"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2014 Nóvember

28.11.2014 02:18

Nóvember senn á enda.Já nóvember er senn á enda,
það er komin nótt í Mánaborg,
herrar heimilisins sofa vært.
En húsmóðirin er á fótum,
merkilegt hvað hún þarf lítinn svefn
þegar jólin nálgast.

Í morgun var ég mætt í athvarf frú Önnu
fyrir allar aldir en ekki að ástæðulausu.
Ég átti von á vörum!
Já búnar að velkjast yfir hafið,
frá flatneskjunni í Danmörku
og allveg lengst austur á firði.

Ég er búin að setja inn myndir í albúm,
svo ef þið kíkið á párið mitt og eruð
ekki á fésbókinni þá getið þið litið
á hvernig það er umhorfs hjá frú Önnu
í Hruna þegar aðventan er á næsta leiti.

Vefversluninn er opin allann sólahringinn
fruanna.is
Svo er hægt að skrifa eða hringja
ef einhverjar spurningar vakna.

Ástæðan fyrir því að ég er vakandi
er ekki bara sú að ég svaf meiripartinn úr kvöldinu,
ekki er það heldur jólastress,
nei ég er að baka!
Á morgun ætla fótboltastrákurinn og
bekkjasistkynin hans að vera með kökubasar
í "Kaupfélaginu" Samkaup á Fáskrúðsfirði,
ég er búin að baka dýrindis bananabrauð
og í ofninum er......
Marengs!
Já fínt skal það vera,
svo ef ykkur langar í eitthvað gott
með kaffinu um helgina
já svona í tilefni að 1.í aðventu
þá kíkið þið bara á okkur á morgun,
byrjum kl.15.00 minnir mig.

Nú held ég að það sé að koma tími á bólið,
ég vona að þið hafið það allveg dásamlega gott
og að veturinn sem er búinn að vera svo góður
hingað til haldi bara uppteknum hætti.

K.kv. Anna næturbakari.

14.11.2014 21:39

Kleinur og kruðerí.Ég hugsa svo oft til ömmu Önnu og ömmu Dísu,
það sem þær komu í verk!
Og einhvern vegin allt sem þær gerðu var svo áreynslulaust.
Í sveitinni var alltaf nóg af kaffibrauði:
kleinur, jólakökur, flatbrauð,
ég man oft eftir því að hafa verið í eldhúsinu
þegar amma var að baka,
en hún fór líka í fjósið tvisvar á dag
og eldaði mat að mér fannst endalaust,
svo voru það öll hin verkin.

Amma Dísa vann í fiski,
 kleinur átti hún samt alltaf,
pönnukökur steikti hún á tveimur pönnum
og kæfu gerði engin betri.
Og það var eins hjá henni,
allt svo áreynslulaust.
Nú fór ég að hugsa um allar smákökutegundirnar,
þó amma byggi ein þá var
bakað eins og þegar heimilið var fullt af fólki.
Hálfmánar og mömmukökur
ummmmmmm.

En í gærkvöldi hnoðaði ég í kleinur!
Ég fékk andlegan stuðning frá góðri vinkonu,
sem kom með uppskriftina með sér,
fótboltastrákurinn og bekkjafélagar hans
eru að safna fyrir skólaferðalagi,
og hvað er auðveldara að selja en
nýbakaðar kleinur!

Hvort segir maður ný bakaðar
eða ný steiktar kleinur?

Þetta gekk allavegana allt ljómandi vel
en það gekk pínulítið meira á
en þegar ömmur mínar tóku
tvöfalda uppskrift svona fyrir hádegi
á meðan karteflurnar voru að sjóða.

Eigið dásamlegar stundir þangað til næst,
og munið að heimagert er vel gert.

K.kv.Anna kleina

06.11.2014 09:02

Nóvember !Það er kominn nóvember!
Í þeim fína mánuði eiga flestar uppáhalds
konurnar  mínar afmæli:
Mamma, tengdamamma, Monika systurdóttir mín,
stóra systir mín, systur heimasætunar,
og Rebekka Nökkvadóttir í Færeyjum,
ég gleymi sjálfsagt einhverjum og vona að mér
verið fyrirgefið.

Það eru komanr nýjar myndir í mynda-albúm
Hruni nóvember 2014
bara svona smá sýnishorn af því hvað er á boðstólnum
í athvarfinu mínu.
Mér er sönn ánægja að kynna nýja
leigjandann í Hruna......
Georg!
Hann er 30.ára,
gullfallegur, klassískur, og traustur.
Já jólaórói Georg Jensen er til sölu hjá frú Önnu!
Ji, ég er svo ánægð með það!
Ég sjálf á nokkra óróa,
fæðingarár barnana minna og brúðkaupsár okkar hjónana,
en svo er ég búin að safna litlu óróunum í mörg ár,
það koma tveir nýir á hverju ári
og tengjast þeir stóra óróanum.

Fyrstu jól bræðranna hjá okkur,
þá vorum við að skreyta jólatréð,
ég og fótboltastrákurinn,
ég sat á stól og rétti aðstoðarmanni mínum skraut
sem hann hengdi svo á jólatréð,
eftir góðastund heyrist hálf mæðulega í fótboltastráknum:
Anna er ekki komið nóg af þessum Djords ?
(Georg lesist með enskum hreim!)

Ha,ha,ha, og við vorum rétt hálfnuð!
Síðan þá hafa þeir bræður lært að meta Georg Jensen,
ég þurfti að hafa talsvert fyrir því að fá óróann
með fæðingarári tölvulúsarinnar
fann hann fyrir rest á netinu og borgaði
fyrir hann eins og um gull í gegn væri að ræða!
En það var sko þess virði.
Já ætli hann sitji á himnum hinn eini sanni
Georg Jensen og brosi breitt yfir þessum
smekklegu konum (og mönnum ) sem halda minningu
hans á lofti í formi jólaskrauts.

Allavegana ef ykkur vantar hann Georg (lesist með enskum hreim)
Þá er hann fáanlegur hjá frú Önnu.

Hafið það sem allra allra best þangað til næst elskurnar mína.
K.kv.Anna Jensen

  • 1
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1296
Samtals gestir: 289
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 19:54:13

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar