"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2013 Ágúst

29.08.2013 20:50

Málverk!


Ég er með málverk!
Búin að nota blíðuna síðustu 3.daga
og mála utandyra,
þetta verður allgjört ör-blogg í dag,
bróðir-Súpermann er með hvítar freknur
og pensillinn er fastur við hendina á honum
mikið hlakkar okkur til þegar þetta verður búið,
erum að skipta um lit á gluggum og
þakskegginu þetta verður Önnu-legt..
HVÍTT !
þangað til næst passið ykkur á veðurspánni
hún lítur ekki vel út.

K.kv.Anna með stirða úlliði og auma öxl.

23.08.2013 21:07

Væntanlegt verkefni...


Það er allveg yndislegt í fríinu okkar,
en ég verð að trúa ykkur fyrir því..
að ég hlakka svo til þess að koma heim,
ég er búin að segja köllunum mínum
að ég ætli að fá mér flatsæng í athvarfið mitt,
á meðan bróðir-Súpermann keypti sér
"dót" í raftækja verslun þá komst ég í 
Pandurohobby.
Það var eins og að kíkja inní himnaríki,
já ég held að þetta hafi verið svipuð tilfinning.
Ég verslaði fullt,
þar á meðal nýjustu bókina hennar Tildu
skautadaman hér að ofan verður saumuð bráðlega,
og fullt af öðrum hugmyndum verða prófaðar,
eiginlega gæti ég bara farið heim á morgun,
en við eigum flug á mánudagsmorguninn
og þangað til skoða ég Tildu vetrar-gleði bókina
fram og til baka aftur og aftur.

Annars fórum við á rosalega flott safn í dag,
HUSQVARNA safnið,
þar gat bróðir-Súpermann skoðað gömul mótorhjól
slátturvélar og keðjusagir,
en ég húsmóðirin sjálf
náði varla andanum yfir öllum gömlu (og nýju) saumavélunum
og svo var fullt af allskyns heimilstækjum
frá fyrri tíð
DÁSAMLEGT!
Já það eru misjafnir hlutir sem gleðja manninn,
á morgun vonast ég til þess að rekast á eins og einn
flóamarkað
við ætlum í bíltúr niðureftir kortinu,
svona í átt að Köpen en ekki alla leið þangað
held ég .
Þangað til næst njótið lífsins og 
ekki vanmeta prjónaskap og aðrar hannyrðir
gleðin við það að skapa er ómetanleg 
og svo sálarbætandi.
K.kv.Anna að komast í saumagírinn.

22.08.2013 18:43

Ég og Alma


Ég hugsa oft til hennar Ölmu,
þó hún hafi búið í öðru landi á öðrum tíma
þá eigum við samt margt sameiginlegt,
sonur hennar var frægur útum allar sveitir
fyrir óþekkt og uppátæki,
ég segi nú ekki að það sé þannig hjá mér
en ég get ekki neitað því að það 
læðist að mér pínu kvíða tilfinning
þegar skólabyrjun nálgast.
Allveg eins og hjá henni Ölmu
mömmu hans Emils
þá finnst mér enginn skilja
tölvu-lúsina eins og ég geri.
Ég ætti kaski að fara að halda dagbók.
Myndin hér að ofan er frá Kattholti
það var ró yfir staðnum þegar ég leit þar við
enda Emil byrjaður í skólanum.
Það fyrsta sem ég ætla að gera þegar ég kem heim
er að horfa á eins og eina mynd um Emil í Kattholti,
ég er viss um að ég fyllist ró og hugrekki
og aðdáun mín á Ölmu mun ekki minka.
Ég kem til baka full af D-vítamíni eftir 
sólríka daga í Svíþjóð,
tilbúin til þess að takast á við verkefni haustsins,
eitt af haustloforðunum mínum 
er að vera dugleg að blogga.
Ég lofa.
Þangað til næst borðið bláber og krækiber,
þau eru svo holl !
K.kv.Anna á slóðum Emils og Ídu í Smálöndum.

09.08.2013 22:42

Haustlegt.


Ég segi það ekki upphátt en ég get trúað ykkur fyrir því
ég held að haustið sé að koma!
Það er búið að rigna svo mikið í dag,
aumingja Tinni á allltaf eftir að læra að nota salernið 
og honum finnst svona veður bara ekkert spennandi.
Fótbolta-strákurinn náði að lokka hann út á bílastæði
þar losaði hann sig við uppsafnaðann vökva á næsta blómapott
og hljóp svo inn.
En við erum búin að fara í notalegan göngutúr í kvöld,
ég og hann Tinni,
það er ekki hægt að hugsa sér betri göngufélaga,
ekki of hraður,
passlega forvitinn
og alltaf jafn ánægður 
þó húsmóðirin fari engar ótroðnar slóðir 
og gönguferðirnar séu allar
hverri annari líkar.
Núna eru þeir laggstir uppí rúm
tölvu-lúsin og fótbolta-strákurinn
bróðir-Súpermann liggur í sófanum
ég er búin að biðja hann að fara í rúmið
en hann er víst að horfa á sjónvarpið!
Með lokuð augun!
Herra Tinni liggur í sófanum í betri stofunni,
uppgefinn eftir gönfutúr og bað,
ég er líka í betri stofunni
með kveikt á kertum og Egils Kristal í glasi
já fallegu glasi, það munar öllu.
Í kvöldhressingu var boðið uppá heitt súkkulaði
og ristað brauð,
ég segi það aftur...
haustið er að koma.
Eigið dásamlega helgi hvar sem þið eruð.

K.kv.Anna á föstudagskvöldi.
  • 1
Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1365
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:26:08

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar