"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2012 Október

30.10.2012 20:41

Svuntur.


Það eru komnar inn nokkrar nýjar myndir!
Svuntusaumur er málið þessa dagana,
Úti er ekta vetrarveður,
það er inniveður,
njótið kvöldsins,
ég er búin að draga í kvittleiknum,
læt ykkur vita fyrir helgi hver hin heppna er......

Þangað til næst,
brosið og njótið augnabliksins.

K.kv.Anna sem saumar svuntur.

25.10.2012 22:12

Leynivinur......


Áður en við vitum af verður október liðin,
það verður minna bleikt í blogginu í nóvember
en hjá mér er bleikt allt árið,
Bleikur litur er eins og plástur á sár
eða laufabrauð með hangikjöti,
nauðsynlegur!

Nú fer að líða að því......
ég er búin að útbúa verðlaun 
og eina sem stendur eftir er "drátturinn"
en áður en  ég framkvæmi hann
langar mig svo að vita hver 
"nafnan í austrinu" er?
er eiginlega allveg hissa á mér
að kveikja ekki á perunni
en landafræði hefur aldrei verið 
mín sterkasta hlið,
þið munið eftir því þegar ég fór yfir Öxi
á leið til Fáskrúðsfjarðar!
þannig að ég bið nöfnu mína að gefa sig fram
svo dráttur geti átt sér stað!

Á morgun ætla ég að vera í Birtu á Reyðarfirði
vonandi á einhver ykkar erindi þangað.
Hafið það gott og munið að 
allt sem er bleikt,bleikt
finnst mér vera fallegt!

K.kv.Anna sem á leynivin.

24.10.2012 08:21

mið vika...


já það er mið vika,
í skólanum eru þemadagar
það hentar tölvu-lúsinni svona passlega vel,
hann er meira fyrir að fylgja stundatöflunni.

Fótbolta-strákurinn þurfti næstum því að fara á sokkunum í skólann,
var í ævintýraferð með vinu sínum í gær,
og lenti á kafi í drullu,
fór svo í góða göngutúr með herra Tinna
og lenti aftur í rosa drullu,
skrítið hvað ég næ að sleppa við alla þessa drullu þegar ég er úti.
En að strákur sem veit ekki alltaf hvort hann er 
barn eða unglingur lendi ennþá í drulluævintýrum
finnst mér yndislegt!

Eins og svo oft áður þá þarf ég 
húsmóðirin á heimilinu að berjast um
athygli eiginmannsins,
minn helsti keppinautur þessa dagana er SÍLD !
Mér var kennt í æsku að vera góð við þá 
sem væru minni en ég
þess vegna leifi ég fröken SÍLD að vinna
þessa baráttu um athygli,
allavegana í bili.

Heimasætan er kát og hress,
stjúpan endurupplifir sín unglingsár oft á dag
og þakkar fyrir að þá var hvorki 
Fésbók eða Skæp.

Í dag ætla ég að dunda mér í athvarfinu mínu,
og svo er ég búina að leggja undir mig borðstofuborðið
þar fer fram kortagerð og annað smá dund.

Ég vona að þið hafið það gott,
svo gott að það væri of gott ef það væri betra,
njótið dagsins og þakkið að kveldi.

K.kv.Anna á miðvikudagsmorgni.

22.10.2012 07:46

Ný vika.


Ég hef fátt að segja í dag,
Bið ykkur að njóta dagsins
morgundagurinn er órafjarri.

K.kv.Anna.

19.10.2012 23:36

þung skref....


Ég kvaddi ungan mann í hinsta sinn í dag,
hvað er Skaparinn að hugsa?
Himininn hlítur að vera orðinn fullur af frábæru fólki.
Ég verð svo sorgmædd þegar ég hugsa um börnin,
börnin sem eiga eftir að verða unglingar,
ungar manneskjur og svo fullorðið fólk,
að fara í gegnum lífið og eiga ekki pabba sinn á lífi,
úff er eitthvað vit í þessu,

Ekki gleyma að vera þakklát,
þakklát fyrir ástvinin sem við getum hitt og hringt í,
minnumst ástvina okkar sem eru farnir
og verum þakklát fyrir að þeir hafi auðgað líf okkar,
tökum einn dag í einu og skiljum á milli
þess sem er mikilvægt og hins við getum verið án.

Njótum dagsins í dag við vitum ekkert um morgundaginn.

K.kv.Anna sorgmædd en þakklát.

17.10.2012 08:06

"rusla"Anna


Það er komin mið vika!
Takk fyrir allar heimsóknirnar og kvittin,
vá það var nú aldeilis gestagangurinn á síðunni.

Í gær var ég frá 12-17 í athvarfinu mínu,
þegar ég fór heim þá þurfti ég að koma við í búðinni,
og á þeirri stuttu leið mætti ég góðum vin okkar hjóna,
hann ók bíl með kerru aftaní og var greynilega á leiðinni
á ruslahaugana,
um leið og hann keyrði fram hjá mér þá verður mér litið á kerruna
þar var þetta fína borð sem hrópað á mig:
Hjálp, Anna þú hefur not fyrir mig!

30.sek. síðar hringdi ég í bróðir-Súpermann
nú varð ég að hugsa hratt, 
bað hann vinsamlegast að stoppa för bílsins sem ég var ný búin að mæta,
í honum væri fjarsjóður sem ég ætlaði að nálgast,

Eftir mjög langar tvær mínútur hringdi minn heitt elskaði,
ég átti að drýfa mig inná ruslahauga og kíkja á gripinn,
vá ég ók á forgangs hraða í gegnum bæinn,
hugsaði reyndar um það á leiðinni að ef ég yrði stoppuð
af löggunni þá yrði ég að segja:
Þetta er neiðartilfelli 
ég er að elta RUSL!

Og þannig eignaðist ég þetta fína litla borð 
sem passar svo ótrúlega vel hjá mér í Hruna,
Takk Stbba og Bjarki fyrir borðið
að keyra það uppað dyrum  og
bera það inn,
takk fyrir að hringja ekki á mennina í hvítusloppunum,
takk fyrir að hafa "húmor" fyrir rusla-Önnu.

Nú ætla ég að koma mér í steypibaðið og drýfa mig svo
í athvarfið mitt, 
í dag er eins gott að pósturinn standi sig og færi mér
efni sem ég er að bíða eftir,
annars gæti hann átt það á hættu
að ég elti hann útum allann bæ!

Hafið það sem allra allra best,
og enn og aftur takk fyrir lesturinn.

K.kv.Anna í rusli.

15.10.2012 20:16

Má bjóða þér í kaffi?


Það gerir ekkert til þó að það rigni,
inni í athvarfi Önnu frænku er hlítt og notalegt,
það er komið inn nýtt albúm....
OKTOBER.

Bíð spennt eftir því hvað ykkur finnst,
ég er í skýjunum með aðstöðuna mína,
allt á sínum stað og svo get ég bara staði upp
og farið,
þarf ekki að taka allt saman og
get líka hætt í miðju kafi
DÁSAMLEGT!

Bíð spennt eftir orðum frá ykkur,
hver veit nema það komi óvæntur glaðningur
í póstiunum fyrir gott "kvitt"

Bless í bili!

K.kv.Anna á bleiku skýi í október.

10.10.2012 17:07

allt sem er bleikt bleikt....


finnst mér vera fallegt!

Fallega kirkjan okkar í firðinum fagra er bleik.
hún er bleik af því að bróðir-súpermann
kom okkur uppí ljósastaur og upp settum við kastara,
með bleikum filmum,

minn heittelskaði hefur ofurtrú á konunni sinni
og þess vegna ætlaði hann að stjórna liftaranum
og ég átti að fara uppí staurinn,
ég var svo ljónheppin að góður granni
stóð úti í rökkrinu og fékk sér frískt loft,
ég stakk uppá því að fá þennann fríska mann
í samstarf við okkur hjónin,
endaði það með því að farið var í 
rómantíska körfuferð á skotbómuliftara 
uppí ljósastaur.

Hvað er skemmtilegra en að lita bæinn BLEIKANN.
Það er allt gott að frétta,
fótbolta-strákurinn er allveg að breitast í ungling,
tölvu-lúsin talar meira en fólk flest
og stundum dugar honum ekki dagurinn,
samtöl við sjálfansig í svefni eru ekki óvanaleg.

Í Hruna er líf og fjör,
Athvarf Önnu frænku er mitt uppáhald,
í gætkvöldi sátum við þar þrjár vinkonur og saumuðum
og var gerð heiðarleg tilraun til þess að kenna mér að 
drekka te!
Húff ég er bara ekkert fyrir te og svoleiðis,
en ég get náttúrulega bara fengið mér Kristal í bolla,
Held ég geri það næst.

Núna eru strákarnir á fótboltaæfingu,
eiginmaðurinn "skrapp aðeins" 
aftur í vinnuna,
ég og Tinni höfum það huggulegt í sófanum.

Þangað til næst,
hafið það huggulegt,
njótið lífsins,
umvefjið ykkur með jákvæðni
og 
BROSIÐ!

K.kv.Anna í sófakróknum.

03.10.2012 08:07

Október.


Það er mið vika,
herrarnir mínir farnir í skólann
já og yfir-herrann er náttúrulega löngu farinn.

Húsmóðirin sjálf fór seint að sofa,
já þetta er farið að minna á fyrri hasut,
ég var á saumanámskeiði í Neskaupstað
í gærkvöldi og þegar ég kom heim
seint og um síðir þá sá ég að góð vinkona
var enn á fótum svo þá var bara að kíkja við.

Október er bleikur mánuður,
hugsum um heilsuna okkar,
minnust þeirra sem töpuðu í baráttunni,
en það er jafn mikilvægt að 
muna að það eru miklu fleiri konur sem vinna
bardagann við Kröbbu,
ég ætla að ná mér í bleika slaufu í dag,
þakka fyrir lífið og heilsuna
um leið og ég umvef mig með æðruleysi,
þakklæti og góðum skammti af gleði.

Njótið dagsins,
farið vel með ykkur
BROSIÐ!

K.kv. Anna bleika.

  • 1
Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1365
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:26:08

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar