"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2013 Apríl

26.04.2013 11:26

Föstudagur


Það eru nýjar myndiur í albúmi merkt apríl 2013!
það er búið að vera svo mikið að gera,
dagarnir fljúga hjá og bloggið situr á hakanum,
ekki halda að ég hugsi ekki til ykkar,
ójú ég geri það .

Hef þetta bara örstutt í dag, 
og pára svo niður eitthvað gáfulegt um helgina,
eigið dásamlegan föstudag
og takk fyrir að fylgjast með lífinu mínu.

K.kv.Anna á öðruhundraðinu.

16.04.2013 08:49

þriðjudagur


Hann er ósköp kuldalegur þessi litli fugl,
fann nú myndina bara á veraldarvefnum,
fannst hún svo sæt að ég ákvað að deila
henni með ykkur.

Ég bíð og smyr mig með þolinmæði
vonandi fer vorið að láta sjá sig,
það er frekar napurt úti en þurrt,
allavegana í augnablikinu.

En ef vorið kemur ekki í apríl 
þá fer ég og næ í sumarið,
við ætlum að viðra vegabréfin okkar
og skoða ókunnar slóðir,
Slóvenía er staðurinn, spennandi.

En flýg ég þá ekki í öfuga átt,
já sko miða við farfuglana?
Þeir fyrirgefa mér það,
ég verð voða stutt í burtu.
En þetta gerist nú ekki fyrr en 1.mai,
og þá verður komið vor
hérna hjá okkur ég trúi ekki öðru.

Annars er svo merkilegt hvað veðrið
hefur alltaf mikil áhrif á okkur,
ég lifi eftir spekinni:
Það finnst ekki slæmt veður bara vitlaus klæðnaður,
en alltaf spyr maður þann sem
er hinumegi á símalínunni
svo framalega sem kílómetrarnir eru fleiri en þrír
á milli viðmælandans og mín,
Hvernig er veðrið hjá þér?
Sem sönn Pollý-Anna 
þá finnst mér við svo heppin að hafa veður,
ósköp hlítur að vera leiðinlegt 
að vera með sama veðrið
dag eftir dag
viku eftir viku
mánuð eftir mánuð
nei smá spennu þurfum við í þetta líf
og er þá ekki gott að 
láta veðrið sjá um spennuna.

Eigið dásamlegan dag hvort sem þið
eruð í stuttbuxum eða vaðstigvélum
og ekki gleyma að vera þakklát
fyrir daginn í dag.

K.kv.Anna suð-austan fjóri þoka í grend!

15.04.2013 19:48

mánudagur


Hvað er betra en að sauma......
nú bíða 6.berrassaðar kanínur eftir því að komast í föt,
þessir púðar eru farnir á nýjar slóðir,
já eða nýjar gamlar,
útsauminn sendi eigandinn mér
og ég bjó svo til púðana utanum saumaskapinn.

Annars er allt gott að frétta úr Mánaborg
 ég var á TTT móti á Eyðum og tölvu-lúsinn var með,
fótbolta-strákurinn var á Alcoa móti á Reyðarfirði
bróðir-Súpermann að vinna 
og heimasætan á Norðfirði.
Semsagt allt með eðlilegheitum.

Úti er blautt og hálf kalt,
fátt sem minnir á vor,
enda hvaða óþolinmæði er þetta
það er apríl,
hér hefur snjóað áður 
bæði í maí og júní skilst mér!

Nú ætla ég að skreppa niður í athvarf
ná í smá útsaumsgarn og bródera 
eins og einn bókstaf í flatsaum,
þíðir ekkert að sytja hér 
með hendurnar í svuntuvösunum.

Eigið dásamlegt kvöld,
njótið þess að vera til
og munið að brosa.

K.kv.Anna á mánudagskvöldi.


08.04.2013 08:55

Gæludýr.


Já það er fjölbreytileiki í dýrahaldinu í Mánaborg,
þegar komið er inn í forstofuna þá tekur herra Tinni 
nú nánast alltaf á móti manni en svo er það hindranahlaupið,
ef ekki væri fyrir minn alkunna fimleika og æfingu
í að falla á réttann hátt þá væri ég margsinnis
búin að stór slasa mig þegar ég reyni að komast inn 
heima hjá mér!
Já vegna þess að í Mánaborg búa MARGFÆTLUR,
þær nota svo mörg pör af skóm
sem er náttúrulega fullkomlega skyljanlegt
en að geta ekki raðað þeim það er ekki eins skyljanlegt,
sjáið þetta fyrir ykkur þegar ég húsmóðirin kem heim
sem oftast með fullt fangið af burðapokum úr matvörubúðinni,
en áður en ég kemst inní eldhús þá þarf ég að 
klofa yfir:
Fótbolta-skó,
hlaupa-skó.
Convers-skó
göngu-skó
gúmí-skó 
tréklossa
og 
vaðstigvél,
mikið vildli ég að þessar margfætlur
væru þá bara á tásonum 
og ég kæmist slysalaust inn heima hjá mér,

Svo eru það náttuglurnar:
Þetta eru skrítnir fuglar,
þó sólin skíni og vindurinn liggi kyrr
þá er allveg óhugsandi að fara út fyrr en 
myrkrið skellur á.
Uglurnar sparka fótbolta af mikilli lyst
helst eftir klukkann 21.00 á kvöldin,
og að lokka þær inn í háttinn er eins og að 
koma systrum Öskubusku af dansleik,
þegar sólin hækkar svo á lofti að nýju
þá eru nátt-Uglurnar mínar þreyttar
á mánudagsmorgni telja þær dagana fram að næstu helgi.

Já þetta er nú stundum eins og hálfgerður dýragarður,
en þar sem ég er mikill dýravinur og öllum 
dýrunum í Mánaborg semur vel
þá get ég ekki úthíst margfætlunum og nátt-uglunum,
þau hafa sinn sjarma.

K.kv.Anna í dýragarðinum.
  • 1
Flettingar í dag: 159
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1402
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:47:37

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar