkar:
Gallar okkar valda okkur mestri mæðu
þegar við mætum þeim í öðrum.

Eigið yndislegan föstudag.
K.kv.Anna með bros á vör.

16.05.2012 22:08

17.maí !


Í dag er ég í Noregi í huganum!

Eigið yndislegan dag og vonandi eigið þið sem flest frí.

K.kv.Anna 17,maí

12.05.2012 23:33

Til hamingju!Til hamingju allar mömmur!
Mæðradagurinn ætti náttúrulega
að vera oft á ári, 
hjá mér er mæðradagur 
á hverjum degi!

Að vera:
stjúpmóðir,
fósturmóðir,
húsmóðir.
og ekki minnst að vera svo heppin að
eiga móður,
ég þakka fyrir það
á hverjum degi.

Ég eyddi laugardeginum 
í fótboltahöllinni á Reyðarfirði
og af því að ég er þolinmóðasta
kona sem tölvu-lúsin þekkir
þá finnst mér að ég ætti að fá 
svona gasalega fínt fótboltaveski
í tilefni dagsins, 
Victoria, sálusystir mín
hefur ekki sloppið í nestið 
frá fótboltastrákunum sínum 
það er á hreynu!

Eigið yndislegan sunnudag-
mæðradag og passið ykkur
á vonda veðrinu.

K.kv.Anna fótbolta-mamma.

10.05.2012 23:28

hvar er "heim"?Öll eigum við okkar "heim", 
ég á að sjálfsögðu heima í 
firðinum fagra Fáskrúðsfirði,
en HEIM er heim á Patró,
hvar er þitt "heim"?

Hlakka til þess að koma
heim á Patró um næstu
mánaðarmót!

K.kv.Anna í vikulok.

08.05.2012 10:05

þriðjudagur!Eins og þið sjáið þá er enn verið að þvo í Mánaborg!
Allveg í korter í gær var óhreinatauskarfan tóm!
Heimasætan sér til þess að ég verð ekki verkefnalaus.
Fótbolta-strákurinn er reyndar með henni í liði,
en tölvu-lúsinn er ekki mjög upptekinn af því
hvort það sé smá súrmjólkur blettur í bolnum
eða hvort að buxurnar sé ekki lengur í sínum rétta lit!
Bróðir-Súpermann er náttúrulega í sjálfhreynsandi,
hann er alltaf á svo mikilli ferð að það festast engin
óhreynindi í fötunum hans!
Þannig að enn einn daginn snýst dagurinn
um þvotta, smá heimsókn til tansa með strákana,
og svo ætla ég að sauma.
Eigið dásamlegan dag, brosið og verið þakklát.

K.kv.Anna með bros á vör ;-)

07.05.2012 10:59

Mánudagur !


Góðan mánudag,
hjá mér eru snúrunar fullar nú þegar,
þvottavélin er á fullu og
þvottakarfan TÓM !

Finnst ykkur líf mitt snúast 
óeðlilega mikið um þvott?
Mér finnst bara fátt dásamlegra
en hreinn þvottur.

Ég var að rifja það upp hérna einn
morguninn að ég náði varla uppí
útisnúrurnar hjá mömmu þegar ég var 
farin að hengja upp þvott,
ein af reglunum hennar mömmu 
var að nærbuxur áttu aldrei að hanga
sýnilegar, vera innámilli, 
hí,hí, kanski voru bara ekki allir 
í næríum á þessum tíma?

Við systurnar vorum ekki jafn áhugasamar
um það að hengja upp,
man eftir því að hafa hneykslast á 
stórusystur þar sem hún hengdi buxurnar
upp á skálmunum og skyrturnar á krögunum,
ég er sjálfsagt bara fædd þvottakona?

Nú ætla ég að taka úr síðustu vélinni,
finna mér eitthvað ótrúlega hollt að borða
í hádegismat og skoða svo fallegt blað.

Eigið dásamlegan dag, njótið lífsins og 
ef þið mögulega getið, 
þurrkið þvottinn ykkar úti!

K.kv.Anna C11


03.05.2012 00:58

Allt fínt en þú?


Hversu oft er þetta svar þitt þegar spurt er: 
Hvað er  að frétta?

Sem betur fer er nú yfirleitt allt gott að frétta,
en stundum er það bara ekki þannig
getur maður þá verið að íþyngja þeim sem spyr?
Langar fólki að vita hvernig maður hefur það
eða er þetta bara svona staðlað. 
Eiginlega bara vani sem ekkert liggur að baki.
Dagurinn í dag var mis góður hjá mér,
allt frá að vera svo skemmtilegur að 
ég grét úr hlátri, yfir í að vera svo flókinn
og yfirþyrmandi að ég grét úr uppgjöf og vonleysi.
Stundum minni ég örugglega á risa rússíbana,
en ég reini að telja mér trú um að það sé betra að
hafa tilfinningar en vera án þeirra.

Nú er komin nótt, ég veit ekki hvort ég er að verða lasin 
eða hvort ég er bara uppgefin eftir annasaman dag,
held ég ætti að fara að koma mér í bólið,
hafið það gott þið sem lesið párið mitt
og verið nú pínu vakandi fyrir svarinu;
Allt fínt en þú ?

K.kv. Anna í rússíbana

01.05.2012 22:13

Gleði.


Færeyingar eignuðust prinsessu fyrir fáeinum dögum!
Bróðir-bróðir-Súpermann og hann yndislega kona 
eru stoltir foreldrar og við hinumegin við hafið getum
eiginlega ekki beðið eftir að komast til þeirra,
heimasætunni fannst það gott að það fæddist stelpa,
sagði að strákar væru bara yfirleitt leiðinlegri! 
Hvaðan hefur hún þessa vitleysu?
Annars er allt gott að frétta, 
ég og herra Tinni fórum bara tvö í mótmælagöngu í morgun
engin skipulögð ganga bara við tvö
örkuðum um bæinn og sagði skrefamælirinn 
að við hefðum afrekað 5.km þegar við komum heim,
ánægð með það!
Fótbolta-strákurinn er í afmæli 
það er komið kvöld og það er skóli á morgun,
kvöldið er bjart og hann er allveg að verða unglingur,
tölvu-lúsin er farinn að sofa, mjög óréttlátt, en hann er þagnaður
held að það hafi tekið 3 og hálfa mínútu.
Bróðir-Súpermann er líka skriðinn í bólið
heimasætan er í skólanum og ég 
húsmóðirin sjálf, bara að dingla mér á netinu 
já og bíða eftir unglingnum.
Hafið það sem allra allra best, njótið þess að vera til
og munið að drekka vatn.

K.kv. Anna í byrjun mai.
  • 1
Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1365
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:26:08

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar