"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2014 Júní

18.06.2014 00:01

17.júní!Þá er hann formlega liðinn 17.júní 2014.
Klukkann er rúlega tólf, ég er ein á fótum,
og eins og þið vitið sem þekkið mig þá leiðist mér það ekkert.
Annars erum við bara þrjú í kotinu,
eða fyrirgefið þið fjögur,
gleymdi eitt augnablik að telja herra Tinna með!
Eins gott að hann er ekki læs!

Ég byrjaði þjóðhátíðardaginn á því að fara með
bróðir-Súpermann út að Kolfreyjustað,
þar skildi hann eftir stóra sláttuvél og....
konuna sína!
Ég kann ekkert á þessar sláttuvélar
enda var hann bara að undirbúa vinnu dagsins hjá sjálfumsér.
Nei ég ákvað þegar ég var búin að opna annað augað í morgun
að ganga frá Kolfreyjustað og heim!
11.2 km og það tekur konu eins og mig akkúrat 2.kls.

Síðan var það beint í steypibað og á Eskifjörð með
tölvu-lúsinni minni, þar skemmtum við okkur í dásamlegu veðri
og hittum fullt af skemmtilegu fólki,
þegar heim var komið fann ég sjálf
húsmóðirin það út að gangan hafi kanski tekið ögn meira á en
ég hélt í fyrstu og svo var ég kanski líka pínu dösuð eftir alla sólina,
já ég minni allavegana á velþroskað jarðaber (stórt).
Svo einn kafli í bókinni sem ég er með á náttborðinu
og lúr fram yfir kvöldmat það var dásamlegt!
Búina að horfa á sæta mynd í kvöld,
og núna er kominn háttatími.
Myndirnar hér að ofan eru úr athvarfinu mínu frá því í gær,
ljósastaurinn fyrir utan Hruna fékk spariföt
og svo skipti ég um útstillingu í glugganum.

Hafið það dásamlega gott og takk fyrir lesturinn.

K.kv. Anna jarðaber!

11.06.2014 11:37

Sólarvörn og sjálvirkvökvun!


Það er lítið um sólböð þessa dagana,

en sjálvirka vökvunarkerfið virkar ótrúlega vel!

Verð að muna að þakka skaparanum þegar ég fer með kvöldbænirnar.

Fótboltastrákurinn er í bæjarvinnunni þessa viku,

það væri lygi að segja að hann vakni með bros á vör,

en hann lætur sig hafa það.

Næstu viku verður hann á Laugarvatni í fótbolta búðum.

Tölvu-lúsin er svo lítið fyrir breitingar,

 eins og það var gaman að taka niður stundaskrána

þá er erfitt að hafa ekki fast plan,

vinirnir eru út og suður

og hann trúði mér fyrir því elsku kallinn að honum

finndist bara fínt að vera með mér!

Krakka eiga að leika sér!

Þannig að nú er herrann í frjálsíþróttaskóla ÚÍA á Egilstöðum

og kemur ekki heim fyrr en á laugardaginn.

Ég keyrði honum í gær og það er ekki búið að hringja

þannig að þetta hlítur að ganga vel.

Heimasætan og kærastinn eru komin heim,

farin að vinna á fullu í LVF og láta sig dreyma um næsta frí.

Ég sjálf húsmóðirin hef í nógu að snúast eins og alltaf.

Akkúrat núna er ég á leiðinni í athvarfið mitt

og ætla að vera þar í allann dag.

Eiginmaðurinn er orðinn vel útitekinn

þrátt fyrir þoku á köflum og rigningarúða þar á milli.

Tinni er búinn að ná sér eftir gönguna miklu,

í gær fórum við 8,5 km svo í dag er hann latur.

Ég ætla að fara að demba mér í steypibað,

búin að moldvarpast aðeins úti í morgun

fyrir utan öll þessi hefðbundnu inniverk sem þrátt fyrir

langa aðlögun gera sig ekki sjálf,

læt ykkur vita þegar það gerist.

Takk fyrir kvittin elskurnar og eilgið góða viku.

K.kv.Anna með sól í hjarta
03.06.2014 09:14

kíló og kílómetrar...Halló, halló!
Já ég er hérna enn,
búin að "skreppa" á Patró til mömmu
halda uppá Sjómannadaginn og bruna svo heim.

Þegar ég var í hinum firðinum fagra þá var ég mjög
dugleg að ganga alla daga,
ég var búin að setja mér markmið fyrir mai,
100.km
og það tókst og vel það 143.km voru arkaðir
þannig að þegar heim var komið og fyrsti mánudagurinn í júní
tók svo ljómandi vel á móti mér þá var bara að reima á sig skóna
og leggja íann með nýtt markmið...150.km
húsmóðirin er stórhuga það vitið þið öll,
í 9. kaffinu þá blikkaði hún sinn heittelskaða og
var skutlað út fjörð að Kolfreyjustað og jú auðvita var
herra Tinni með, Oktavía mældi að þetta væru 11,25km!
Svo hvarf riddarinn á hvíta bílnum og við vinirnir stóðum eftir.
Herra Tinni var hinn hressasti, rak nokkrar rollu-skjátur af veginum,
og fór svo að merkja vegastikur.
Sólin skein og fuglarnir sungu,
húsmóðirin sýndi ekki þá gáfu að bera á sig sólarvörn,
þrátt fyrir að vera með góða reynslu af sólbruna.
En létt gola frá hafinu passaði uppá kælingu svo hugurinn var
hvergi nálægt rauðum hnakka og öxlum.
Leiðin gekk nokkuð greyðlega,
besti vinur minn kom sér í sjálfheldu sem honum var bjargað úr,
ekkert allvarlegt gleymdi sér bara úti í móa og var allt í einu
á bakvið girðingu sem hann lét matmóður sína klifra yfir.
Þegar líða fór á gönguna þreyttist sá fjórfætti,
tungan lafði og andadrátturinn varð greynilegri,
stoppað var við allar mögulegar lækjasprænur og drukkið vatn,
hjartað í mér tók nú nokkur aukaslög þegar allra besti vinur minn
gerði sér lítið fyrir og lagðist ofaní einn lækinn,
herra Tinni er enginn buslari og passar sig venjulega
á að blotna ekki í tærnar þó hann fái sér vatnssopa úr læk,
þarna var hann bara allveg búinn á því!
Þegar hann hafði legið á maganum í læknum smá stund
þá lokkaði ég  hann uppá veg aftur,
tók hann upp og bara hann á handlegg góðan spöl.
Já hann er 10.kg ef þið hélduð að hann væri smáhundur!
En heim komumst við og kílómetrarnir urðu 11,25.
Tinni svaf restina af deginum og sefur enn!
Hann brosir útí annað og þakkar sínum guði fyrir rigninguna sem
er í dag og biður hljóða bæn um rigningu út vikuna.
Húsmóðirin hræðist ekki votviðri,
það finnst ekki slæmt veður bara slæmur fatnaður.
Viktin lækkar ekki í takt við göngurnar,
en þá er að smyrja allann líkamann með þolinmæði
og trúa því að voðavar séu þyngri en lýsi í föstu formi (fita).
Hef þetta ekki lengra að þessu sinni,
ætla að skríða aðeins uppí sófa og klappa besta vini mínum.

K.kv.Anna göngugarpur.

  • 1
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1296
Samtals gestir: 289
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 19:54:13

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar