"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2014 September

26.09.2014 20:44

Kertaljós og kósýheit.Það er föstudagskvöld,
bróðir-Súpermann er með öllum helstu
strákum landsins á Sjávarútvegsýningunni,
fótboltastrákurinn er á skólaballi á Seyðsifirði
á morgun fer hann svo í borgina á úrvalsæfingu hjá KSÍ.
Heimasætan er í húsmóðurhlutverkinu á hinu heimilinu sínu
að gæta systra sinna og æslabelgsins Tímons.
Ég og tölvulúsin já og herra Tinni
við erum heima og höfum það huggulegt,
búin að fara í fína kvöldgöngu
og þar sannaði lúsin það enn og aftur að
fáir tala jafn mikið og hann
í lok göngurnar þá spurði hann mig:
Anna sef ég með opinn munninn?
Það veit ég ekki svaraði ég.
Ef ég sef með opinn munninn,
þá er hann opinn allann sólahringinn!
Þá vitum við það!

Annars er þessi vika búin að fljúga hjá,
erum aðeins að sjæna heimasætu herbergið
mála og gera fínt,
svo er ég búin að sauma fullt,
á nóg af klemmupokum á lager
og byrjuð á svuntu framleiðslu,
á morgun ætla ég að vera frá 12-16 í Hruna
en þið vitið að það má alltaf hringja,
ef ég er í firðinum fagra þá er sjálfsagt að opna!

Nú ætla ég að fara og kíkja á mynd sem
ég er víst að missa af (mikið hlegið í sjónvarpsherberginu)
og sá sem er alltaf með opinn munninn
er búinn að kalla nokkrum sinnum!

Hafið það dásamlega gott og ekki gleyma endurskynsmerkjunum.

K.kv.Anna í hálf tómu koti.

18.09.2014 22:16

Haustlegt.Það er komið haust,
ég og herra Tinni fórum í góða kvöldgöngu áðan
og komum heim rennandiblaut og pínu köld,
en það var logn.
Mér finnst svolítið notalegt að sitja inni og hlusta
á haustvindinn hvína fyrir utan
þá er nú samt gott að vera búin með allar skildu göngur
og geta bara verið inni,
veit ekki hvort vindurinn gæti feikt mér eins og hann
hefur náð taki á Múmínmömmu
allavegana færi besti vinur minn á loft
og þá færi ég kanski bara á eftir honum
eins og barn með gasblöðru
eða amma-mús með regnhlífina í Hálsaskógi,
nei það er nú öruggast að halda sér inni ef það er mikill vindur
hvort sem maður er með ballest af Guðs náð
eða heimatilbúnar þyngingar.

Það bíða mín 7. berrassaðar kanínur í Hruna,
svo eru klemmupokar í framleiðslu
saumaði fimm í gær og sneið og undyrbjó níu til viðbótar,
það er einmitt þetta sem er svo skemmtilegt við haustið,
handavinna, kertaljós og notaleg tónlist
já eða skemmtileg hljóðbók.

Núna er klukkan að ganga ellefu að kvöldi,
allir herrar heimilisins eru farnir í ró,
heimasætan er hjá mömmu sinni
og eins og svo oft áður er ég að drolla,
mér finnst bara svo notalegt að sitja aðeins lengur
þegar allt er komið í ró.
Hljómar svolítið eins og þeir séu mjög háværir
bróðir-Súpermann, fótboltastrákurinn og tölvulúsin,
nei það eru þeir ekki,
en þið skiljið mig.

Nú ætla ég að hætta þessu pári í bili,
njótið haustsins og ég lofa að skrifa fljótlega aftur og setja inn myndir.

K.kv.Anna á dimmu fimmtudagskvöldi í september.

  • 1
Flettingar í dag: 77
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1320
Samtals gestir: 290
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 20:15:26

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar