"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2015 Mars

20.03.2015 20:19

Halakarta eða hafmeyja ?Þegar ég byrjaði í vatnsleikfimi þá var ég hálfgerð halakarta,
en núna er ég hafmeyja ég er allveg sannfærð um það.
Ég man svo vel eftir því hvað ég var jafnvægislaus í byrjun,
þess vegna er ein uppáhaæds æfingin mín núna
að standa á einum fæti og teygja,
einu sinni gat ég það nefnilega ekki en nú minni
ég helst á fimleikadrottningu í þessari æfingu.
Þessi bloggfærsla er eiginlega óður til
sundlaugarinnar á Fáskrúðsfirði og hennar Fjólu.
Fjóla er kroppatemjarinn sem pískar okkur út
en passar svo vel uppá getu hverrar fyrir sig.
Vatnið fer svo vel með mann,
þreyttir fætur og lúið bak finna ekkert fyrir því
að hamast í vatninu.
Stundum nenni ég ekki í sundið,
en svo þegar ég er komin ofaní,
Halló Anna þetta er dásamlegt!
Og þegar ég fer heim er ég endurnærð
og "batteríið" fullhlaðið.
Hamagangur, hlátur, teygjur og slökun,
svo góð blanda og allgjörlega fyrir alla,
við erum fjölbreyttur hópur
en eigum það sameiginlegt að finnast þolfimi í vatni
DÁSAMLEG hreyfing.
Ég skora á þig ef þú hefur möguleika,
prófaðu vatnsleikfimi
ég get næstum lofað því að þú
breitist í HAFMEYJU !
Þangað til næst hugaðu vel að líkama og sál,
það er svo lítið úrval af varahlutum í okkur
á Ali-express.
K.kv. Anna hafmeyja

17.03.2015 11:08

Þessi fallegi dagur!


Það er venjulegur þriðjudagsmorgun,

bróðir-Súpermann er enn í bólinu kl.07:15

gæti allveg vanist því.

Húsmóðirin verður að drýfa sig á fætur og vekja strákana,

sá eldri sem átti 15.ára afmæli í gær sér nú um sig sjálfur

en tölvulúsin vill láta vekja sig, tala við sig og helst

fá aðstoð við að klæða sig í sokkana.

Til þess að gera daginn sem ljúfastann þá minni ég á

íþróttaföt sem á að nota þennann morguninn

yngsti herra heimilisins finnur ekki sín og telur þau vera í skólanum,

sá eldri er ótrúlega lengi að greyða sér samt með stutt hár,

kemur fram í eldhús þóknast ekki morgunmaturinn

og drýfur sig í skólann.

Gleymir nestinu!

Eiginmaðurinn kemur fram fær sér kaffi og

gerir sig klárann fyrir vinnudaginn,

á leiðinni út man hann að vinnubíllinn er búinn að

ganga á beinsíngufum síðustu tvo daga,

þorir ekki á honum í vinnuna og tekur frúarbílinn.

Þið megið ekki halda að ég hafi bara setið og horft á

þetta alltsaman gerast, nei ég var með hausinn

ofaní óhreynataustampinum eða inní þvottavélinni.

Nema þegar allir voru farnir þá datt ég um íþróttapokann,

fór svo og gekk frá eftir morgunmatinn og þar lá nestið

og til þess að auðvelda mönnunum í lífi mínu daginn

þá fór ég með pokann og nestið á bensínlausa bínum í skólann,

renndi mér svo niður á bensínstöð (takk brekkur)

fyllti vinnubílinn af eldsneyti og endurheimti frúarbílinn.

Já þetta er svona dæmigerður þriðjudagur.

Ég vona að ykkar verði allveg ljómandi góður.

K.kv. Anna súpermamma

07.03.2015 17:58

Hagamús, húsamús eða....

Einn daginn í vikunni þá sátum við, ég og tölvulúsin
við eldhúsborðið og fengum okkur smá hressingu.
Þar sem við sátum horfðum við á litla sæta mús
reyna að koma sér inn meðfram bílskúrshurðinni.
Hún var voða mikið krútt,
en mig langaði nú ekkert að fá hana inní bílskúrinn.
Við fylgdumst með henni smá stund,
svo trítali hún meðfram hurðinni og...
vúbs! Komst inn í skúrinn!

Þá hófs nýr kafli í lífi húsmóðurinnar:
Bílskúr með útleigu möguleikum.
Yngsti herra heimilisins er mikill dýravinur,
hefur oft beðið um hamstur og rottur
en fóstur-móðir hans er bara búin með þann pakka.

Nú var farið út í skúr með skúringarfötu,
þið hafið sjálfsagt heyrt um músagildrur úr fötu,
þar sem greyin drukkna þegar þær eru lokkaðar útá gálgan.
Nei það var ekki dauðagildra sem tölvulúsin var að hanna,
hann ætlaði að veiða sér gæludýr!

Ostur og prinspóló var það sem átti að lokka dýrið,
spíta uppað fötunni og hlaðborð á botninum,
ég var allveg róleg yfir þessu
ég hélt nefnilega að hún væri úti.
Svo leið dagurinn og það kom kvöld,
þar sem dýravinurinn er mjög myrkfælinn sjálfur
                þá gat hann ekki hugsað sér annað en að það væri    
kveikt ljós í bílskúrnum fyrir músina,
svo kíkti hann út í skúr um kvöldið...
og jú þarna var hún greyið ofaní fötunni,
en búin að ná sér í fullt af orku úr þessum fína osti
(leit ekki við súkkulaðinu)
og þegar hún sá fram á að enda sem gæludýr
hjá trommuspilandi tölvulús
þá sá hún þann kost vænastann að
að stökkva uppúr skúringarfötunni og hverfa!
Síðan hefur verið farið oft á dag í skúrinn,
fyllt á hlaðborðið og leitað að mýslu.
Hún er sjálfsagt B-mús,
sem sefur á dagin og borðar á nóttunni.

En hvort hún er hagamús, húsamús, eða bara
STÖKK-mús
ég er ekki viss.
Mér finnst best að hugsa um hana sem
mús úr Öskubusku,
þessa sem saumaði kjólinn.
Ef ég fer að hugsa um að hún sé kanski að
narta í einhverja dýrgripi í bílskúrnum
þá fer ég bara fram í eldhús og sker niður meiri ost.

Já það er líf og fjör í Mánaborg,
heimasætan á kafi í skólanum og vinnur svo í loðnunni,
fótboltastrákurinn líka duglegur í skólanum og boltanum
en finnst loðnana ekkert spennandi,
tölvulúsin í gæludýra rækt,
bróðir-Súpermann er búinn að vera meira í vinnunni
en heima það sem af er þessu ári og ég kýs
að kenna fröken Loðnu um það.
ég og herra Tinni höfum það ljómandi
svo þangað til næst hafið það gott
kæru vinir og takk fyrir lesturinn.

K.kv. Anna með leigjanda í bílskúrnum.

  • 1
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1419
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 22:09:40

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar