"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2012 Nóvember

25.11.2012 23:12

Sunnudagskvöld.

                                   ég er tölvulaus,
bara að láta ykkur vita 
þar fyrir utan er allt í góðu,
er bara svo vanaföst
og skil ekkert í tölvu eiginmannsins,
húff, eins og að læra að hjóla uppá nýtt.
stórustafirnir virka illa og bara tóm vitleysa,
ég var í athvarfinu mínu í dag og saumaði
eins og enginn væri morgundagurinn,
tók myndir en þær fara ekki inná þessa tölvu,
ég vona að ný vika leggist vel í ykkur
og um næstu helgi er fyrsti í aðventu
og desember,
les á fésinu að margir eru búnir að skreyta fullt
og versla jólagjafir,
ég er skipulagður spennufíkill og
geri þetta allt eftir fyrsta sunnudag í aðventu.
ef þú rekst á nóa síríus mola
taktu hann þá að þér,
það er ekkert víst að hann liggi á lausu í desember.

k.kv.anna með litlum staf í ókunnugri tölvu.

18.11.2012 23:36

Allt eins og það á að vera.


Snæfinnur er fluttur, fann sér heimili á Reyðarfirði.
Á föstudagskvöldið var mér boðið að kynna mig og dúlleríið mitt
fyrir fullt,fullt af konum, ótrúlega hressum og skemmtilegum konum.
Það er svo gaman að hitta nýtt fólk,
segja aðeins frá athvarfinu og því sem ég er að sýsla
svo var ég með sýnishorn með mér og 
þau voru færri þegar ég hélt heim á leið.

Í dag er ég búin að sauma svuntur og undyrbúa Lúxus-stykki,
hvað er Lúxus-stykki?
Jú eigin lega bara ósköp venjulegt viskustykki
en bara svo fínt að það er eiginlega bara uppá punt!

Það eru komnar nokkrar nýjar myndir en kemur meira á morgun,
herrarnir og húsbóndinn sofa, 
heimasætan kom ekkert heim um helgina,
ætli ég ætti svo ekki að fara að skríða í ból,
takk fyrir lesturinn og hafðu það gott.

K.kv.Anna á sunnudagskvöldi.

18.11.2012 00:55

fyrir Möggu og ykkur hin!


Þá er vikan búin,
ég get nú ekki státað mig af mikilli vinnu utan heimilisins,
allavega ekki svona dags daglega,
en þessa viku vann ég 6.daga!
Þannig að þar kemur skýringin á vanrækslunni við bloggið.

Í kvöld fórum við og settum upp  nýja útstillingu
í gluggann á athvarfinu mínu,
bróðir-Súpermann fær að koma með sem sérlegur aðstoðarmaður
bræðurnir voru heima og eftir rúman klukkutíma
var verki húsbóndans lokið og ég skutlaði honum heim,
hann fékk nefnilega einn kaldann í vinnulaun,
ég fór svo til baka í Hruna og dundaði mér þar 
fram að miðnætti, 
vona að ég geti sett inn myndir á morgun.

Annars er allt gott að frétta og allir hressir,
miða við aldur og fyrri störf þá er húsmóðirin brött
en mikið væri nú gott ef þetta bak smilli í fyrra horf,
ég sakna þess að vera ofur hraust og sterk,
nú er ég bara svona meðal hraust og sterk en það 
fer mér voða illa að vera ekki á toppnum.

Mér var boðið á svo skemmtilegan viðburð á föstudagskvöldið,
ég segi ykkur nánar frá því á morgun, 
nú ætla ég að fara að koma mér í rúmið,
takk fyrir þolinmæðina og lesturinn.

K.kv.Anna á laugardagsnóttu

08.11.2012 08:13

Kertaljós og kósýheit.


Morgunstund í rólegheitum,
finnst fátt betra.
Ég er á leiðinni fram í eldhús,
ætla að stíga útfyrir minn harðgerða
þægindaramma.......
keypti mér bók um daginn
Múffur í öll mál
er ekki farin að prófa hana,
en nú verður breiting þar á.

Ég er nefnilega svolítið mikið þannig
að nota sömu uppskriftirnar endalaust,
t.d múffu uppskriftin mín
hún er bara búin að virka vel í töttugu og tvö ár
afhverju þá að prófa eitthvað nýtt
sem bragðast svo kanski ekkert vel!

Hef þetta bara í stittri kantinum,
svolítið tæp í bakinu í dag
sat á kirkjubekk í klukkutíma í gærkvöldi
allveg æðisleg stund í Kolfreyjustað
í tilefni af Dögum Myrkus,
en svona seta hentar mér illa.

Hafið það dásamlega gott og njótið dagsins.

K.kv.Anna í bökunar gír.


07.11.2012 08:46

Mið vika einu sinni enn...


Þá er þessi vika hálfnuð,
úti er hvít jörð og inni er hlítt og gott.

Ég er svo hugsi yfir mannshuganum,
herrarnir okkar eru einsog
íslenskt veðurfar þessa daganna,
uppáhalds árstíminn minn
er líka erfiður,
hvar er leiðavísirinn sem ég þyrfti svo að lesa,
leyðavísirinn um fósturbörn.
Hann hefur ekki verið gefin út,

Við hjónin umvefjum okkur með þolinmæði
teljum uppá átjánþúsundfimmhundruðtuttuguogsjö
reynum að setja okkur í spor sem erfitt er að troða sér í.
Þökkum góðan dag að kveldi og biðjum um
gott veður fyrir nýjan dag.

Njótið dagsins það ætla ég að gera.

K.kv.Anna í vetrarfærð

06.11.2012 08:07

allveg á fullu!gÉg er í kapphlaupi við sjálfa mig!
Vildi að sérstæðan við nóvember væri sú
að í honum væru miklu fleiri klukkutímar en í öðrum mánuðum!
það myndi henta mér vel.

Þetta á að vera allgjört ör blogg í dag,
ég er á leiðinni í athvarfið mitt,
verkefnin bíða í langri röð,
ég bið kanski bróðir-Súpermann að 
taka fyrir mig myndir og setja inn.

Það er þriðjudagur og í gær fór ég á pósthúsið,
tarana,tarannnnn...... 
óvæntur glaðningur í póstinn
ég bíð spennt eftir því að vinningshafinn (hafarnir!)
kvitti og láti vita að ekki hafi bara komið gluggpóstur
innum lúguna.

Eigið góðan dag og munið að drekka vatn!

K.kv.Anna í fimmta gír.02.11.2012 10:46

Föstudagur!


Núna ætluðum við hjónin að vera komin í borgina,
vorum búin að panta okkur íbúð og kaupa miða í leikhús,
ég var með plön um búðaráp,
saumaklúbbshitting,
mamma ætlaði að vera með okkur
og svo átti bara að hafa það huggulegt 
hitta fjölskyldu og vini 
vakna snemma og sofna seint.

En hér sit ég í sófanum heima,
búin að moka frá bílskúrshurðinni og lokka herra Tinna aðeins út,
þá er bara að setja sig í stellingar og eiga góða helgi HEIMA,
skórnir hérna að ofan hrópuðu á mig
inní þeim er ekta lambaull og svo 
eru þeir svo léttir og mjúkir,
jú ég keypti mér þá,
á Reyðarfirði!

Hvað þarf maður svosem til Reykjavíkur?

Farið varlega,
klæðið ykkur eftir veðri 
og njótið þess að vera HEIMA!

K.kv.Anna á kafi í snjó.

P.s. svo þið haldi ekki að ég sé allgjör ofurkona þá er útsaumurinn á svuntunum
gamlir klukkustrengir sem ég KLIPPI niður!

  • 1
Flettingar í dag: 77
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1320
Samtals gestir: 290
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 20:15:26

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar