"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2012 Desember

28.12.2012 20:19

milli jóla opg nýárs...

Það er allt í góðu hjá okkur í Mánaborg,
búin að sofa mikið,
borða mikið,
fá svo mikið af fallegum gjöfum
og jólakortin.....
húff ég sendi engin jólakort þetta árið,
það hefur ekki komið fyrir áður,
í þrjóskukasti þá ákvað ég að styrkja ekki Íslandspóst
þetta árið,
ég setti smá upphæð í gott málefni í staðinn.
En.....
ég er hálf leið yfir því að hafa ekki sent þeim sem sendu mér 
allar þessar fallegu kveðjur,
kanski kemur nýárskveðja
þegar þrjóskan er runnin af mér,
þangað til næst
hafið það sem allra allra best
njótið dagana sem eru eftir af þessu fína ári 2012.

K.kv.Anna á milli jóla og nýárs.

P.s.þetta voru mikil Múmí-jól hjá húsmóðurinni,
takk elsku Jóna Björg þú áttir þinn þátt í því ;-)

24.12.2012 01:59

fjúgandi tími.....


Tíminn flaug hjá og ég náði ekki í skottið á honum!
Í október hafði ég allann heimsins tíma,
föndraði jólakort og dundaði mér,
ég man nú ekkert hvað varð um nóvember,
en DESEMBER, hann flaug hjá!
Ég er ekkert stressuð,
jólin koma ég fæ ekki stoppað þau.

Þannig að hér kemur jólakveðja frá mér til þín:

Kæru vinir, ættingjar og þið hin sem slæðist hingað inn,
Guð gefi ykkur gleðiríka jólahátíð og
farsæld og frið á nýju ári,
þakka innilega allt liðið.

K.kv. húsmóðirin Anna, bróðir-Súpermann, heimasætan,
fótbolta-strákurinn, tölvu-lúsin
og 
herra Tinni.

20.12.2012 10:05

20.desember.


Ég hef bara einusinni bakað piparkökuhús,
það er mj0g langt síðan og það fór í keppni Kötlu
sem haldin var í verslunarmiðstöð í höfuðborginni,
Við urðum í örðusæti ég og mín góða vinkona Krstín,
húsið hér að orfan fann ég á netirnu og þetta verður sko 
vrkefnini næstu jóla!
Í dega eru herrarnir mínir komnir í jólarí,
er að hugsa um að fá mér smá kríu áður en þeir birtast,
eigið dásamlegan dag ég blogga örugglega meira strax í kvöld.

K.kv.Anna piparkökumúmínmamma <3

14.12.2012 08:44

föstudagur!


Úti er nýfallinn snjór,
heimasætan sefur, komin í jólafrí
allavegana frá skólanum en á hádegi er
jólafríið hennar búið, hún verður afgreiðsludama
í Birtu fram að jólum
eins og í fyrra.

Strákarnir eru farnir í skólann,
þeir telja niður dagana fram að jólafríi
og ætla sko að sofa út alla dagana!

Bróðir-Súpermann er á vísu stað....
í vinnuni.

Ég  sjálf er að undirbúa mig undir daginn,
ætla í kllippingu 
svo er vinna í Birtu í dag og á morgun,
hlakka til þess að afgreyða og pakka inn gjöfum 
fyrir glaða viðskiptavini.
Gærdagurinn tók eiginlega frá mér 
alla mína orku,
byrjaði á því að fara til læknis í gærmorgun
er ennþá hálf löskuð eftir að hafa faðmað
svell fyrir rúmum 3.vikum,
fékk svo einhverja sprautu 
sem var eiginlega að drepa mig langt fram eftir kvöldi,
í hádeginu bakkaði ég svo á bíl heimasætunar
en er allveg endalaust að minna mig
á að bíll er dauður hlutur og ekkert 
til þess að hafa áhyggjur af.
En svo átti ég gott spjall við góða vinkonu í lok dags
og hvað er betra en að fara inní nóttina
eftir vinkonu spjall,
ég var allavegana með heitt eyra og létt hjarta.

Eigið dásamlegan dag elskurnar mínar,
og ofur góða helgi, 
brosið og verið þakklát,
við höfum það ótrúlega gott, ekki satt ;-)

K.kv.Anna í bakkgírnum.07.12.2012 14:11

Les-löt.Það hefur örugglega skynið í gegnum párið mitt
að ég er engin lestrahestur eða bókaormur.
Stundum hugsa ég um það hvort ég hefði verið "greynd"
ef ég væri krakki í dag?
En ég er "ógreynd"
og þess vegana held ég að það hrjái mig
LESLETI!
Mér finnst miklu skemmtilegra að lesa barnabækur
heldur en fullorðins,
og ég tala nú ekki um núna þegar engin bók
er lestrarhæf ef ekki skarti hún að minnsta kosti
500.blaðsíðum eða meira,
já og ekki má gleyma að í bókinni
þarf að vera svæsið morð eða kynmök oft á dag.

Nei ég er meira fyrir Astrid Lindgren og Sigrúnu Eldjárn,
á náttborði tölvu-lúsarinnar liggur Dulafulla Dagatalið,
við lesum einn kafla á kvöldi
þeir eru stuttir og skartar hver kafli að minnstakosti einni mynd,
fullkomið fyrir svona les-latar konur eins og mig.
Fótbolta-strákurinn hlustar líka,
hefur heyrt hana áður en vill samt ekki missa af lestrinum.

Ég las reyndar sæta bók um daginn,
man ekki hvað hún heitir en hún gerðist
í Stokkhólmi og þar er svo fallegt að
ég gat lifað mig inní söguna,
svo var sagan líka bara um venjulegt fólk,
engin var myrtur og aðalpersónurnar
voru stundum svo þreyttar að þær gerðu ekkert annað
en að bjóða góða nótt og snúa sér á hina hliðina og sofna
þegar inní svefniherbergið var komið.

Ég lifi ósköp venjulegu lífi,
eða nei auðvita geri ég það ekki,
ég er komin með lausnina,
líf mitt er svo skrautlegt og öðruvísi að
saklausar fallegar bókmenntir eru
þær sem gleðja mig mest,
já ég held ég sé búin að "greyna" mig.

Önnum kafin húsmóðir sem á enga ósk heitari
en að hitta hetju lífs síns.......
mömmu Emils í Kattholti!

Eigið dásamlegan dag og ennþá betri helgi elskurna mínar.

K.kv.Anna í Mánaborg (eða var það Grænuhlíð)!

03.12.2012 23:39

Minn heimur...


Minn heimur er kanski ekki eins og þinn,
ég er ekki allveg eftir uppskriftinni,
en yfirleitt er ég bara sátt við formið sem ég var sett í,
sumum finnst ég "svolítið" ferköntuð
þá hugsa ég um góða gulrótaköku í lítilli ofnskúffu
hver vill ekki líkjast henni?
sjálfri finnst mér eins og ég hafi verið sett
í gamaldags hringlaga form,
svona með gati í miðjunn,
og ef ég væri kaka í svoleiðis formi
þá vildi ég vera marmarakaka,
bland af dökku og ljósu
og óvíst hvort sneiðin verði
ríkjandi sandkaka eða súkkulaði,
þannig vil ég vera.

Ég heyrði umræðu í útvarpinu um daginn um stjúpmæður
og mæður
stjúpbörn og börn,
sú sem talað var við hélt því fram að
ekki væri hægt að elska stjúpbörn eins og sín eigin
og ekki væri hægt að ætlast til þess að
stjúpbörn bæru sömu tilfinningar til stjúpforeldris
eins og blóðforeldris,
húff, þvílík vísindi,
hvernig veit ég hvort ég elska börnin mín eins og ég á að gera?
Hvar er uppskriftin,
hvar er formið fyrir stjúpmóðirina,
fósturmóðirina
og
húsmóðirina,
er það ekki einmitt hringlaga formið með gatinu?
Ég held það.

fótbolta-strákurinn kom heim með fullt fangið
af vinningum frá jóla-Bingói,
gaf mér flesta vinningana og var himin sæll,
tölvu-lúsin vildi frekar vera heima
hjá mér, við fórum í pottinn
og mér var líkt við góða vindsæng,
heimasætan komst ekki í skólann vegna veðurs
í morgun og skreið þá bara uppí til mín og
kúrði þangað til við þurftum að fara á fætur.

Svona var dagurinn minn,
þó ég hafi ekki gengið með börnin mín
þá get ég ekki ímyndað mér að ég elski þau minna,
en hvað veit ég ?

Eigði dásamlegan dag, njótið augnabliksins og brosið.

K.kv.Anna í hringlaga formi með gati!

02.12.2012 02:33

desember


Loksins!
Komin með tölvu,
nýjar myndir í albúmi,
blogga meira á morgun.

K.kv.Anna á aðventu.

  • 1
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1296
Samtals gestir: 289
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 19:54:13

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar