"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2013 Febrúar

25.02.2013 18:09

Ný vika nýar myndir!


Konudagurinn var vel nýttur,
saumaði tvo púða,
ekki fá sjokk
ég keypti útsauminn !
Nýtt albúm með afrakstir febrúar,
Loðanan fékk athyglina sem ég átti að fá
á konudaginn,
en ég fyrirgef henni það,
á föstudaginn er ferðinni heitið til....
AKUREYRAR!
Aftur já og þá kaupi ég mér örugglega litla sæta
konudagsgjöf!
Eigið dásamlega viku, veit ekki hversu öflug ég verð 
fyrir framan tölvuna.

Þökkum fyrir að þessir torfbæir eru ekki okkar vistaverur.

K.kv.Anna í púðagír.

19.02.2013 12:59

Týrs-dagur


Múmínsnáðanum langaði svo að kíkja aðeins á ykkur...
Það er fallegur dagur í firðinum fagra,
á morgun er ferðinni heitið til Akureyrar
íþróttameyðslin verða mynduð
og svo kemst ég kanski í eina verzlun eða tvær.
Bróði-Súpermann ætlar að keyra höltu-Lottu
lætur alla Loðnu lönd og leið og eyðir heilum degi með 
konunni sinni
ég hlakka nú bara pínu til.
Annars er allt með eðlilegheitum hérna hjá okkur,
heimasætan situr sem fastast á bleika skýinu,
fótbolta-strálkinn dreymir um nýja skó sem kosta meira en góðu hófi gegnir,
tölvu-lúsinn veltir fyrir sér himinhvolfinu og
hvort eitthvað sé að marka þessa kalla sem segja
að það séu mörg hundruð ár í næsta loftstein.

Þangað til ég gef mér tíma næst sem ég vona að 
verði á Þórsdag (hí,hí fimmtudaginn)
hafið það sem allra allra best og njótið þess að
það eru mörghundruð ár í næsta loftstein.

K.kv.Anna á annari.

16.02.2013 10:56

Laugar-dagur.


Nafnið á deginum er svo fallegt,
Laugar-dagur,
ég lauga mig nú reyndar á hverjum degi
en á laugardögum væri nú huggulegt
að hafa það eins og á myndinni hér að ofan.

Ég er nú hálfpartinn búin að vanrækja ykkur og bloggið,
en ég er búin að sauma slatta og svo var vetrarfrí hjá herrunum,
já og ég tala nú ekki um Öskudaginn
þá breyttist fótbolta-strákurinn í Kýr
en tölvu-lúsin var Nörd
set inn myndir fljótlega.

Annars er allt gott að frétta úr firðinum fagra,
bróðir-Súpermann fer í vinnuna
svona um það leiti sem fólk skilar sér heim af
skemmtunum og skralli,
ekki það að það sé mikið um svoleiðis fagnað 
hérna hjá okkur,
nei við látum okkur nægja Hjónaball í janúar og svo kanski
smá gleði í kringum Franska daga,
er það ekki passlegt?

Í dag ætla ég að reyna að komast í athvarfið mitt,
ég er eins og sólar-rafhlaða
í Sahara þegar ég er þar
fyllist af orku og innri ró,
ég er nú yfirleitt róleg inní mér
og full af orku en í athvarfi Önnu frænku
líður mér einstaklega vel.

Ég vona að þið eigið dásamlega helgi,
njótið augnabliksins það kemur aldrei aftur.

K.kv.Anna ný lauguð. 

08.02.2013 17:54

Föstudagur!


Það er kominn föstudagur,
heimasætan er að vinna um helgina 
svo hún kemur ekkert heim,annars erum við nú ekki lengur
efst á vinsældarlistanum,
verðum að venjast því.

Systur heimasætunar eru í heimsókn,
ætla að gista og allt,
sú yngri er búin að dunda sér í allan dag,
það er fátt sem gleður mitt barnslega hjarta meira
en að hlusta á þessa litlu vinkonu mín að leik,
hún kann sko að vera í þykjustu leik.

Á meðan tölvu-lúsin klárar tímann sinn í tölvunni,
tvö eru á fótboltaæfingu
og eiginmaðurinn í vinnu,
þá nýt ég þess að kíkja í tölvuna MÍNA,
skoða falleg blogg,
líta aðeins inná fésbókina og
fletta blöðunum,
ég flitti þeim nú ekki allveg en
það er gaman að geta gluggað í norsku blöðin,
ekki má nú gleyma því að á meðan á þessum
huggulegheitum stendur þá hlusta ég á 
Létt-Bylgjuna!
Gerist ekki betra svona á föstudegi,
á morgun baka ég kanski nokkrar bollur,
hver veit.

Þangað til næst góða helgi og njótið lífsins,

K.kv.Anna í huggulegheitum.

07.02.2013 20:51

Nesquik


Ástæðan fyrir myndinni hér að ofan er spurning morgunsins:
Tölvu-lúsin: Afhverju heitir Nesquikstaður Nesquikstaður?
Húsmóðirin: ha, Nesquikstaður?
Tölvu-lúsin: Já!
Húsmóðirin: ég veit bara ekki hvað þú ert að tala um (kl.07.20)
Tölvu-lúsin: jú þar sem elstukrakkarnir eru að fara í dag með rútu.
Haaaaaaa,ha,ha,ha,ha,,,,,,,
Þú meinar Neskaupstaður!
Tölvu-lúsin: já, eða það!

Fótbolta-strákurinn var semsagt í Neskaupstað í dag með skólanum
það var íþróttadagur og hann kom heim um 15.30
í fyrsta skipti síðan í júní 2011 skrópað hann á fótboltaæfingu kl 16.00
hann var allveg búinn eftir daginn og er nú farinn í bólið 
allveg án þess að nöldra og klukkan ekki nema 21.30.

Ég náði nokkrum góðum tímum í athvarfinu mínu,
var að sortera fjasjóði sem mér áskotnuðust,
fátt skemmtilegra.
Á morgun ætla svo systur heimasætunar að koma til okkar
og vera fram eftir degi á laugardag, 
bróðir-Súpermann búinn að panta að fara og sækja á leikskólann
veit ekki hvort er spenntara hann eða minsta systirin.

Hafið það gott og njótið þess að vera til,
hér er Nesquik blandað útí mjólk ef mikið stendur til,
annars veljum við nú frekar að bræða eina Konsum í potti
og skella 1.blárri útí
semsagt heitt súkkulaði!

K.kv.Anna á fimmtudagskvöldi

04.02.2013 21:16

Ótitlað


Ég nýt þess þegar það er komið kvöld,
ró yfir öllu og ég er ein á fótum,
hljómar reyndar eins og heimilisfólkið mitt sé 
sérlega leiðinlegt, en það er langt því frá!
Ég þarf bara mína gæðastund,
helst á hverjum degi,
í dag vaknaði ég með skykkju bróðir-Súpermanns
vafða um hálsinn!
Já ég flaug fram úr rúminnu og stoppaði ekki 
fyrrr en mörgum klukkutímum síðar,
við erum að tala um að húsmóðirinn var 
á fullu frá 08.00 til 16.00.
Aumingja þvottavélin það var sko vinnudagur hjá henni,
hér var þvegin þvottur,
þrifið og skipt á rúmum,
þið megið ekki halda að úti sé eðal þurrkur
nei ég get ef ég er heppin farið út á snúrur um páska,
já eða eru þeir ekki svo snemma í ár,
Hvítasunnan er fínt markmið.
Tölvu-lúsinn átti orkumikinn dag en orkan hans beindist 
í vitlausar áttir og hann fékk það verkefni að byggja LEGÓ
og hugsa jákvætt,
Fótbolta-strákurinn er á bekkjarkvöldi,
vona að greiðslan hafi haldist úti er eiginlega
ömulegt veður en hann fékk far eins og þeir kalla það bræður,
þeir biðja ekki um að láta keyra sér heldur segja:
má ég fá far?
Heimasætan svífur um á bleiku skýi þessa dagana
og ætla hún að svífa framhjá Mánaborg á morgun
og leifa okkur að líta á þann sem bjó til skýið!
Hí,hí, hún er nú að verða 18.!

En allavegana þá á ég gæðastund
sit við fallegu hvítu fartölvuna mína sem maðurinn minn
valdi svo smekklega handa mér í jólagjöf,
með smá Egils-Kristal í fallegu glasi 
og kerti á borðinu,
Það er gæðastund fyrir mig.

Á morgun er þorrablót í skólanum,
búin að kaupa harðfisk og drykkjarföng,
en engar fá þeir lopapeysurnar,
þær stinga líka svo mikið.

Eigði góða viku,
ég ætla að taka því rólega
er með bilað hné eftir biltur vetrarins
doktorinn er hræddur um að þetta séu 
típísk handboltameiðsl 
SLITIÐ krossband!

K.kv.Anna ein við eldhúsborði.
  • 1
Flettingar í dag: 77
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1320
Samtals gestir: 290
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 20:15:26

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar