"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2014 Janúar

23.01.2014 18:17

Bráðum helgiÞað er allveg að koma helgi!
Ég hlakka svo til að koma heim,
en ekki halda að það fari illa um mig hérna
nei það er sko gott að vera hér
en ég er svo aum í botninum!
Það tekur á að hjóla,
þegar frúin hefur ekki stundað
þá yðju í mörg mörg ár.
ég er nú samt bara innan dyra
á þrekfáki en draumurinn er að komast út!
Sjáið þið ekki fyrir ykkur
þegar bróðir-Súpermann reiðir mig
heim úr búðinni
ha,ha,ha !
Þá fyrst yrði hann sveittur,
nei hann væri náttúruleg búinn að setja
einhvern mótor á hjólið
það er ekki varið í neitt nema það
gangi fyrir bensíni.
En allavegana þá langar mig í hjól
fallegt dömuhjól en það þarf að vdera með gírum
því brekkurnar í firðinum fagra
eru ekki fyrir einsgíra fáka.
er að hugsa um að finna mér fleiri fínar
myndir af reiðhjólum
ég kem með afraksturinn á síðuna.
Þangað til hafið það gott og látið
ykkur dreyma um reiðhjólatúr í fallegu veðri.

K.kv.Anna með aumann rass.

21.01.2014 18:36

Heppin ég!Dreymir ykkur ekki um dekur......
Ég er í dekri!
4.vikna DEKRI !
Já ég kís að kalla þetta dekur,
ég er stödd í fögrum firði á Austfjörðum,
Norðfirði.
Innlögð á HSA-Neskaupstað í lífsstílsprógrammi,
hér snýst allt um mig!
Já auðvita eru fleiri í hópnum en ég einblíni á mg.
Heima í Mánaborg hjálpast allir að,
ég kíki nú heim um helgar og um miðja vikuna,
já við Oktavía erum á ferðinni.
En hér er ég semsagt og veit ekki hvort
blogg andinn verði uppá marga fiska,
en það kemur í ljós.
Morgunleikfimi,
morgunmatur,
þrekhjól,
vatnsleikfimi,
hádegismatur,
pínu hvíld,
út að ganga,
tækjasalur,
kaffitími,
og
fyrirlestur.
Já þetta er dagsskráin hjá mér
alla virka daga
fram í febrúar.

Nú ætla ég að fá mér vatnssopa
og gera smá handavinnu.
Hafið það gott og verið góð við ykkur sjálf.

K.kv.Anna sem tekur einn dag í einu.

12.01.2014 22:27


Það eru "allir" í ræktinni,
vanda sig við að borða hollt 
og yðrast þess að hafa hleypt
þeim bræðrum Nóa og Síríusi
inná heimilið í desember,
þessu sama fólki dreymir um
sumar og sól og að vera komin
í bikíníform þegar sú gula mætir.

Ég dáist að þessu fólki,
sjálf ákvað ég að ransaka 
þetta með bikiní-formið
og komsat að því 
eð ég er í því!

Eigið dásamlegan dag og munið að 
það væri ekkert gaman ef við værum öll eins.

K.kv.Anna í bikiníformi í janúar.

04.01.2014 00:20

2014Það er komið nýtt ár!
Glelðilegt nýtt ár kæru vinir og takk fyrir lesturinn
á liðnum árum.

Það kemur ekki oft fyrir að mig langi í kvikmyndahús,
það er helst á þessum árstíma,
hefði langað að sjá "FROST" í bíó um jólin.

Það er ekki eins og við séum að drukkna í einhverjum snjó hérna,
það er slabb, slidda, blautt og sleipt.
Við værum miklu meira til í allvöru vetur,
Snjólfur snjóblásari hefur ekki fengið að viðra sig einu sinni!

En þegar við höfum engan snjó að ráði og
ekkert höfum við kvikmyndahúsið
þá er gaman að hafa netið...
Ég og bróðir-Súpermann erum sjálfsagt ekki

eins og fólk er flest,
í dag áttum við gæðastund fyrir kvöldmat,
húsbóndinn var búinn að finna það út að
á NRK norska ríkissjónvarðinu væri að byrja spennandi
heimildaþættir um........
SNJÓMOKSTUR!
Já við sátum hérna saman og horfðum
á Norður-Norska snjómoksturs menn og konur,
venjulegt fólk sem býr eins og við
ekki allveg í allfaraleið.

Bröyt i vei!
heitir þátturinn og er svo skemmtilegur
við bíðum spennt eftir næsta þætti.

Það þarf ekki dýran veitingastað eða kvikmyndahús
til þess að við séum glöð,
nei grillaður kjúlli úr Kaupfélaginu
og þáttur á NRK
og við brosum hringinn.

Hafið það sem allra allra best,
ég mæli með því að þið farið varlega í hálkunni,
skilst að það sé hálf erfitt að komast til læknis
í þessum landshluta,
svo það er best að vera ekkert að detta.

K.kv.Anna snjóplóga aðdáðandi nr.2.

  • 1
Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1365
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:26:08

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar