"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2012 Júlí

24.07.2012 22:48

Sængurföt.


Hvað er betra en að þurka sængurfötin úti,
setja þau svo utanum sængurnar og skríða í bólið eftir góðan dag,
ég og sængurföt erum sjálfsagt eins og 
vínelskendur og gott vín,
ég á engin "ljót" sængurföt,
ekki það að ég sé í silki og blúndum endalaust,
við já við hjónin vorum bara svo heppin þegar við giftum okkur
þá fengum við 3.sett á rúmið öll voða falleg 
eiginlega til þess að nota um jólin en þegar
það er allt fullt af fínum rúmfötum í skápnum þá eru bara endalaust jólin hjá mér!
Ég skipti um á rúminu í dag sem er ekkert 
til að minnast á eiginlega jú nema náttúrulega 
bakverkurinn, ég er svo heppin að vera með rafmagn í rúminu okkar og
það henta sérstaklega vel fyrir svona konur eins og mig,
lyfti dýnuni í þessa fínu vinnuhæð og skelli lakinu á,
allavegana þá var hvítt damask sett á rúmið,
flugurnar ryksugaðar úr gluggakistunni, þurka pínu rik af náttborðunum
og drösla skærgulu slátturbuxunum
af eiginmanninum út úr herberginu,
þær voru nú eiginlega allgjört stílbrot þó þær minntu á sólina.
Eftir þetta var ég nú eiginlega búin áþví,
en mikið var tilfinningin góð,
ekki bakverkurinn heldur tilhugsunin um að skríða uppí
tandurhreynt rúm þegar nóttin nálgast.
Stundum hef ég áhyggjur af því hvað svona hlutir skipta mig miklu máli,
ég gæti t.d aldrei verið með ósamstæð rúmföt
á sængunum okkar,
húff það yrði nú meiri martröðin!
Það er nú ekki allvarlegri hlutur en sængurföt sem koma mér úr jafnvæg,
og ekki merkilegri hlutur en falleg ylmandi sængurföt sem gera mig glaða.
Eigðu fleiri en ein sparirúmföt og njóttu þess að nota þau.
Ég held að það sé hollt!

K.kv.Anna á leið í bólið.

22.07.2012 00:19

Laugardagskvöld.


Mér líður eins og þessari litlu Maríu-bjöllu,
ekki á kjallaragólfinu en svona tæplega hálfnuð með stigann,
þetta er myndræn líking á ástandinu á bakinu á mér,
ég er betri en þegar ég var sem verst en alls ekki góð.

Ég er best á röltinu, svo ef þið sjáið dauðþreyttan hund
á gangi með hægfara konu þá er nokkuð víst að þar séu vinirnir
húsmóðirin og herra Tinni á ferð.

Það er ró og friður í Mánaborg,
ég sit við eldhúsborðið með kertaljós og hlusta á regnið,
þetta gæti nú verið byrjun á góðri skáldsögu, hi,hi!

Bræðrunum semur óvenju vel þessa dagana,
allir vinirnir í ferðalögum og þeir verða að láta hvorn annann duga,
heimasætan vinnur baki brotnu í Loðnuvinnslunni
ef það er einhver orka eftir að vinnudegi loknum þá er Oktavía viðruð.
Bróðir-Súpermann er samur við sig og það er ekki mikil hætta á  því
að ég fái leið á honum, hann er lítið heima.
Ég sjálf er semsagt að berjast við brjósklos sem er með
þrjósku einkenni eigandans.
Annars er allt í þessu fína og ég er búin að fjölfalda 
kjólinn hennar Pollý-Önnu og troða allri famelíuni í slíka flík
svo við erum bara GLÖÐ!

Ég vona að sumarið hafið verið ykkur gott,
mér finnst þetta fyrsta áminning um að það stittist í haustið
þegar ég get verið með kveikt á kertum og þau lísa mér.
Framundan eru Franskir dagar og á meðan fótbolta-strákurinn
skoðar dagsskránna og telur hlaupin og kappleikina 
sem hann gæti mögulega tekið þátt í þá
langar tölvu-lúsina mest að við málum húsið BLEIKT !

Þangað til næst, ég get ekki setið lengur á stólnum og ætla að koma mér í bólið,
farið vel með ykkur, njótið augnabliksins og brosið.

K.kv.Anna með skárramóti.


15.07.2012 22:18

Standandi eða liggjandi!


Á meðan ég annaðhvort ligg í rúminu
eða stend upp við vegg þá læt ég mig dreyma..
um rauða klossa og hvítan kjól,
jarðaber og heimatilbúin ís.

Ég er semsé ennþá að "drepast"
í bakinu.
Eitt af uppáhalds orðunum mínum er:
þetta gæti verið verra,
en þessa dagana þá hefur það bara ekkert verið notað
þetta gæti á köflum bara varla verið verra,
þetta er nú að verða hálfgert vælu blogg,
en framundan er ný vika og þá 
hlítur þetta að skána,
tölvu-lúsin er orðinn pínu þreyttur á dekrinu 
og fótbolta-strákurinn er búin að prófa að
reyma skó fyrir fullorðna konu!


Heimasætan fékk lánaða Oktavíu í gærkvöldi
og fékk leifi til þess að kíkja á Neskaupstað
þegar ég fór svo að sofa þá dreymdi mig að hún 
hefði verið með alltof marga í bílnum og
hefði svo endað á að tína bílnum,
húff, það er gott að þetta var bara draumur og
að heimasætan er gætin og góð.

Bróðir-Súpermann gleðst yfir rigningunni,
horfir á grasið spretta og grænka,
er með úrkomumæli og allar græjur,
ég hef nú örugglega sagt það áður
ef græjan er ekki til í Mánaborg
þá er ekki búið að finna hana upp!

Þangað til næst, 
njótið lífsins, þetta blogg var pikkað inn 
standandi með strauborðið sem tölvuborð.

K.kv.Anna skökk og snúin.
08.07.2012 21:04

Brjósklos!


Húsmóðirin þarf heimahjúkrun,
búin að fara í sneiðmyndatöku.
niðurstaðan var brjósklos.

Ég er nú ekki haldin neinni sérstakri fælni,
en mér finnst ekki gott að vera lokuð inní litlu rími,
sneiðmyndatakan var eiginlega "tú möts" fyrir konuna,
hefði verið þæginlegra að vera eins og  helmingu minni.
Húff, 
ég fékk svo mikla innilokunarkennd,
það sem mér fannst erfiðast 
var að hafa ekki stjór,
stjórn á hræðslunni,
ég ætlaði að vera hugrökk,
en svo tók innilokunarkendin völdi,
það voru allveg dásamlegar konur sem
önnuðust mig á sjúkrahúsinu á Akureyri,
þetta hljómar eins og ég hafi verið þarna í marga daga,
en þetta tók sinn tíma,
mér var gefið eitthvað slakandi,
hlustaði svo bara á útvarps-
söguna á Rás-1 og stein sofnaði.
Þá var hægt að mynda óhemjuna,
og þá kom í ljós að bakverkurinn var brjósklos.
Tölvu-lúsin, fótbolta-strákurinn og bróðir-Súpermann
dekra við konuna en þeim þætti nú betra að hún væri í fullu fjöri.
Herra Tinni röltir með mér í hægaganginum,
ég hef fulla trú á því að ég labbi þetta úr mér.
Njótið þess að klæða ykkur í sokkana.
Ég fæ hjálp eða er bara á tásunum.
Þangað til næst farið vel með ykkur.

K.kv.Anna í lamaslessi.
  • 1
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1296
Samtals gestir: 289
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 19:54:13

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar