"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2015 Febrúar

24.02.2015 17:19

þá fá allir nettan maga.....Kæru vinir!
Ég þakka svo innilega fyrir viðbrögðin við párinu mínu í gær.

Hvað getum við lært af Dýrunum í Hálsaskógi?
Jú númer 1,2 og 3 að vera vinir
og virða hvort annað eins og við erum.
Mér finnst svo merkilegt hvað þetta ævintýri á vel við
í nútímanum.
Gott er að borða gulrótina grófa brauðið steinseljuna...
Svo það að hjálpast að,
mikið ganga hlutirnir nú betur þegar allir hjálpast að,
mér finnst nú reyndar mjög gott að fá vinnufrið
þegar þannig liggur á mér,
en ég held að bangsamömmu og íkornamömmunni
hafi líka fundist gott að eiga sína stund.
Já þegar börnin voru sofnuð en ekki týnd
og á leið í fjölleikahús!
Mikki refur átti ekki alltaf auðvelt,
og það er Mikki í öllum samfélögum,
svo er bara spurning hvað við gerum til þess að
lifa í sátt og samlindi við Mikka og hina refina.
Marteinn og Lilli væru báðir í Landsbjörgu ef
þeir væru búsettir á Íslandi í dag,
amma mús allveg ekta kvenfélagskona,
eða væri hún í Slysavarnardeild?
Þetta er okkar líf, við ráðum að miklu leiti
hvernig við lifum því.
ég kýs að vera með annann fótinn inní
ævintýrum og sögum liðinnar stundar,
PollýAnna og Dýrin í Hálsaskógi
og ég tala nú ekki um Múmínálfana vini mína.
Hinn fóturinn ef í núinu,
pínu kalt á tánum þeim megin,
en læt mig hafa það.
Maður verður að taka þátt í lífinu til þess að lifa því.
Eiginlega er þessi færsla út og suður,
upp og niður,
fram og aftur.
En þannig er lífið.
Þá fá allir nettan maga,
menn þá verða alla daga,
eins og lömbin út í haga,
laus við slen og leti!
Hugsa sér að við séu búin að pretika um hollustu í öll þessi ár
og það gengur frekar hægt að koma því inní hausin á okkur.
Grænmetisvísan
Latibær
Skólahreysti
Jónína Ben
Solla Græna
Tökum smá visku úr þessu öllu og útkoman verður gott líf.

Þangað til næst munið að öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.
K.kv. Anna í Hálsaskógi

23.02.2015 21:04

Til umhugsunar...


Mér liggur svo margt á hjarta í dag, eiginlega allveg að springa!
Þetta er ekkert nýtt málefni í hugarheimi eða lífi mínu,
líkaminn minn.
Ég var í sunnudagaskólanum í gær,
búin að vera frekar löt að mæta í vetur en bara 2.vikur
síðan ég mætti síðast svo samviska mín gagnvart kirkjusókn
er nokkuð góð,
eitt barnana sem mætt voru í kirkju sagði hátt og snjallt
yfir hópinn: ert þú ekki Anna hans Jens?
Jú sagð ég, til hamingju ! sagði barnið,
til hamingju með hvað? spurði ég.
Jú þú hefur mjókkað svo!
Þegar 6.ára barn telur það ástæða til þess
að deila út hamingju óskum að
sunnudagaskólakonan hafi aðeins minkað í ummáli,
æi hvert stefnum við þá?
Ég varð svo sorgmædd,
hélt bara að Anna sunnudagskólakona væri
fín allveg sama í hvaða stærð hún væri.
En þá kemur hin hliðin á málinu,
auðvita er það sjúklegt að vera í mikilli yfirþyngd,
og ef einhvað er sjúklegt er þá viðkomandi ekki veikur?
Ég hef aldrei litið á mig sem sjúkling,
en þegar baráttan við aukakílóin byrjaði fyrir 35.árum
og konan rétt rúmlega fertug,
þá eru þetta kanski bara langvarandi veikindi,
og full ástæða að dreifa hamingju óskum
þegar sjúklingurinn virðist vera að ná bata.
Ég horfði á Kastljósið á RÚV í kvöld,
ég grét inní mér,
Ef ég hefði fengið hjartaáfall vegna ofþyngdar
og orðið fyrir heilaskemmdum í framhaldinu,
var það þá vegna þess að ég var svo mikið átvagl
eða afþví að ég var veik?
Veik af offitu?
Hvar var heilbrigðiskerfið þegar þessi flotta kona þurfti hjálp?
Ég veit að maður verður að vilja hjálpa sér sjálfur,
en þá verður maður líka að áttasig á því að maður sé veikur,
og í átröskunar tilfellum þá er það yfirleitt ekki raunin.
Næst þegar þú mætir of þungri eða of léttri manneskju,
ekki setja þig í dómarasæti,
ekki óska til hamingju með magran kropp,
hugsaðu pínulítið lengra
hvað veldur því að þessi unga fallega kona er 60.kílóum of þung?
eða hvað veldur því að þessi unga fallega kona er í þyngd 10.ára barns?
Mér finnst Norðmenn oft eiga svo góð orð yfir hlutina
trivselsvekt:
Þyngd sem þú þrífst í,
ekki kjör þyngd.
Hver mín kjörþyngd er er ég ekki vissum,
en í dag er ég ekkert rosalega langt frá
þyngdinni sem ég ætla að hafa sem mína
trivselsvekt.

Takk fyrir lesturinn ef þú ert ekki búin að gefast upp fyrir löngu,
það eru nýjar myndir í albúmi merkt febrúar 2015.
K.kv Anna með einhverskonar átröskun

17.02.2015 20:11

Heimilisver og önnur verk!Er það lúxus að vera með öll þessi heimilistæki?
Ég verð að viðurkenna að þvottavélinni skipti ég ekki fyrir nokkurn hlut.
En það er samt fullt af hlutum sem við getum lifað án,
Í dag er ég búin að þvo heilt fjall af óhreynum þvotti,
ryksuga yfir húsið og elda kvöldmat,
en afþví að heimilið er tæknivætt þá hefur þvottavélin séð um þvottinn
og á meðan handklæði og fleira fóru á suðu
þá fór húsmóðirin í sundleikfimi.
Þetta er munurinn á mér og húsmæðrum fyrri tíma.

Það er margt sem gerir lífið léttara í dag,
en það er líka margt sem ég sakna frá fyrri tíma,
hvað varð um öskupokana?
eða heimatilbúnu grímubúningana?
Við sungum ekki fyrir sælgæti,
við fórum á grímuball í Félagsheimilinu,
dönsuðum ásadans og fengum
appelsín og staur.

Ég man að mamma átti Burda-blað með grímubúningum,
það var hægt að fletta því fram og til baka,
og láta sig dreyma um glansandi magadansmeyjarbúning
eða loðið hunda gerfi.
Einusinni var ég bakari
og einusinni var ég brúðgumi,
Bjarki vinur minn og bekkjabróðir var brúðurin.

Það var ekki hægt að hringja í HókusPókus
eða Partýbúðina,
við skemmtum okkur samt konunglega á öskudaginn,
þrátt fyrir að sælgætið væri ekki hægt að mæla í kílóavís.

Eigið skemmtilegan dag á morgun,
frú Anna verður í Hruna með lítil prinspóló
og biður um óskalög uppá mörg erindi í skiptum fyrir súkkulaðikexið.

K.kv.Anna á Sprengidagskvöld

13.02.2015 20:50

Fleiri nýir vinir!
Það mætti halda að ég ætti ekki nóg af vinum,
en einhver staðar stendur að maður geti alltaf á sig blómum bætt.
Ég er búin að bæta við heilum vendi af blómum síðan síðast!

Fyrir viku síðan komu þeir inní líf mitt með látum,
ekkert miklum látum en mjög hressir,
heil áhöfn af norskum sjómönnum fundu sér Konsúl á Fáskrúðsfirði.
Ég er búin að hlæja mikið,
tala ársskammtin af norsku,
borða góðan mat,
sýna fjörðin fagra og nágrenni,
svo til þess að toppa skemmtilegheitin
þá fékk ég þessa flottu tertu senda til mín
í Hruna, það sem ég varð hissa!

Það er alltaf pláss fyrir nýja vini.
Það er niðurstaðan mín eftir skemmtilega viku,
með fullt af loðnu,
vatni í fallegu glasi,
rækjusmurbrauðum og flottri tónlist.

Ég hélt að það væri að koma vor,
en það var bara sýnishorn svo
gestirnir gætu sagt að þeir hefðu
verið í 14 plúsgráðum á Íslandi í febrúar.

Njótið þess að eiga góða vini og bæta nýjum í safnið.

K.kv. agent Ólafsdóttir, Anna Norski Konsúllinn á Fáskrúðsfirði.

05.02.2015 08:40

Puttalingar eða nýir vinir?

Ég man ekki hvort ég hef sagt ykkur frá honum Ramine,
í fyrra sumar var falleg skúta við bryggjuna auðvita var hún frönsk,
um borð var fullt af huggulegum ungum mönnum,
svo var einn sem skar sig úr hópnum,
svolítið eldri (en á besta aldri)
þrekinn vegna ástríðu sinnar á góðum mat
með mikið hrokkið hár og talaði góða ensku.
Þetta var hann Ramine,
fransku listamaður sem var á feð um heiminn
með skólaskipi sjóhersins,
verkefnið hans var að skissa lífið um borð.
Ramine kom í Hruna,
við spjölluðum og hann sýndi mér verkin sín,
vitar og lífið á sjónum eru hans myndefni,
fótbolta-stráknum fannst þetta mjög skrítin hegðun
hjá húsmóðurinni, að vera að transporta puttaling
um firðina hér í kring svo hann gæti faðmað vita.
Ég endaði svo á því að keyra Ramine í flug uppí Egilsstaði
þar sem við höfðum góðan tíma kíktum við á
Seyðisfjörð í leiðinni.
Í gær koma svo óvænt sending í póstinum...
Bók um ferðina til Íslands,
já reyndar á frönsku en myndirnar eru svo skemmtilegar
að tekstinn verður auka atriði.
Svona getur maður eignast nýja vini
með smá spjalli og hlílegu viðmóti.
Verum besta útgáfan af okkur sjálfum,
njótum augnabliksins
og munum að það er betra að gefa en þyggja.

K.kv. Anna með frönskum hreim.

  • 1
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1296
Samtals gestir: 289
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 19:54:13

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar