"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2012 September

28.09.2012 00:43

föstudagur....


Það skiptir nú engu máli þó það rigni svolítið
ef dressið er í lagi!

Bleikt er liturinn þegar þokan liggur niður í miðjar hlíðar
og hustblöðin sigla eins og fraktskip á pollunum.

Ég á samskonar stigvél.
reyndar í klassískum svörtum lit,
en regnkápan er ekki framleidd í minni stærð.

Það þíðir ekkert að velta sér uppúr því.
að vera ennþá í þessari stærð,
ætlaði að vera komin í kjörþyngd fyrir jól,
en nú styttist ískyggilega í hátið ljóss og konfekts.

Húff, var spurð að því um daginn hvort ég
væri búinað gleyma öllu sem ég lærði í Póllandi?
Ef ég hefði verið á Vogi og fallið
þá er ég vissum að engin mér ónákomin hefði sagt:
Ertu bara búin að gleyma öllu sem þú lærðir á Vogi.

Eini munurinn á mér og alka er sá að ég 
er yfirleitt ekki hættuleg í umferðinni,
nema þegar ég missi NóaKropp á gólfið
og fer að tegja mig eftir því.

Læt mig dreyma um gula skó
og bleika regnkápu,
ætla að fara að koma mér í bólið,

góða helgi þið sem kíkið hérna við.

K.kv.Anna átvagl.

25.09.2012 11:24

Haust.


Það er svo fallegt veður í firðinum fagra,
það er komið haust, 
ég var nú örugglega búin að nefna það áður.

Heimasætan komin á "eigin" bíl og brosir hringinn,
fótbolta-strákurinn bíður eftir því að æfingar hefjist að nýju
og tölvu-lúsin framleiðir gullmola,
þú ert svo góð í að vera góð!
Setning dagsins,
og einmitt það sem ég vil vera helst af ölluvera
GÓÐ.

Bróðir-Súpermann er að verða verkefnalaus,
athvarfið mitt næstum klárt og búinn að
taka til í bílskúrnum,
eins gott að það fara að koma
einhver spennandi fisksort svo
hann hafi eitthvað að eiða allri sinni ofur-orku í.

Ég sjálf þvæ þvott, ekert nýtt en 
eitt af þessum verkefnum sem ég 
verð að sætta mig við að klárist aldrei,
hugsa oft til mömmu þegar ég set í þvottavél,
þegar ég var unglingur þá átti ég 
ekki mikið af fötum og ég man sérstaklega
eftir því að ég átti uppáhalds peysu sem 
mamma varð eiginlega að þvo eftir að ég
var sofnuð og vera búin að þurrka áður en
ég vaknaði, kanski er það þess vegna sem ég 
er umburðalind gangnvar allskonar tiktúrum
í heimilisfólkinu,
ég var örugglega ekki alltaf sú auðveldasta.

Verkefni dagsins er að kíkja til augnlæknis á Eskifjörð
með bræðurnar og fara í búð,
það er hitt endalausa verkefnið 
að kaupa í matinn!

Hafið það dásamlegt,
brosið og andið að ykkur fersku haust-loftinu.

K.kv.Anna góða.

21.09.2012 08:45

Velkomin inn....


Já velkomin inn í athvarf Önnu frænku!
Hvernig líst ykkur á?
Ég get varla sofið, 
það er stundum of tímafrekt
að sofa!

Ég fæ nú bróðir-Súpermann 
til þess að búa til albúm en  eins og er þá
verðið þið að láta ykkur þessar myndir duga,
held ég rifji ekkert frekar upp tölvukunnáttu mína.

Það er kominn föstudagur,
ég ætla að vera í Birtu bæði í dag og á morgun,
annars verður helgin helguð saumavélinni,
má nú samt ekki gleyma að hugsa um
kallana mína.

Þetta verður ekki lengra í dag farið vel með ykkur
njótið lífsins og brosið.

K.kv.Anna á fallegum föstudegi.

17.09.2012 21:16

Athvarf Önnu frænku!


Pínulítið sýnishorn af einu horni í saumaherberginu,
þið verði að bíða þolinmóð eftir fleiri myndum,
en á föstudaginn ætla ég að vera "búin".

Búin að sauma 3.kanínur í dag,
dáðst af dásamlegu ljósi sem
minn heittelskaði hengdi upp í athvarfinu,
fékk smá heimsókn
og svo var það að bruna
heim og elda fyrir herrana mína,
Nú eru allir sofnaðir,
nema ég,
ekki í fyrsta skipti ;-)

Þangað til næst hafið það sem allra allra best.

K.kv.Anna önnumkafna.

15.09.2012 08:38

"bara"Anna


Vikan sem leið var annasöm,
á tímabili leið mér eins og langferðabílstjóra,
fór á Eskifjörð með tölvu-lúsina
til læknis og fengum við góða meðhöndlun.
Sótti heimasætuna til Norðfjarðar
og við fórum í Egilstaði að heimsækja
heilsugæslustöðina þar,
aumingja heimasætan var nú hálf illa leikin eftir 
húðsjúkdómalækninn sinn en er 
eins og ný núna.

Í gær passaði ég svo systikyna hóp,
ég var hálf lúin þegar ég koma heim
og velti því þá fyrir mér hvort þessi
sem á heimilinu eru væru ekki bara
allveg passlegur flokkur fyrir mig.

Ungi-litli átti 3.ára afmæli í byrjun vikunar,
æi, þá var mér hálf illt í hjartanu.
Ætli það grói einhvertíman allveg,
hjartasárið sem við fengum þegar hann fór.

Svo var það að vera "bara"Anna,
en ekki MAMMA neins.
Er það einhvað öðruvísi
að vera kölluð mamma?

Ég hugga mig oft við það að 
þegar ég bjó í Noregi þá sagði
mér nágranni minn sem var frá Pakistan
að Anna þýddi Mamma hjá þeim.
Ég hef ekki ransakað það neitt frekar
vel að trúa því að nær komist 
ég því ekki að vera mamma
en að vera "bara"Anna.

Eigið yndislega helgi
umvefjið ykkur með jákvæðni
og ekki gleyma að brosa.

K.kv.Anna á laugardags morgni.

P.s. Björk það koma myndir og um helgina skal athvarf Önnu frænku klárað ;-)


08.09.2012 23:43

Máling og Makríll!


Það gengur hægar en ég reiknaði með að gera atkvarfið klárt,
það kom Makríll!
Bróðir-Súpermann er ótrúlega duglegur, 
búin að mála, parkett leggja og setja upp hillur,
svo ég kvarta ekki, bara alls ekki.
En ég er þessi hraða típa,
vildi að allt væri klárt í gær.

Smá gullmoli frá tölvu-lúsinni svona í lokin;
Anna, hvernig heldur þú að það sé að vera búinn að
vera óþekkasti krakkinn í skólanum í fyrra
og vera svo núna bara næstum því kennarasleikja!

Við erum ekki ólík ég og tölvu-lúsin,
annaðhvort eða!

Hafið það sem allra allra best og njótið þess að vera til,

K.kv.Anna í málingargallanum.


02.09.2012 22:36

Að láta draum rætast!Hvað væri lífið án drauma?
Hvað dreymir þig um?
Ég á mér marga drauma,
þeir eru mis fjarlægðir,
einn af draumunum mínum
sem ég hélt að væri ekki að rætast
er að verða að veruleika!

Bróðir-Súpermann vill konunni sinni svo vel,
hann finnur hvernig sköpunarkrafturinn
er í biðstöðu,
og skapandi ofursnyrtileg kona
getur ekki verið með allt saumadótið
á borðstofuborðinu.

Hvað gera menn þá,
jú leigja húsnæði fyrir frúnna!
Nú erum við búin að mála
og mála og leggja nýtt gólefni,
um næstuhelgi verður
bílskúrinn og þvottahúsið
mun tómlegra,
ji, ég er svo spennt!

Það verður heitt á könnuni,
og Kristall í ísskápnum,
gamlir bollar og 
falleg glös,
ef þú átt leið hjá
vertu velkomin.

Eigðu yndislega viku.

K.kv.Anna á fullri ferð.
  • 1
Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1365
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:26:08

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar