"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2013 Júlí

29.07.2013 17:46

svolítið þreytt en voða sátt.


Gestirnir farnir að elta þá gulu,
síaðsta vika búin að vera svo góð,
lúin kon a með fullt af nýjum myndum
í myndaalbúmi merkt júlí 2013
blogga meira á morgun.

K.kv.Anna pínu sprungin á limminu :-)

21.07.2013 21:40

Gagn og gaman


Munið þið eftir lestrabókunum Gagn og gaman?
Ég var svo heppin að fá eina gamla góða BLEIKA
að gjöf um daginn,
ég hef svo gaman af gömlum bókum,
og fyrstu síðuna í Gagn og gaman kann ég utanbókar.

Litla gula hænan var fyrsta lestrar bókin mín,
Adda lærir að synda var líka í uppáhaldi,
ég er eiginlega ennþá á sama stað í bókavalinu,
þess vegna varð ég svooooo glöð að fá Gagn og gaman.

Annars er gestagangur í Mánaborg og undirbúningur 
fyrir Franska daga í fullum gangi,
svo er ég búin að vera í búðakonu starfinu mínu í Birtu.

Og vegna þess alls þá er bloggið vanrækt.
Ekki gefast upp á mér,
ég kem sterk til baka eftir franska daga 
ef ekki fyrr.

Hafið það gott og passið ykkur á sólinni.

K.kv.Anna á fullri ferð.

10.07.2013 23:06

Málverk og vindverk!


Tölvu-lúsinn eldaði kvöldmatinn,
þaðan kemur vindverkurinn,
málverkurinn kemur á morgun,
ég var að mála úti í allan dag
og á ábyggjanlega eftir að finna það á morgun,
ef það verða ekki harðsperrur þá sólbruni.
En ég var semsagt úti að mála langt fram á kvöld
og til þess að einhver matur yrði á heimilinu
fékk tölvu-lúsin að elda,
bakaðar baunir og pylsur
saman á pönnu
svo einfalt en samt hægt að flækja uppskriftina.
Fyrst kom hann út til mín með stæðstu pönnuna,
:á ég að nota þennan pott?
Já notaðu þessa pönnu,
settu smá olíu og steiktu svo pylsurnar.
Næst kom hann út með olíukaröfluna,
:er þetta rétta olían?
Já!
Nú var ég allveg að fara að rífa af mér vinnuhanskana
 og drífa mig inn að elda,
en ég ákvað að bíta á jaxlinn.
Svo kom fótboltastrákurinn í dyrnar,
:Anna á nokkuð að hella vatninu af baununum?
NEI, þetta er sósan!
:ég sagði honum það en hann vill ekki hlusta.
Núna var ég eiginlega kominn úr hönskunum,
en lét vinnugleðina og kappsemina ráða og beið eftir
næstu spurningu.....
en hún kom ekki!
Það endaði með því að ég kallaði inn
til þess að athuga hvort allt væri í lagi,
ó jú allt í þessu fína,
búinn að elda og borða 
og kom svo færandi hendi 
með kristal í glasi og pínu slettu af baunum 
á disk held að pylsubitarnir hafi verið þrír,
:ég get eldað meira en þetta heppnaðist bara svo vel
að það varð eiginlega ekkert eftir handa þér!
Ég er alltaf að minna mig á að þeir verða að 
reyna til þess að læra.
Núna eru þeir farnir uppí rúm,
það er komin ró í Mánaborg 
og húsmóðirin er að hugsa um að skella sér
í steypibað og bera á sig eitthvað kælandi krem.
þangað til næst kúrekabaunir og pylsur
eru allveg dírindismatur (svona einusinni á ári!)
K.kv.Anna Heinz

04.07.2013 12:59

Úlfur,Úlfur!

Allt í plati!

Við lærum það flest öll sem börn að það er ekki fallegt að plata,
spaug,grín og djók 
það er í lagi,
en þá er spurninginn hvort sá sem gantast er við eða um er sama sinnis.
Með tilkomu sms og netsamskipta 
er eins og það hafi gleymst að vera tillitsamur
eða nærgætinn.
Ég sá eitt sinn um mannaráð í fyrirtæki
ungafólkið sem ég reyndi að stjórna og leiðbeina
átti það til eins og við öll að ná sér í einhverja pest
þá var ekki í boði að senda mér sms
nema um bráða barkabólgu væri að ræða.
Það er ólíkt þæginlegra að senda smá skilaboð
og segjast vera lasinn en að segja það upphátt
og ég tala nú ekki um ef samviskan er ekki allveg hreyn.

Erum við að gleyma því sem er kanski mikilvægast af öllu,
að bera virðingu fyrir náunganum.
Afhverju eru börnum ekki kenndar heilræðisvísurnar lengur?
Boðskapurinn í þeim er skýr,
vertu dyggur trúr og tryggur....
Hverjum getum við um kennt ef börnin okkar 
þekkja ekki muninn á allvarlegum meinyrðum
og góðlátlegu gríni.
Stundum finnst mér eins og ég sé 100.ára
það er kynslóðin mín sem er foreldrar 
ungafóksins í dag, 
erum við að klikka á mikilvægust atriðunum?
Heiðarleika og góðvild.
Hvernig líður ungri manneskju sem hefur
borið mann rangri sök,
hvernig er tekið á málum sem þessum?
Skammastu þín og lofaðu að gera þetta aldrei aftur,
það er ódýr lexía.
En ef það er í lagi að "jarða" einhverja "skinku"
á netinu
má maður þá ekki gera það í daglega lífinu.
Ég gæti haft þessa færslu kílómeters langa,
að brjóta á börnum og unglingum á ekki að líðast,
en við verðum líka að passa að ungafólkið
brjóti ekki mannorð einhvers og komist upp með það.

Þetta var útblástur dagsins.
Lofa að hafa hann á léttari nótum næst.
Hafið það sem allra allra best,
og rifjið upp heilræðisvísurnar.

K.kv.Anna með áhyggjur af framtíðinni.
  • 1
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1419
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 22:09:40

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar