"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2013 Desember

27.12.2013 23:41

Svooooo gamaldags!Jólahátíðin er búin að vera ljúf,
ekki ósvipuð því sem ég ólst upp við,
enda er ég ekkert nema vaninn.

Á aðfangadag fórum við í messu
tókum heilan bekk í kirkjunni okkar!
Það er nú svolítið flott.
Svo var það svínahamborgarahryggur
með öllu sem honum tilheyrir,
fullt af dásamlegurm gjöfum
notalegheit og Nói og Síríus.

Þegar ég var að alast upp þá öfundaði ég vinkonur mínar
og frænkur af því að geta snúið við sólahringnum,
ég var bara þessi kvöldsvæfa típa
fyrir utan það að vera alls enginn bókaormur.
Heimasætan er svolítið eins og ég
og ekki er eiginmaðurinn næturbröltari.
Fótbolta-strákurinn...
hann tekur þetta fyrir okkur öll
og hann er ekki að lesa þykka bók,
nei hann er að spjalla við vini í næstu fjörðum
á SKÆP,
getið þið ekki bara hittst að degi til
spyr fóstur-mamman eins og bjáni!
Við létum þetta aðeins fara í taugarnar á okkur
eitt kvöld,
að hann væri vakandi að spjalla
og kanski að tína saman eitthvað sælgæti í einhverjum
leik í tölvunni.
En svo kom ljósið!
Þetta er nútíminn!
Þegar ég var að alast upp þá röltum við um götur bæjarins,
spiluðum MATTADOR og
húkkuðum okkur far í næsta fjörð,
Þetta er ekkert öðruvísi,
ég hef bara meiri kontról ef eitthvað er,
leifi mér allavegana að trúa því.
Get alltaf tekið netið úr sambandi
þar sem inntakið er í svefniherberginu okkar.
Ég er ekki frá því að andrúmsloftið hafi breist
eftir að ég sá ljósið
og deildi þeirri speki með bróðir-Súpermann
sem ég held að hafi allveg eins og heimasætan
gleymt að vera unglingur.
Tölvu-lúsin þarf sín knús,
fótbolta-strákurinn hann þarf að fá gott að borða og mikinn svefn.
Heimasætan er á föstu svo við erum ekki
efst á lista þar lengur.
Húsmóðirin og bróðir-Súpermann
þau  reyna að stiðja hvert annað
og ekki missa sig bæði í einu,
rifja svo upp þess á milli að það eru
9.ár frá því að líf þeirra lágu saman
og okkur finnst allta eins og það hafi verið í gær
já á milli þess sem okkur finnst við alltaf hafa verið saman.

Eigið góða daga milli hátíðanna
munið að það eru bara Björgunarsveitirnar sem hjálpa
í neyð allir hinir slökkva á símunum sínum þegar þeir fara að sofa.

K.kv.Anna ein á fótum en ekki ein vakandi.

21.12.2013 23:14

Þvermóðskur og bræður hans.


Mikið vona ég að þið kæru trúföstu vinir mínir
hafið haft mikið að gera alla vikuna,
ég sá nefnilega í síðustu færslu að ég ætlaði
að halda áfram strax daginn eftir með pistil.
Fyrirgefið mér.

Myndina hér að ofan tók ég í dag fyrir utan Hruna.
Það er gott að geta látið luktirnar standa á sleðanum
þegar það er blautt,slabb og rignning endalaust.

Það er búið að vera líf og fjör í athvarfinu mínu,
lager Önnu frænku er nánast horfinn
og vörurnar hjá frú Önnu seljast eins og heitar lummur.
Ég er búin að slökkva á saumavélinni og hreynlega
taka hana úr sambandi
var orðin hálf stressuð yfir því hvort stéttarfélag 
saumavéla færi að setja útá vinnutíma Janonme.

Hérna heima í Mánaborg er orðið jólalegt,
það er nú húsmóðirin sjálf sem stendur fyrir skreytingunum
aðrir heimilismeðlimir dáðst að dýrðinni,
þegar þeim er bent á að frúin hafi farið að sofa
4.tímum á eftir öllum öðrum vegna músastiga og 
klifrandi sveina, englahárs og heilagleika.

Þó yngsti herra heimilisins sé eiginlega hættur að trúa
þá er smá von-ósk um að þeir finnist,
blessaðir bræðurnir
synir hennar Grýlu.
Eitt kvöldið þegar tölvu-lúsin var uppiskroppa með spurningar
(gerist nánast aldrei!)
þá fór hann að þylja upp nöfnin á þeim sveinunum,
Anna! heitir ekki einn Þvermóðskur?
Ég: nei það held ég ekki?
Jú, hann er bara eins og systurnar og nennir ekki til byggða.
Þá fékk ég það staðfest,
systur jólasveinana þær nenna bara ekki 
að klofa skafla og klífa fjöll um há vetur,
mikið eru þær skynsamar,
en hann Þvermóðskur hann 
er náttúrulega of þver til þess að fylgja bræðrum sínum til byggða.

Já það er eins og að fá B-12 vítamínsprautu
(hef heyrt að það sé svo hressandi)
að eiga smá spjall við snillinginn sem faðmaði
fóstur mömmu sína eftir fyrstu jólasveina nóttina og sagði:
Takk Stekkjastaur!

Ég lofa engu um næsta blogg,
það pirrar mig að geta ekki breitt leturgerðinni
hvernig á ég að geta skrifað eitthvað gáfulegt með
svona óspennandi bókstöfum
og ég næ ekki einusinni að stækka skriftina.
En ég læt það ekki aftra mér frá því að blása aðeins út 
og vona að það séu einhverjir sem hafi gaman af lestrinum.
Hafið það sem allra allra best elskurnar mínar.

K.kv.Anna í jólagír.
P.s. heimasætan og tengdasonurinn hjálpuðu mér með letrið,
allt annað líf!

15.12.2013 23:52

3.í aðventu.


Það er svo mikið að gera hjá húsmóðurinni,
ekki halda að ég sé farin að þvo af jólasveinunum líka
nei hún Grýla getur séð um það.

Dagarnir fljúga hjá og jólin eru bara hinumegin við hornið,
ég er ekki komin með skrifkrampa vegna jólakorta skrifa
og ekki komin með sykuróþol af smákökubakstri,
en jólin koma samt.
Þetta verður allgjört örblogg í dag, 
kem sterk til baka stax á morgun.

K.kv.Anna á hálumís.

08.12.2013 10:10

Nú er ég klædd og komin á ról...


Það er sunnudagsmorgun,
bróðir-Súpermann er úti að moka snjó.
Heimasætan á kafi í námsbókum.
Tengdasonurinn í tölvuleik.
Fótboltastrákurinn að herða sig uppí að fara á fætur.
Tölvu-lúsin SEFUR!
Það gerist ekki oft að hann sofi lengur en 07.00.
Ég sjálf er á leiðinni í sunnudagaskólann.
Herra Tinnni er áhyggjulaus þar sem hann sefur í sófanum.

Er þetta ekki bara svona lýsing á venjulegum sunnudegi,
hjá óvenjulega samsettri venjulegri fjölskyldu
í dásamlegum firði á bestasta landi í heimi.

Ég hugsa oft um jólaundirbúninginn á 
æskuheimili mínu núna þegar ég 
er í jólastússi hérna heima,
mamma vann allann daginn 
og pabbi var á sjó
ég fæddist með jólaskraut í hárinu,
já eða svona hér um bil,
var nú reyndar hálf sköllótt fram eftir öllu 
en mikið hef ég alltaf haft gaman af jólunum 
og jólaundirbúnignum,
ég hef oft sagt að í desember svaf ég mjög hratt.

Ég man svo vel eftir því einusinni þegar ég fór úr rúminu
að mér fannst um miðja nótt og mamma stóð uppá stól
í eldhúsinu og var að þrífa eldhússkápana að innan,
hún fór niður af stólnum og talaði eitthvað við mig
en hélt á krydd-dollu á meðan og þreyf hana með tuskunni
það var ekki verið að slóra og engu gleymt.

Ég veit ekki hvort ég þvæ kryddin sérstaklega
en hreynt verður um jólin ég lofa því.
Ég vona að aðventan sé ykkur góður tími,
ég horfi á seríurnar á nágrannahúsinu og hugsa
um mín bernsku jól með bros á vör.

Farið vel með ykkur og andið djúpt.

K.kv.Anna jólastelpa.

02.12.2013 09:12

2.desember


Hera Tinni á afmæli í dag,
5.ár síðan hann kom inní í líf okkar.
Í tilefni dagsins geri ég jóla-ís
afmælis-hundurinn fær að smakka
þegar jólin koma.

Eigið dásamlegan dag
umvefjið ykkur með jákvæðni
og kærleika.

K.kv.Anna ísgerðakona.
  • 1
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1419
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 22:09:40

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar