"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2014 Maí

20.05.2014 21:00

bakstur og Bingó!Tökum við okkur ekki vel út,
 erum að undirbúa tertu-bingó
það verður í kirkjunni á fimtudagskvöldið,
það er svo gaman þegar vikurnar eru þétt skipaðar.

Mér leiðist aldrei,
um helgina málaði ég forstofuna
bróðir-Súpermann átti afmæli 15.05
svo hann renndi sér í borgina á Oktavíu
fór á tónleika í Hörpu og keypti sér samloku í Hagkaup,
svo renndu þau til baka í fjörðin fagra,
og á meðan málaði ég og gerði fínt.

Fótboltastrákurinn er á fullu í knattspyrnunni,
æfir bæði með 4 og 3 flokk ,
framundan eru mót og úrvalsæfingar,
unglingavinna og að sofa út!
Ótrúlegt hvað unglingar þurfa mikinn svefn,
ég er svo heppin að ég sef svo hratt!

Tölvulúsin er líka brattur,
byrjaður að æfa fótboltann aftur
og búinn að spila á vortónleikum tónlistaskólans,
hann telur dagana sem eftir eru af þessu skólaári
og ætlar að vera svoooo duglegur að slá í sumar,
en helst þegar geitungar og húmlur eru víðs fjarri.

Heimasætan og tengdasonurinn voru að hringja....
þau eru á BENEDORM!
Já það er næs að vera ungur og áhyggjuaus.

Ég setti mér markmið fyrir þennann mánuð,
að ganga 100.km í mai,
stjúpdóttirinn setti inn svo ótrúlega sniðugt app
(vantar íslenskt orð fyrir app!)
allavegana þá segir síminn mér hvað ég geng mikið
og hvernig gangi með markmiðið,
ég er búin með 80.km!

Herra Tinni er ekki farinn að fela sig þegar hann sér
matmóður sína fara í útifötin,
en það fer að koma að því.

Elskurnar mínar ég hætti ekki að blogga í bráð,
bara svolítið mikið að gera en ég lofa að ég
sest niður og slæ á tölvuna alltaf þegar tími gefst.

Þangað til næst hafið það sem allra allra allra best!

K.kv.Anna í góðum gír


10.05.2014 20:44

Blómfríður og vinkonur hennar.Ég velti því stundum fyrir mér hvort þetta blogg sé tímaskekkja?
En ég er búin að borga áskríftina út árið svo ég held áfram...
Á meðanég fæ eitt kvitt eða tvö ;-)

En allavegana þá er nóg að gera,
ég er að sauma á fullu,
reyna að búa mér til smá lager,
en þessar dömur staldra nú yfirleitt ekki lengi við í Hruna.

Á morgun eru það klemmupokar sem verða framleiddir,
mér finnst alltaf svo gaman að selja þá,
pínu gamaldags en svo dásamlega  þæginlegt að
venja sig á að nota þá.

Ég er að horfa á Söngvakeppnina með öðru auganu
er svo fjölhæf!
Holland er í uppáhaldi hjá mér,
Pólland finnst mér sorglegt,
ósköp efnislitlir kjólarnir hjá þeim
stelpu greiunum.

Það eru nokkrar nýjar myndir af dömunum mínum í albúmi,
ég ætla að hætta þessu pári að þessu sinni,
hafið það sem allra allra best elskurnar mínar.

K.kv.Anna á júróvisíonkvöldi.


,

01.05.2014 19:04

1.Mai !Ég fann þessa mynd af okkur hjónunum frá sumrinu 2044!
Erum við ekki sæt!
Í dag á frídegi verkalýðsins var verkefnalisti húsbóndans þétt skrifaður,
1.mai er einn af örfáum dögum ársins þar sem maðurinn í lífi mínu er í fríi,
já úr vinnuni sko!
En heima beið verkefni,
að ditta að heitapottinum,
laga lokið sem var orðið laskað eftir veturinn
tæmann og þrífa og fylla svo af fersku vatni,
við erum búin að vera með pott síðan á því dýrðarári 2007,
hann er nánast í daglegri notkun og ekki sjáum við
mun á straumreikningnum.
Kanski svolítil lúxusdýr en vinnandi verkalýður
þarf að geta hvílt lúin bein.
Og húsmóðirin líka!

Annars er allt gott að frétta,
hef náð að safna nokkrum freknum og smá roða í kynnar
en það hefur ekki verið mikill lofthiti þó sú gula sýni sig.
En eitt er víst,
sumarið er að koma,
hvort sem það verður heitt, þurrt, kalt eða blautt,
já eða smá af þessu öllu.
Hafið það gott þangað til næst,
njótið þess að það er bjart frameftir
og munið að drekka vatn það er svo hollt!

K.kv. Anna í vorgírnum


  • 1
Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1342
Samtals gestir: 291
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 20:38:41

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar