"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2015 Apríl

17.04.2015 21:24

Tíska og túrhestar.Ein af fínni verslunum höfuðborgarinnar var með auglýsingu á
fésbókinni um það að gallaefnin væru það sem öllu réði í sumar,
áður en ég sá þessa auglýsingu var ég búin að sauma
7. kanínur.....úr gallaefni!
Gallaefnið var búið að þjóna fyrri eigendum vel sem
gallaskyrtur og gallabuxur,
svo breittust spjarirnar í kanínur hjá frú Önnu.

Það eru nýjar myndir í albúmi merk apríl 2045,
það er afrakstur aprílmánaðar hjá frúnni
en uglupúðinn sem er á einni myndinni fékk ég í gjöf,
tölvulúsin er svo mikill snillingur,
svo finnst honum gaman í textíl,
það hét nú handavinna þegar ég var í skóla.

Ég er oft spurð að því hvort það komi ekki margir túristar í Hruna,
þessi títt um talaði túristi slítur ekki gólfefninu hjá mér,
en ég er heldur ekki með lunda og ísbirni til sölu.
Viðskiptavinirnir mínir eru allt dásamlega fólkið sem
býr í firðinum fagra, allt flotta fólkið í fjörðunum í kring
og svo allt ofur heppna skynsamlega fólkið sem
heimsækir fjörðin fagra,
burtfluttir, aðfluttir,
já bara allskona fólk,
en túrhestar þeir koma aðalega til þess að fá að pissa.

Hérna er vorið komið,
get ekki lofað því að það skreppi ekkert í burtu aftur,
en á endanum vinnur vorið.
Allir hressir í Mánaborg og fótboltastrákurinn
í ævintýraferð á Englandi að spila fótbolta.

Lofa að skrifa fljótlega aftur,
hafið það sem allra allra best.
K.kv. Anna búðakona

03.04.2015 12:43

Páskar


Það er komið páskafrí!
Tölvulúsin er búin að eiga afmæli
hélt veislu fyrir skólafélagana og svo
er það kvöldmaturinn á afmælisdaginn,
afmælisbarnið ræður því hvað er í matinn
og þegar fótboltastrákurinn átti afmæli um miðjan mars
þá valdi hann hamborgarahrygg,
já svona á mánudegi!
En svo kom að yngsta herra heimilisins,
jú hann var með óskir um kvöldmat....
vorrúllur frá Daalon!
Þeir eru ekki líkir þessir bræður,
en það er einmitt það sem er svo skemmtilegt,
að við erum öll svo ólík.
Ég man eftir því þegar ég var að alast upp
systir mín var með allt aðrar óskir um mat en ég,
túnfiskur var eiginlega það versta sem ég vissi,
túnfirsksalat,
en hún elskaði túnfisksalat,
og  hrossabjúgu komu þar á eftir á listanum.
Hjá mér var það djúpsteiktur fiskur og ís,
ég fæ enn vatn í munninn við tilhugsunina,
en ísinn var náttúrulega í eftirrétt sko !
Ég hef alltaf elska ís,
og þegar ég var krakki þá langaði mig alltaf svo að
gista á hóteli svo ég gætir fengið ís í morgunmat,
mamma sannfærði mig um að á hótelum
væri bara venjulegur morgunmatur,
þegar ég var 18.ára svaf ég á hóteli í fyrsta skipti,
flottu fjallahóteli í Noregi,
og ég fékk ís í morgunmat!
Látum drauma okkar rætast.
Gleðilega páska elsku vinir.

K.kv. Anna sem elskar ennþá ís.

  • 1
Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1365
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:26:08

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar