"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2014 Júlí

14.07.2014 23:45

Allt sem er bleikt, bleikt....Á gráu kvöldi í júlí,
svo gráu að kertaljós lýsa upp stofuna,
þá er gott að vafra um á netinu og skoða
fallegar myndir.
Myndir af blómum.

Ég er búin að reyna að breita útlitinu á blogginu,
svona í tilefni af því að það styttist
í Franska daga og eins og þið sjálfsagt vitið
þá er húsið mitt Mánaborg í BLEIKA hverfinu!
Hvað annnað,
ekki veit ég hvernig ég hefði það ef það væri í því bláa.

Ég hef ekki komið á margar bæjahátíðir,
en ég held að Frönsku dagarnir okkar í firðinum fagra
séu allveg sérstaklega skemmtilegir,
auðvita er Sjómannadagurinn á Patró allveg spes,
en fast í hælana á honum koma Frönsku dagarnir.

Í fyrra var ég í Hruna frá morgni til kvölds,
ég vona að það verði eins í ár,
var reyndar bæði með húshjálp og kokk
sem tjölduðu í bílastæðinu hjá mér,
en í ár  reikna ég með því að tvær meyjar úr Kópavoginum
sjái til þess að ég fái allavegana
eina heita máltíð á dag

á Frönskum döglum.

Bróðir-Súpermann ætlar að vera að heiman,
missir af gleðinni en verður á Rey-Cup
með fótbolta-strákinn (þeir eiga nú eftir að hafa það næs).
Heyri þá pískra um bíóferðir og borgara,
bland í poka og bragðaref.

Það koma inn myndir mjöööög fljótlega,
ég er eiginlega komin framúr mér hvað varðar tölvukunnáttu,
skipti um útlit á síðunni allveg sjálf !
Skoðið fallegar myndir og hlustið á glaðlega tónlist
hvort sem það er þoka eða sólskyn hjá ykkur.
Þangað til næst takk fyrir lesturinn!
K.kv.Anna BLEIKA.

11.07.2014 23:49

Sumar væntingar...
Sumar væntingar.....
Eiginlega nákvæmlega svona er sumardraumurinn minn,
bróðir-Súpermann slappar af,
húsmóðirin sjálf dundar sér eitthvað.
krakkarnir hafa nóg fyrir stafni.

En hvernig verður svo sumarið?
Þó svo að yngsti herra heimilisins hafi hlakkað
til þess að komast í frí þá hentar honum illa
dagar sem ekki eru full skipulagðir,
svo stundum finnst mér ég vera eins og skemmtanastjóri.

Fótbolta-strákurinn hefur staðið sig vel í unglinga vinnuni
en annars er það fótbolti sem er nr.1,2, og 3.

Heimasætan og tengdasonurinn þau hafa það fínt,
tóku sumarfríið snemma og fóru til Spánar,
hjálpa svo til við slátt þegar veður leifir
og eru annars í Loðnuvinnslunni.

Eiginmaðurinn...
vinnur jafn mikið og alltaf.
Búinn að taka sér 2.daga frí!

Ég sjálf,
beið svo spennt eftir sumrinu,
var með fullt af allskyns væntingum,
fyrir það fyrsta reiknaði ég með að vera 10.kg léttari
en ég er núna en það gengur hægar en ég reiknaði með,
svo var það allt sem ég ætlaði að gera...
mála glugga,
gera huggulegt á palllinum,
planta jarðaberjaplöntum,
setja niður nokkrar karteflur,
þrífa og snurfusa,
baka og bóna.
Svo koma dagarnir og fara og mér finnst
mér verða mis mikið eða lítið úr verki.

Næsta sumar þá ætla ég ekki að vera með nein plön
eða væntingar,
bara njóta augnabliksins.

Hvað kennir þetta mér?
Jú að njóta augnabliksins,
það kemur aldrei aftur.

Hafið það sem allra allra best og njótið sumarsins.

K.kv.Anna á rigningar kvöldi.

04.07.2014 21:22

Sígunahreysi og tengdamömmubox!Það er komið sumar.....
Ef ég ætti tjörn þá væru vatnaliljur í blóma
en ég á enga tjörn og Stjúpurnar mínar
eru komnar með sundfit!

Ég fann þessa dásamlegu mynd á alnetinu,
mig langar svo í lítið sætt hjólhýsi,
ekkert endilega núna,
bara einhvertíman,
svona gamaldags með appelsínugulum gardínum,
gardínurnar skipta náttúrulega öllu máli.

En eins og er þá er ég ekki einusinni með krók á Oktavíu,
veit ekki hvort hún væri til í ferðalag með
Sígunahreysi í afturdragi og tengdamömmubox á toppnum.
Við erum meiri svona Hótel típur ég og Oktavía.

Tjaldborgar tjald með fortjaldi með glugga
það væri líka skemmtilegt,
ég man eftir því þegar ég var krakki,
fjölskylduútilegur það jafnaðist ekkert á við þær,
og eins skrítið og það er þá var veðrið alltaf gott,
alltaf var tjaldað nálægt læk
og Maarud snakk var toppurinn,
ég minnist þess ekki að við höfum fengið
LAUGARDAGSNAMMI
en þegar við vorum á keyrslu og

auðvita öll dansandi í aftursætinu
þá var gott að geta minnt litlabróður á það
með smá hvísli að bráðum kæmum við að sjoppu,
þetta þíddi: Biddu um ís!
Þetta virkaði og ég er enn allveg sjúk í ís!

Ég veit ekki hvernig útilegur eru í dag,
en einbílishúsin á hjólum sem við mætum
á þjóðvegum landsins minna lítið á
A-tjald frá Tjaldborg,
ætli fólk eldi VILKÓ ávaxtagraut á prímus
og pylsur og bakaðarbaunir?

Einhvertíman fáum við ég og bróðir-Súpermann
okkur WW-bjöllu og pínulítið hjólýísi,
klæðum okkur upp og leggjumst í ferðalög,
en fyrst þurfum við að:

Koma börnunum úr hreyðrinu,
slá gras og passa Loðnuvinnsluna,
sulta rabbabara og rækta rósir,
og þegar það er allt búið þá.......
förum við á flakk.

Eiginlega eru þessar vangaveltur tileinkaðar
heiðurshjónum sem eru á flakki,
Óli og Kolfinna bruna um þjóðvegi landsins
eru löngu hætt að tjalda og láta fara vel um sig
í fína húsbílnum sínum,
á sléttum vegum þar sem netsambandið er stöðugt,
þá stýrir Óli á meðan Kolfinna les pár
frá stelpu sem einusinni var svo mikið
heima hjá þeim að hún leit á heimilið þeirra sem sitt.
TAKK fyrir að stoppa hjá mér kæru hjón.

Þangað til næst hafið það sem allra allra best öllsömul.

K.kv.Anna sem er heima og lætur sig dreyma.

  • 1
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1419
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 22:09:40

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar