"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2014 Ágúst

31.08.2014 17:33

September....Samkvæmt fræðum Heiðars snyrtis þá er ég vor!
Ég held að ég sé allveg risastórt HAUST !
Dundaði mér úti í gærkvöldi, fjarlægði þreittar stjúpur
og fyllti potta og körfur með lyngi og mosa.
Fallega luktin mín var keypt 2007,
hún er búin að standa trúföst á sama stað síðan
lenti í því að fjúka einhvertíman og þá brotnaði gler
en húsbóndinn lagaði það fyrir mig,
núna var hún orðin svolítið þreytt og mig langaði
að fríska uppá hana,
ég hef bara enga trú á mér og Spray-brúsum svo
aftur fékk hún umönnun hjá mínum heittelskaða.
Eins og NÝ !
Sú litla til hægri fékk líka andlitslyftingu er svo ánægð með þær.

Í dag er búið að vera dásamlegt inniveður,
en við Tinni fórum náttúrulega í góða göngu
áður en við létum það eftir okkur að skríða undir teppi
og hafa það notalegt.
Það er hvasst og það er blautt,
semsagt allveg fullkomið veður fyrir alla fjölskylduna
til þess að vera bara inni.

Svíþjóðarferin var mjög góð og ég sýni ykkur
myndir af öllu góssinu við tækifæri,
fór á allskyns markaði og í Pandurohobby,
ég er endurnærð og handleggir eiginmannsins
hafa styrkst einhver ósköp.

Nú ætla ég að pota gömlum útsaum í þvottavélina
og skella í pizzu-deig,
hafið það ljómandi dásamlega gott elskurnar mína.

K.kv.Anna sem kann vel við fyrstu haustlægðina.

15.08.2014 00:43

Pínu haustlegt!


Það er orðið dimmt á kvöldin,

ég græt það ekkert finnst svo notalegt að kveikja á kertum.

Í kvöld fór bróðir-Súpermann extra snemma í bólið,

það er Makríll á leiðinni!

Bræðurnir fengu að velja sér mynd að horfa á,

og auðvita var valin ein svaka löng!

Ég og herra Tinni fórum í smá kvöldgöngu

en nutum þess svo að vafra á netinu og kíkja á falleg blogg,

já eða Tinni skoðaði meira augnlokin að innan og ég bloggin.

Í næstu viku er ferðinni heitið til Svíþjóðar,

jiiii hvað ég hlakka til!

Ég held að verslunareigendum í Helsinborg og Köben hlakki líka til.

Myndin hér að ofan er úr nýrri bók frá henni Tildu vinkonu minni,

Það verður gaman að prófa að sauma uppúr henni.

Get bara eiginlega ekki beðið,

það þarf ekki margra vikna heimsreisur til þess að gleðja mig,

nei, 5.daga heimsókn til Kalla kóngs og Silvíu er fullkomin.

Mér finnst nefnilega svo gaman heima hjá mér!

Ætla að hætta þessu pári og fara að koma mér í ból,

þangað til næst farið vel með ykkur og njótið lífsins.

K.kv. Anna á leið í frí.


01.08.2014 23:41

ÓtitlaðNýr mánuður!Já það er kominn ÁGÚST!
Hvert flígur tíminn?
Ég setti inn örfáar myndir áðan
júlí í Hruna.

Það er fámennt en góðmennt í Mánaborg,
heimasætan og kærastinn á Akureyri,
fótboltastrákurinn að sparka fótbolta
á landsmóti UMFÍ á Sauðárkrók,
hérna heima í góðu yfirlæti erum við hjónin,
tölvulúsin og herra Tinni.

Í kvöldmatnum grillaði ég og var með
einhverjar voða girnilegar karteflur með,
já og sósu og salat náttúrulega.
Tölvulúsin var með góða matarlyst
og þegar hann var búinn að fá sér tvisvar á diskinn
sagði húsbóndinn:
Þú verður að passa að enda ekki sem hlunkur í KR!
Það er engin hætta á því,
þó ég fari ekki útá völl eftir kvöldmat þá brenn ég
svo miklu!
Nú?
Já ég tala svo mikið!

Þannig að......
Ég þarf greynilega að tala miklu,miklu,miklu meira.
Held hreynlega að ég sé þessi þögla típa,
já miða við holdafar mitt!

Eigið dásamlega Verslunarmannahelgi
farið varlega og njótið lífsins.

K.kv.Anna sem þarf að tala meira!

  • 1
Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1365
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:26:08

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar