"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2013 Janúar

30.01.2013 12:12

Steinhjartað

Steinhjartað er bókin sem við erum að lesa núna,
ég og tölvu-lúsin,
já eða ég og hann hlustar.
Það nýjasta hjá okkur er að drýfa sig að því sem þarf að gera á morgnana,
klæða,borða,busta,búa um,
svo lesum við og í morgun náðum við heilum kafla!
Harry P hinn breski fölnar nú bara í samanburði við 
sögupersónurnar í Steinhjartanu og hinum bókunum
í sömu seríu, 
ég segi það ekki af því að ég hafi vit á því,
ég hef ekki lesið H.P
það er hlustandinn sem er þessarar skoðunar
og í hádeginu stakk hann uppá því að 
við gætum sent höfundinum
Sigrúnu Eldjárn tölvupóst,
veit ekki hvað á að standa í honum en 
 við förum í það þegar bókin er búin.
Ég hef sagt ykkur það áður að ég er engi bókaormur
en barna-bóka-ánamaðkur það get ég allveg verið.

Ef ég ætti að nefna uppáhalds rithöfundana mína
þá hljómar það einhvervegin þannig:
Astrid Lindgren, Guðrún Helgadóttir
og núna Sigrún Eldjárn,
Ég hef einusinni hlustað á hljóðbók
sem var eftir Yrsu,
ég svaf ekki það sem eftirlifði vikunar
húff, það er of fullorðins fyrir mig.

Ég var lengi að læra að lesa,
en í morgun þegar við lásum heilan kafla
fyrir kl.08.00 þá hugsaði ég
ég er allavegana ekki lesblind.
Það hlítur að vera ægilegt.

Úti kingir niður snjónum,
en það er fallegasta veður,
í kvöld er saumaklúbbur hjá Sétteringunu
þannig að þessi dagur verður sérstaklega skemmtilegur
ég finn það á mér!

Þangað til næst,
ekki kvarrta yfir veðrinu
það er í Ástralíu sem þeir mega kvarta.

K.kv.Anna framhaldssaga.

26.01.2013 22:28

Þú uppsker eins og þú sáir.


Kæru vinir, 
hvað varð um janúar?
Þessi langi mánuður sem felur sólina í firðinum fagra
er senn á enda, 
á morgun fögum við bjartari tíð og borðum pönsur.

Á fimmtudaginn var foreldra viðtal í skólanum,
alltaf spennandi að sjá einkunnirnar 
og ekki var það leiðinleg lesning,
bræðurnir stóðu sig með prýði
tölvu-lúsin nær greynilega að fylgjast með
þrátt fyrir að vera með kvikasylfur í blóðinu,
fótbolta-strákurinn stóð sig vel
eitt fag sem er víst ótrúlega leiðinlegt 
sem var í meðallagi,
restin glæsileg.

Ekki vil ég eigna mér gáfur herrana í Mánaborg
þeir komu með þær í þennan heim,
en hvatning og ástund hefur jafn mikið að segja held ég.

Svo var það föstudagurinn
tannlæknadagur!
Og þá hljómaði röflið um bustun kvölds og morgna 
tannþráður og munnskol 
eins og tónlist í mínu eigin höfði,
engar holur!
Smástund var buddan mín líka glöð,
en svo minnti sá eldri mig á loforð sem ég hafði gefið...
peninga verðlaun fyrir holulausan munn!
Ég stend við mitt og held að ég komi út í plús!

Bróðir-Súpermann er lítið heima,
Loðnan er rétt ókomin
eða var það Makríllinn?
Búdungur eða Ýsa í raspi,
bara man það ekki!

Á morgun er einhver ofur fótboltaæfing 
hjá fótbolta-stráknum,
Úrvalsæfing heitir það svo fínt,
pínu stolt þó ég hafi ekki mikið vit á þessu,
ég er nú að hugsa um að nota daginn í saumaskap,
en það kemur í ljós.....
á morgun.

Njótið sunnudagsins og verið glöð,
ný vika og nýr mánuður handan við hornið.

K.kv.Anna eiginlega að springa úr monti!

23.01.2013 12:38

Kast-ljós.

Ég horfi ekki mikið á fréttir þessa dagana,
en í gær horfði ég á Kastljós,
að kasta ljósi á málefnið sem rætt var um í gær
er löngu tímabært,
MISNOTKUN,
orðið segir allt sem segja þarf en er ofnotað í daglegu máli.

Svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum....
fólk spyr sig kanski 
hvernig er hægrt að fyrirgefa slíkt?
Að fyrirgefa er ekki það sama og að samþyggja,

Daginn sem fórnarlamb fyrigefur veitir það sjálfu sér frið,
ég skrifa af eigin reynslu,
vinnan sem liggur á bakvið sálarfrið er ekki mælanleg,
ég hef oft líkt sál minni við kommóðu,
einusinni var kommóðan svo full
allar skúffurnar voru hálf opnar 
og hún var að detta framfyrir sig,
þá hófst tiltekt,
tiltekt sem hefur staðið yfir í 20.ár,
tiltekt sem tekur aldrei enda,
ég verð endalaust að passa að það safnist ekki drasl í skúffurnar.
Það er náttúrulega ein ruslaskúffa í öllum kommóðum
en ég get lokað minni og í hinum skúffunum er skipulag.

Nú eru þið sjálfsagt búin að gefast upp á lestrinum
en ef einhver er eftir þá þakka ég þolinmæðina,
ég sé fyrir mér venjulegt líf sem fjallgöngu í Danmörku,
mitt líf er búið að vera meira svona fjallganga í Nepal,
en ekki halda að ég sé búin að rífa mig úr kjólnum hennar Pollý-Önnu.

Pollý-Önnu hugsunin er kanski kjánaleg,
en mér finnst hún góð.
Og er það ekki einmitt uppskriftin af góðu lífi
að finna sér sína leið til þess að lifa af.

Verum vakandi.

K.kv.Anna í sínu ljósi.20.01.2013 21:23

Sunnudagskvöld.


Það eru nokkrar nýjar myndir í albúminu,
þessi er af skeinknum í stofunni,
desert-skeiðarnar fékk ég í jólagjöf
stóra systir mín veit sko fyrir hverju ég er veik,
já sko fyrir utan súkkulaði en það vita nú allir,
gamlir hlutir, það er fátt skemmtilegra,
desertskálarnar gaf mamma mér,
keyptar í Fríðu frænku örþunnar og yndislegar.

Annars er helgin búin að vera góð,
á föstudagskvöldið fórum við hjónin á Þorrablót,
borðuðum fullt af góðum mat og hlógum mikið,
enda Skemmtifélagið sem stóð fyrir gleðinni.

Laugardagurinn leið hjá með vinnu og húsverkum,
en í dag sunnudag er sko búið að vera gaman hjá mér,
fór í góðan göngutúr með herra Tinna
og svo.......
fór ég í athvarfið mitt í Hruna,
Jóhanna vinkona kom og saumuðum við í kapp hver við aðra,
semsagt dásamlegur dagur,
nú er kl. 21.30
og herrarnir í Mánaborg allir farnir í rúmið!
Já það er heragi á þeim öllum þremur,
reyndar fer bróðir-Súpermann sjálfviljugur snemma í bólið,
en hinir tveir eru stundum svolítið baldnir.

Hef þetta ekki lengra í kvöld, 
eiginlega farin að geyspa sjálf.
Hafið það sem allra allra best og njótið þess að vera til.

K.kv.Anna í góðum gír.

18.01.2013 08:23

Ert þú í saumaklúbb?


Já, ert þú í saumaklúbb?
Ég veit ekki hvort það sé bara ég
en stundum finnst mér smá háð í röddu fólks (lesist menn) þegar
saumaklúbbar eru nefndir,
ég er í saumaklúbb,
nei ég er í saumaklúbbum!

Hraðar hendur minna mas,
það er dásamlegur félagsskapur sem er búin að lifa af
utanlands búsetu og útálandi heimilisföng
baneignir og allskyns skólagöngur og útskriftir,
skírnir og fermingar,
Klúbburinn varð til í kringum brúðkaup góðrar konu fyrir yfir 20.árum
það sem við áttum sameiginlegt var að allar vorum við 
vinkonur brúðarinnar en úr sitthvorri áttinni,
og enn erum við vinkonur og reynum að hittast 
þegar húsmóðirin á leið í borg óttans en það er nú ekki nóg og oft.

Reyðarfjarðar skvísurnar eru kanski ekki með neitt nafn,
en þegar ég flutti á Fáskrúðsfjörð þá dreif
bróðir-Súpermann mig skömmu síðar á saumahelgi
á Breiðdalsvík, taldi mig hafa gott af því að kynnast 
konunum sem flykktust á svona samkomur,
þær sem tóku mig undir sinn vendarvæng voru 
Reyðafjarðar skvísurnar og
við hittumst og saumum eins oft og við komum því við.

Sétteringarnar.
Huggulegar húsmæður,
allar í mörghundruðprósent vinnu 
utan heimilis og innan,
prjóna,heklu,sauma konur,
dúllur,brussur og sveimhugar,
dásamlegur hópur sem hittist helst
einusinni í viku!

Já þá vitið þið það,
saumaklúbbar eru lífsnauðsynlegir
og ætti að vera hægt að fá þá á resepti!

Það er kominn föstudagur, í kvöld tökum við smá forskot á Þorrann,
já í einum klúbbnum en það er 
Skemmtifélagið,
og þar fá herrarnir okkar að vera með.

Eigið dásamlega helgi,
og ef saumaklúbburinn þinn hefur legið í dvala,
lífgaðu hann við!

K.kv. Anna saumaklúbba-systir.

14.01.2013 12:56

Ný vika!


Já elskurnar mínar það er komin ný vika,
úti blæs hressilega úr einhverri átt ísköldum vindi.
Ég og herra Tinni erum búin að fá okkur smá hressingar göngu
en ætlum nú bara að vera inni þangað til herrarnir koma heim.

Helgin sem er rétt liðin var sérlega skemmtileg,
Hjónaball 2012 er afstaðið,
mikið ofsalega var það skemmtilegt,
bróðir-Súpermann var ekki þreyttur í dansfætinum
þegar við komum heim,
hann er mikið meira fyrir að svífa heldur en að dansa.
Ég væri það sjálfsagt líka ef ég ætti svona skikkju!
Heimasætana kom frá Neskaupstað
til þess að hafa kontról á herrunum
það gekk náttúrulega eins og í lygasögu.
Gærdagurinn fór svo bara í leti.

Nú er komin ný vika og mánuðiurinn að verða hálfnaður,
áður en við vitum af verður sólin farin að skína
og þá er hægt að kvarta yfir ryki sem sést,
og ég tala nú ekki um öllum hrukkunum sem myndast þegar 
við pírum augun og grettum okkur á göngu um fjörðin fagra.
En blessunin sú gula ég fagna komu hennar.

Ég þóttist nú í upphafi pári ætla að vera heima í dag,
en smá rúnt á Reyðarfjörð þarf ég að fara,
elsku besta saumavélin mín var í smá dekri í BÓT.IS
mikið vreð ég fegin að hitta hana aftur!
Og svo er það verkalýðurinn....
fundur hjá trúnaðarmannaráði AFLs
og ekki læt ég mig vanta þar.
Þannig að eins og flesta aðra daga,
það er nóg að gera hjá húsmóðurinni í Mánaborg.

Myndin hér að ofan er bara þarna afþví að hún er 
gjörsamlega laus við allar kaloríur og ég held hreynlega
að múffurnar séu gerðar úr gömlum peysum, 
semsagt líka fyrir þær sem prjóna ekki (lesist ég!).

Eigið yndislegan dag og njótið lífsins.

K.kv.Anna með eplakinnar.

08.01.2013 20:58

Skíði, bretti, snjóþota....

Bróðir-Súpermann náði þessari mynd af mér á sunnudaginn,
var á leiðinni í Oddsskarð með alla fjölskylduna.
Fórum hreinlega á tveimur bílum,
heimasætan og fótbolta-strákurinn á litlu lúsinni
við hin á Oktavíu,
ég var nú samt mest inní bílnum,
var eitthvað svo illa klædd!

Að öllu gamni slepptu,
hvar er hægt að nota svona fatnað?
Hefði hún ekki bara mátt vera í buxum?
Ef þetta hefði verði karmanns-skýðaföt
hefði fiyrirsætan þá verið berleggjuð?

Ég er engin feministi,
sé allgjörlega um mitt heimili og mitt fólk
með bros á vör,
en ég varð bara aðeins að tjá mig
fá smá útblástur
kanski af því að fréttir síðustu daga 
hafa verið óþæginlegar,
ég hef oft spurt sjálfa mig,
afhverju skapar Guð svona fólk,
svarið mitt er
Guð skapar ekki svona fólk,
þetta er einhver bilun,
svona eins og fullt af brauðristum á færibandi
en svo brennir ein þeirra alltaf brauðið,
semsagt GÖLLUÐ!

Það er komið að kvöldhressingu hjá herrunum mínum,
ætla að hætta þessu pári og snúa mér mínu hlutverki í lífinu.
Hafið það sem allra allra best
umvefjið ykkur með kærleika 
BROSIÐ, 
þó stundum sé það í gegnum tárin.

K.kv.Anna á dimmu kvöldi í janúar.

02.01.2013 19:22

Nýtt ár sama konan.Gleðilegt nýtt ár kæru vinir!

Fjölskyldan í Mánaborg vinnur að því hörðum höndum
að falla í gamallt far, 
hversdagsleikinn er að bresta á.
Það hljómar nú kanski ekki vel að við ætlum í gamallt far,
en afhverju að breyta einhverju sem er gott?
Það eru engin áramótaheit á þessu heimili
svo stór að þau beri að nefna,
auðvita er fullt af litlum hlutum sem safnast kanski saman
í eitt stórt verkefni en það er nú bara gaman,
húsmóðirin er allavegana ekkert skemmtileg ef hún er verkefnalaus!
Fótbolta-strákurinn er eyrðalaus
finnst fríið frá boltanum of langt og sparkvöllurinn illa fær,
tölvu-lúsinn er sáttur við það að vera í fríi,
hann hafði áhyggjur af því fyrstu dagana að hann væri að breitast í letidýr
en ég sannfærði hann um það að allir svæfu að minnstakosti til 08.30 í jólafríi.
Herra Tinni lifir góðu lífi,
fær endalaust klapp og fullt af veisluafgöngum (en bara í hófi).
Þannig að héðan er allt gott að frétta,
árið leggst vel í okkur og við erum ákveðin í því
að eins mikið og það er í okkar höndum þá ætlum við að 
eiga gott ár.

Held að þetta verði pár dagsins, þvottavél nr. ja ég veit ekki hvað,
var að klára og ég ætla að kippa spariskyrtu bóndans uppá herðatré,
svo hún verði klár fyrir hjónaball!
Það er nóg framundan!
Hafið það sem allra allra best og njótið augnabliksins.

K.kv.Anna og fjölskylda.

  • 1
Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1365
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:26:08

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar