"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2014 Desember

26.12.2014 00:28

Jólin eru komin!Það er komin nótt í Mánaborg,
mikið erum við búin að hafa það notalegt,
borða góða mat,
opna fallegar gjafir,
vera saman,
vera ein án þess að vera einmanna,
slaka á,
hlæja,
sofa.

Einmitt svona eiga jólin að vera.
Við byrjuðum á því að fara í messu á aðfangadag kl.18.00
fótbolta-strákurinn var að vona að það væri "uppselt"
en fann það svo út að húsmóðirin væri með ráð við því:
Þú mútar bara fólkinu með gjafabréfi í Hruna
svo við fáum sæti í kirkjunni!
Já það verður staðalbúnaður hér eftir,
gjafabréf í Hruna!

Tölvu-lúsin var að spá í hvernig
40.mínútur í kirkju gætu verið svona langar,
á meðan klukkutími í tölvunni væri mjög stuttur!

Þetta eru 4.jólin í Mánaborg þar sem við erum
5.manna fjölskylda plús herra Tinni,
það er gaman að rifja upp fyrstu jólin
þeirra hjá okkur,
það var kolvitlaust veður og rafmagnið fór,
tölvulúsin var skelfingulostinn
en sagði svo: Anna ég veit þú ert ekki þannig manneskja!
Hvernig? Spurði ég.
Sem gleymir að borga rafmagnsreikninginn!

En í ár var fallegt veður og nóg af rafmagni,
það voru sokka og náttbuxna jól,
þ.a.s. í pökkunum leyndust mikið af dásamlegum
sokkum og náttbuxur komu uppúr fleiri en tveimur,
en allir voru svo glaðir og það er svo gott.

Ég setti inn nokkrar myndir í albúm merkt:
Jól 2014.
Þessar myndir eru nú þegar á fésbókinni en
ég get bara ekki slitið mig allveg frá þessu pári
þó langt sé á milli þess sem eitthvað kemur frá mér.

Ég vona af öllu hjarta að þið séuð búin að hafa það gott,
njótið augnabliksins og ég ætla að trúa ykkur fyrir því
að hér komu jólin í allri sinni dýrð þrátt fyrir að
það væri búið að borða upp til agna báðar sortirnar
og að gluggarnir í stofunni væru ekki pússaðir.

Þangað til næst njótið jólanna.
K.kv. Anna á jóladagsnótt.

10.12.2014 00:31

Bambi á ísnum!Það er kominn desember!
Já meira að segja 10.des!

Það er búið að vera mikið að gera hjá húsmóðurinni,
samt hálf léleg afsökun en þannig er það nú bara samt.

Ég hef meira að segja vanrækt herra Tinna
og göngurnar okkar síðustu daga,
en ekki að ástæðulausu:
Hver fann uppá þessari hálku?
Það er svo hállt úti að þegar ég fór í kvöldgönguna
með besta vin minn áðan þá hélt ég hreynlega
að við kæmumst ekki aftur heim,
ég var eins og Bambi á ísnum,
og aumingja Tinni sem hefur það fram yfir
matmóður sína að ganga á fjórum fótum
hann rann sko líka til í hálkunni,
og er hann nú samt á nagladekkjum!
Ég sjálf er á góðum skóm
og eðal fínum mannbroddum,
en það dugði nú bara ekki.
Á morgun fer ég í Veiðifluguna á Reyðarfirði
og athuga með svona jökla-brodda,
reyndar á bróðir-Súpermann ís-öxi úti í skúr
ég ætti kanski að gera hana að staðalbúnaði.
Það er nánast ekkert veður sem kemur mér úr jafnvægi,
en mikið getur HÁLKA gert mér gramt í geði,
ég verð öll stíf,
já bæði að utan og innann.
Þegar ég kom heim eftir þessa gönguferð
sem mældist 3,4 km en upplifunin var að minstakosti 10.km
þá var ég stíf í öxlum og baki,
illt í öðru hnénu þó ég hafi ekki dottið,
en ekki minnst ég var pirruð og súr!
Búin að læðast um bæinn með
hjartað í hálsinum og myndin sem ég sá fyrir mér
var ég sjálf í spllitt og spíkat (bæði í einu)
með herra Tinna ofaná mér.
Nei má ég þá frekar byðja um SNJÓ!

Þangað til næst hafið það sem allra allra best
og.......passið ykkur á hálkunni!
K.kv.Anna Bambi

  • 1
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1419
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 22:09:40

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar