"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2013 Maí

30.05.2013 09:01

Díbbad nebb en það lagast!


Ég er með svo díbbad nebb 
hlustaverk,
                            klæjar í hálsin og það rennur úr augunum                      mér líður eins og ég hafi borðað plötu-lopa!
En hvaða væl,
læt mig dreyma um fótabað á pallinum.
Fallega klossa,
naglalakk á tásurnar
og BoBedre

og ég tala nú ekki um orkumikinn sumardrykk,
Á meðan ég síg uppí nefið og sting tásunum í ullasokka,
læt ég mig dreyma um dásamlegar stundir á pallinum,
með suðandi flugum í FJARSKA,
hlæjandi börnum
og bróðir-Súpermann
sem situr sjaldann á pallinum
er meiri svona dúer,
þarf alltaf að vera að gera eitthvað,
ég er nú kanski svolítið svona líka
en mér finnst td. það að skoða BoBedre
bara allveg nauðsynlegt,
að fylla hugan af fallegum myndum
úr glansblaði sem kostar
svo miklu meira en góðu hófi gegnir
það er mitt hlutverk.
Húsbóndinn sér svo um að framkvæma 
óskir mínar eftir innblástur frá Skandinavíu.

Eigið dásamlegan dag og góða Sjómannadagshelgi.
K.kv.Anna með kvef.


21.05.2013 20:45

Uppfinningar!

Hvernig eru hlutir fundnir upp?
Hver fann upp saumavélina?
Var það karlmaður sem hugsaði hlýtt til konu sinnar
sem sat langt fram á nætur við handsaum og viðgerðir?
Merkilegt þetta með undirtvinnan,
uppfinningar eru bara svo magnaðar,
sjáið þið ekki fyrir ykkur mann með gleraugun á nefbroddinum
að spá í þræðingu á apparati sem seinna fékk svo 
straum og þar á eftir innbyggt vinnuljós.

Í skólanum hef ég verið með saumavélina mína með mér
og hafa stelpurnar verið yfir sig hrifnar af tækinu,
ein róleg og prúð hvíslaði yfir öxlina á mér í síðasta tíma:
Anna er þetta besta vinkona þín?
Ég held það hreynlega,
það verða 8.ár í haust síðan við kynntumst
ég og Janome 
vinátta okkar er komin til að vera.

Ég var búin að segja ykkur frá því þegar ég fékk vélina,
bróðir-Súpermann pantaði hana allveg sjálfur
og svo beið hún mín einn fagran október dag.
Ég er ekki mikið fyrir breytingar en.....
þessi nýja lítur nú ljómandi vel út,
ég ætla ekki að svíkja vinkonu mína 
eða skipta henni út,
var bara að ráfa á netinu og sá þessa..


Fæ húsbóndann til þess að setja inn myndir fyrir mig á morgun,
búin að sauma slatta síðan síðast.
Hafið það nú gott,
ekki efast um að sumarið sé komið,
það er bara ennþá að hita sig upp eftir veturinn.

K.kv.Anna og Janome

16.05.2013 12:12

heima er best!


Í dag er ég búin að kenna handavinnu,
það er svo gefandi
gaman 
já bara frábært,
eitt að því sem er svo skemmtilegt
er að þessir flottu krakkar
voru einu sinni leikskóla krakkarnir mínir,
og núna eru þau orðnir hálfgerðir unglingar.
Merkilegt ég sem hef ekkert elst.

Í kvöld ætlum við að hafa smá Júróvisíon partý
 best að koma sér í búð og kaupa snakk og ídýfu,
hef fulla trú á laginu okkar
og það hefur ekkert mína ofurbjartsýni að gera,
lagið er flott og 
ÍSLENSKA ER MÁLIÐ !

Hafið það gott elskurnar mínar og ef þitt hittið vorið 
endilega segið því að það eigi eftir að koma við í firðinum fagra.

K.kv.Anna textílkennari

15.05.2013 00:21

15.mai!


Fyrir nákvæmlega 8.árum þá settist ég
uppí flugvél og stefnan var tekin á Egilstaði,
kærastinn minn átti afmæli,
40.ára!
Meðferðis var glæsileg afmælisterta
frá einu af fínni bakaríum borgarinnar
(lesist Jói Fel)
í afmælisgjöf var ég búin að kaupa
gallabuxur og skó!
Það hefur margt breyst á þessum 8.árum,
nú er afmælisbarnið ekki kærastinn minn
heldur eiginmaður minn,
kakan er ekki flutt á milli landshluta
eins og brothætt posturlín,
nei aðeins betrumbætt Bettý er látin duga,
afmælisgjöfin er sokkapar og DVD (sem mig langaði í ).
Það sem hefur ekki breist er hversu
unglegur og skemmtilegur
afmælisdrengurinn er,
og að ég er jafn skotin í honum í dag og ég var fyrir 8.árum.
Bróðir-Súpermann eldist vel,
það eru súper genin
og ofur krafturinn.
Í tilefni af afmælinu ætlum við hjónin
að skreppa til Akureyrar
bara tvö!
Heimasætan sér um gaurana
og herra Tinni fær að fara með í bíltúr
hann á að fara í sumarklippinguna sína.

Hafið það gott hvort sem það eru örfáar + gráður
hjá ykkur eða fleiri en 10.

K.kv.Anna 15.mai 2013

08.05.2013 08:43

Miðvikudagur.


Ég er stundum eins og gullfiskur,
á mánudagskvöldið var ég sigri hrósandi..
ég var búin að þvo fjallið sem myndaðist
þegar við komum heim úr fríinu,
ég var svo glöð
fannst ég hafa sigrað Hnjúkinn ógurlega.

Í morgun var mér svo kippt inní raunveruleikann,
fjallið var komið AFTUR!

Ég kýs að vera svolítill gullfiskur
og gleðjast yfir unnu verki,
ef ég velti því fyrir mér í dag
að á morgun kemur nýr hóll
já eða fjall
á þvottahúsgólfið mitt
þá myndi ég gefast upp!

Þetta er svipað með að búa um rúmið
afhverju þarf ég að búa um rúmið
ég þarf að leggjast uppí það aftur í kvöld,
lauslega þýddur málsháttur sem ég heyrði einusinni:
Dagurinn þinn verður eins og þú skilur við rúmið þitt!

Ég vona að dagurinn ykkar verði góður
fjallið í þvottahúsinu sé ekki óyfirstíganlegt
og að rúmið sé um búið,
þangað til næst
dúddílú!

K.kv.Anna fjallgöngugarpur og gullfiskur.


02.05.2013 19:48

Ljublijana


Að fara tvö í frí,
það er nauðsynlegt.
Nú erum við hjónin í Ljubljiana
við erum í stórum hóp af flottu fólki,
en við erum samt bara við tvö.

Erum búin að rölta um miðborgina
leggja okkur
rölta aftur út
skoða mannlífið
hlæja
og njóta þess að vera saman.

Heima í Mánaborg ræður heimasætan ríkjum
tölvu-lúsin er hjá mömmu heimasætunar,
hvað er betra en að vita að allt er með felldu
og geta verið rólegur og dinglað sér
og hreynlega gleymt því pínulitla stund
að við erum meira en kærustupar
heldur harð gift með 3.unglinga og hund,
það er nefnilega ekki alltaf auðvelt að greyna
á milli hvert þeirra er mesti unglingurinn
og hvert er ennþá bara barn,
þau eru náttúrulega öll bara börn
börnin okkar 
en börn með mis mikið hormónaflæði
eftir því hver dagurinn er
það er lýsingin á þeim öllum
og herra Tinni er með í hópnum!

Í dag röltum við með leiðsögn um bæinn,
á morgun er hálfdags ferð sem mér skilst
að engin megi missa af 
svo við förum náttúrulega í hana,
en þar fyrir utan þá er búið að lofa að 
kíkja í H&M
heimasætan búin að senda mér óskalista
sem var reyndar voða hóflegur,
fótbolta-stráknum langar líka í föt
en tölvu-lúsin 
hann langar í.....
tölvuleik!
Eitthvað verður það fyrir þau öll,
húsmóðirin sjálf er sú eina sem er búin að fá eitthvað,
allveg rosalega smart hliðartösku
og seðlaveski í stíl
síðbúin afmælisgjöf frá húsbóndanum,
sem ég valdi reyndar sjálf og bauð honum að borga!

Það er svo mikið að fallegum trjám hérna,
vildi að ég gæti tekið nokkur með mér heim,
biggingarnar eru stórkostlegar
en ég horfi jafn mikið á gróðurinn.
Held að ég hætti þessu pári núna,
finnst ég bara svo tæknileg að geta bloggað
með mynd og öllu einhverstaðar í útlöndum,
hafið það sem allra allra best 
og takið nú við +gráðunum sem ég var að senda ykkur!

K.kv.Anna í Sloveníu.

  • 1
Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1365
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:26:08

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar