"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2014 Mars

22.03.2014 11:06

ÓtitlaðÍ gærmorgun fórum við,
ég og besti vinur minn herra Tinni í góðan göngutúr,
göturnar voru auðar og þurrar þó snjór væri í görðum og gilum.
í dag er allt á kafi í snjó,
ég er búin að þeysast um húsið með moppuna,
ganga frá þvotti og taka til,
nú er það gæðastund í betristofunni og smá blogg.
Á eftir ætla ég út með Tinna,
ég er svo heppin að eiga allveg fullt af góðum fötum
og ekki týni ég þeim svarta þar sem allt er hvítt úti.
Hvernig veður er úti er eiginlega hugarástand,
hvað er vont eða gott veður,
þegar vindurinn fer á harða spretti og ekki sést milli húsa
vegna snjóbils þá er talað um vont veður,
en eiginlega er það gott veður,
gott til þess að vera inni.
Á meðan á þessu veður pári mínu stendur
eru starfsmenn sveitafélagsins á fullu að moka snjó,
í daglegu tali köllum við þá "Hreppara" og þeir sem vinna
hérna í Búðakauptúni þeir eru snillingar!
Ég veit ekki um neitt pláss sem er eins vel mokað
og hérna hjá okkur í firðinum fagra,
þannig að núna ætla ég að fara að haska mér út
áður en það snjóar allt á kaf aftur,
það sem er svo gott við að fara svona út
það er að koma inn aftur!
Þetta er nú meira ruglið hjá mér,
ef ég kemst í athvarfið mitt þá fáið þið
vorlegar myndir strax á morgun.
Hafið það sem allra allra best og ef það er gott inniveður
njótið þess þá að vera INNI :-)

K.kv.Anna á leið í skafla göngu.

11.03.2014 22:12

Mars!Þá er kominn mars-mánuður!
Mars er mikill afmælismánuður í minni fjölskyldu,
pabbi, Þórarinn bróðir, Helena mágkona, Jóhanna vinkona mín,
systurdóttir mín, móðurbræður og ekki má nú gleyma
FÓTBOLTA-stráknum!
Enn eru tvær mikilvægar persónur óupptaldar:
Frændi minn Baldur Marinó og ég sjálf!
Ég fékk Baldur Marinó í fertugs afmælisgjöf.

Það eru komnar inn nokkrar nýjar myndir (húrra!)
Athvarfið mitt í Hruna er fullt af fallegum vörum,
ég hef náð að sauma smá síðustu daga
en svo eru náttúrulega þessar dásamlegu vörur sem við stöllurnar
Anna og Anna flytjum inn frá Danmörku eiginlega bara DÁSAMLEGAR.
Það er semsgt hægt að nálgast þær í Hruna
og svo náttúrulega á netinu
fruanna.is
eða á fésbókinni frú Anna.

Annars er það fermingarundirbúningur sem á hug minn
þessa dagana.
Fótbolta-strákurinn að komast í fullorðinna manna tölu.
Mér finnst hann ný búinn að vera 11.ára að veiða á bryggjunni.
Við erum búin að kaupa fermingarfötin og annað er í vinnslu.
Kerti og servéttur,
gestabók og blóm,
matur og kökur,
allt verður þetta til staðar þegar stóri dagurinn rennur upp
þann 17.apríl 2014.

Tölvulúsin er mjög áhugasamur um fermingarundyrbúninginn,
hann ætlar ekki að fermasst uppá faðirvorið sjálfur
og fylgist því vel með í sunnudagaskólanum
og stundar TTT tíu til tólfára starfið hjá kirkjunni.
Já tíminn flígur hjá,
áður en ég veit af verða þeir farnir í burtu í skóla
og húsið verður of stórt fyrir okkur,
en ég get næstum því lofað ykkur að það eru enn 10.ár
í það að allir ungarnir yfirgefi hreyðrið,
þjónustustigið er svo hátt að það borgar sig ekki að flytja.

Nú ætla ég að hætta þessu pári og fara að brjóta saman þvott.
Það var nefnilega svo fínn þurkur í dag,
ég hélt á tímabili að ég næði fjallinu eins og það lagði sig,
en það var áður en 5.meðlimir af sex
fóru í sturtu, pottinn, ræktina og göngutúr,
ég ætla að koma mér upp þurrk-klefa fyrir fólk,
það eru handklæði í heilum fjallgarði
á þvottahúsgólfinu núna.

Farið vel með ykkur elskurnar og takk fyrir lesturinn.

K.kv.Anna önnumkafna.

  • 1
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1419
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 22:09:40

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar