"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2014 Apríl

22.04.2014 22:25

Vor!
Það er komið vor!
Búið að ferma fótbolta-strákinn,
þurfti að ná í tölvu-lúsina á sparkvöllin
löngu eftir leifðan útivistar tíma,
þá er komið vor!

Ég er búin að setja inn fullt af myndum,
frá fermingunni og smá saumaskap,
mamma er ennþá hjá mér,
hún kom sem sérleg aðstoðarkona fyrir fermingu
og sá til þess að allt gekk eins og í sögu,
hún fer á morgun.

Framundan er saumaskapur og gaðvinna,
stelpukvöld og vinkonu dekur,
Þannig að eins og alltaf er nóg að gera hjá húsmóðurinni.

Hafið það dásamlega yndislega gott,
njótið þess að vera til og munið að brosa.

K.kv. Anna í vorhugleiðingum.

04.04.2014 23:22

Apríl 2014Jæja þá er kominn nýr mánuður einu sinni enn!
Í kvöld héldum við uppá 12.ára afmæli tölvulúsarinnar,
20 krakkar í pizzu og ís bara fjör!

Ég fór út með herra Tinna í dag og við gengum í átt að íþróttahúsinu
því yngsti herra heimilisins var akkúrat búinn á fótboltaæfingu,
við röltum svo heim á leið upp Rabbabarabrekkuna,
ég ítrekaði eitthvað á leiðinni við hann að vera á gangstéttinni,
að það mætti ekki vera með kæruleysi þá við byggjum úti á landi.
Þá kom gullkorn dagsins.......
Anna, hvernig heldur þú að það sé að vera gamall maður á bíl
á Blómstandi dögum í Hveragerði og geta bara keyrt á 20 !
Ég veit ekki í hvaða samhengi þetta var,
eða hvernig Blómstrandi dagar komu upp í huga hans,
en svona er tölvulúsin allveg óútreiknanlegur.

Fótboltastrákurinn telur dagana fram að fermingu,
hann er með unglingaveikina að sögn bróður hans,
en við erum nú bara ánægð með hann sem ungling
þó óreyðan í herberginu sé stundum þannig
að vaðstigvél væru staðalbúnaður ef ég ætti að búa þar.

Heimasætan er búin að vera í verkfalli,
hún hefur fengið smá vinnu í LVF
en svo er hún búin að vera ofur samviskusöm að læra.

Tengdasonurinn eldar þegar húsmóðirin þarf frí,
gæti hreynlega vanist því að einhver annar en ég sjálf
sæi um matreiðsluna á heimilinu.

Bróðir-Súpermann er eins og undanfarinn 30.ár í vinnuni
í LVF,
búinn að fara á flakk norður í land með vinnuni
og kíkja á einhverjar ótrúlega flottar vélar og færibönd.
Mér skilst allavegana að þetta sé allt voða spennandi.

Ég sjálf reyni eins og rjúpa við staur að passa matarÆÐIÐ,
búin að kveðja rúm 12.kg síðan í janúar og er ánægð með það,
þó af nógu sé að taka.
Það eru nýjar myndir í albúmi apríl 2014.
tvær af frúnni sjálfri,
smá af afmælisdegi tölvulúsarinnar
og svo pínu saumaskapur.
Hafið það sem allra allra best og munið að vorið er að koma.

K.kv.Anna á föstudagskvöldli.

  • 1
Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1365
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:26:08

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar