"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2013 Mars

29.03.2013 11:11

42.ár!


Já ég á afmæli í dag!

Bróðir-Súpermann liggur í rúminu með flensu,
Heimasætan er ekki hérna,
fótbolta-strákurinn farinn í Oddsskarð.
ég verð að treysta því að tölvu-lúsin haldi mér með selskap.

Dagurinn er dásamlega fallegur og ég ætla að 
skella í köku seinna í dag,
herra Tinni fer örugglega í 
afmælisgöngutúr með mér,
ég get alltaf treyst á hann.

K.kv. Anna afmælisstelpa.

25.03.2013 21:34

Lengi býr að fyrstu gerð..


Páskar,
páskaegg,
málshættir.

Já þannig hefur það alltaf verið,
en nú er verið að breyta til,
afhverju,
á ég að gefa ykkur dæmi...

Hringdu í afa þinn hvað þetta er gott súkkulaði!

Já þetta er það nýjasta og mér líkar það ekki,
ég er ekkert fyrir breytingar,
en það hef ég nú sagt ykkur áður.

Þegar ég var að alast upp þá var 
spennandi hvaða málshátt hver fékk,
hver var merkingin?
Og passaði málshátturinn við viðtakandann?

Einn málshátt man ég sérstaklega vel,
kanski var ég 10-12 ára og systur minni
fannst þessi málsháttur hræðilegur
en ég var svo ánægð með hann:

Þokka prýðir þrifin hönd.

Er hann ekki flottur, það finnst mér.

Að lokum er spurning kvöldsins frá tölvu-lúsinni:
eru tilfinniingar ást?
Já það eru sko engar Útsvars spurningar á þessum bæ.

Hver er uppáhalds málshátturinn þinn?
Mér þætti gaman að vilta það :-)

K.kv.Anna með þryfna hönd.

20.03.2013 15:29

37.ár!


Það eru 37.ár í dag síðan ég eignaðist lítinn bróður,
elsku besti einasti bróðir minn á afmæli í dag!

Tölvu-lúsin er búinn að vera lasinn,
það fer honum ekki vel,
en gullkornin stoppa ekki þrátt fyrir beinverki og gubb:
Varst þú góður í kvennamálum þegar þú varst ungur
spurði tölvu-lúsin húsbóndann eitt kvöldið,
tjaaaa, nei svaraði bróðir-Súpermann,
þú náðir nú samt í bestu konuna
svaraði lúsin og brosti.
Ég er eins og bráðið smér eina ferðina enn
og læt ekki gubb og anvökunætur spilla því.

Fótbolta-strákurinn svífur um á gulum takkaskóm,
ný búinn að ljúka við svo flott verkefni með bekkjarfélögunum
um skaðsemi reykinga og tóbaks notkunar,
Ari Eldjárn uppistandari setti svo punktinn yfir i-ð
og var með þeim á aðal kvöldinu.

Heimasætan lætur vita af sér og sínum
með smáskilaboðum (sms) áður en þau
veita okkur þá ánægju að koma í heimsókn,
fylgir þessum skilaboðum yfirleitt einhver ósk
um kvöldmat eða eins og í gær
eitthvað gott með miðdegiskaffinu,
auðvita stekkur stjúpan til.

Bróðir-Súpermann er slakur sem Loðnu hængur,
já eða eru þeir það ekki núna?
Nóg að gera í vinnuni en sem betur fer ekki eins 
mikið og um daginn.

Ég sjálf húsmóðirin er búin að fara í orlof með 
dásamlegum konum til Akureyrar,
hló svo mikið að ég er með harðsperrur í andlitinu.
Verslaði ekki mikið en hafði það svooooo
HUGGULEGT!
Nú hlakka ég til páskana,
vona að það verði flott veður svo Oddskarð
verði okkar staður í fríinu.
En ég á nú eftir að setja inn nokkur orð
áður en súkkulaðihátíðin mikla gengur í garð.

Hafið það dásamlega ljúft og brosið framan í sólina.

K.kv.Anna 37.áru síðar.

12.03.2013 08:57

Þriðjudagur.


Þetta er nýjasti múmí-bollinn
mig langar svooooo í hann!

Mars er minn mánuður,
þá get ég óskað mér
því rétt áður en mars er á enda 
þá á ég afmæli,
mig vanhagar ekki um neitt,
en hef svo gaman fallegum hlutum.

Ég er á leiðinni í athvarfið mitt,
bara smá dúllerí framundan,
svo á föstudaginn leggst ég í flakk,
smá lúxus-ferð
með frábærum konum
Slysavarnarskvísur ætla að gera sér glaðan dag
já eða glaða helgi,
stefnan er sett á Akureyri
KEA
Hof
Eymundsson
Sirka
Bakgarðurinn
fröken Blómfríður
og margt margt fleira
ég hlakka svo til!

Gerið ykkur glaðan dag, njótið lífsins og verið þakklát.

K.kv.Anna flökkukind.


07.03.2013 14:11

ekkert nema vaninn


Það snýst allt í kringum fröken Loðnu þessa dagana,
bróðir-Súpermann vinnur á nóttinni og er svo heima framyfir hádegi,
og þá sést best hvað ég er ferköntuð...
hann riðlar öllu hjá mér!
Í gær tildæmis skreið ég uppí aftur
þegar ég var búin að koma strákonum í skólann
skreið svo bara fram í sófa með húsbóndanum
og við leigðum okkur mynd á Vódinu!
Um hábjartan dag,
það var reyndar leiðinda veður en samt.

Í morgun stefndi þetta allt í sömu átt,
ég skreið aftur uppí og fór ekki á fætur fyrr en
það var ískyggilega stutt í það að tölvu-lúsin 
kæmi heim í hádegismat (11:30) 
en ég reif mig á lappir og útbjó smá hádegismat
fór svo á Reyðarfjörð og hitti Hnikkjarann minn
hann teygði mig og togaði,
þegar ég kom svo heim þá var þessi elska búinn
að hreinsa flugbrautina (lesist bílastæði)
þannig að ég gat bakkað Oktavíu fagmannlega 
inní stæðið og tiplað út.

Nú eru tölvu-lúsin og bróðir-Súpermann í
Fifa-tölvuleik og það er nú yfirleitt ekki í boði
fyrr en eftir að búið er að ljúka við heimanám
og fá sér eitthvað í svanginn,
en svona er þetta,
það riðlast allt inní kassanum mínum
svona á hábörtum degin í miðri viku
þegar húsbóndinn er heima.

Eins gott að þessi Loðan er ekki lengi hjá okkur í einu.

Þangað til næst ætla ég að dáðast að því
að ég er rúnuð á hornunum og rækta teigjanleikann inní mér,
ef þið eruð af ferköntuðu sortinni,
endilega prófið að breita,
þó ekki væri nema í smá stund, 
fyrir mig!

K.kv.Anna ávala.

04.03.2013 17:51

Mars


Suma daga gæti ég hugsað að hafa þetta svona,
en oftast næstum alltaf er ég ánægð með lífið og fjörið
sem einkennir heimilið,
held mér myndi leiðast fljótt ef allt væri í rólegheitum.

Fröken Loðna litar heimilislífið þessa daganna,
bróðir-Súpermann sést lítið heima,
fótbolta-strákurinn er alltaf á æfingum
um næstu helgi er stefnan sett á Akureyri 
fyrsta fótboltamót ársins, húrra!

Tölvu-lúsin spáir í framtíðinni og nýjasta hugdettan
var hversu margar konur hann gæti eignast 
ef hann yrði alltaf 20.ára, 
hann gæti ekki átt gamla konu og hann sjálfur verið ungur.
Ég benti honum á það að það væri ekkert
sport að vera alltaf að skipta um konu
hann var ekki sannfærður.

Heimasætan kíkti í augnablik á okkur í gær,
                                                  tengdasonurinn kom með,                                           
hann passar svo vel við fjölskylduna
og sófasettið! (ha,ha,ha!)

Herra Tinni er ný klipptur
svo sætur og léttur á fæti,

Húsmóðirin keypti sér tvenna nýja skó á Akureyri
það er eins gott að það er nóg framundan í skemmtanalífinu.
Annars gengur dagurinn sinn vana gang,
þvo þvott, þvo þvott, þvo þvott og
þvo þvott.

Þangað til ég gef mér tíma til þess að pára næst,
farið vel með ykkur elskurnar mínar
og munið að vera þakklát og glöð.

K.kv.Anna í nýjum skóm.  • 1
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1296
Samtals gestir: 289
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 19:54:13

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar