"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2015 Maí

04.05.2015 10:04

Mai þú mildi fagri...Halló er ekki kominn mai!
Hér er snjór yfir öllu og fuglamaturinn
sem ég keypti í síðustu viku og hélt að
dygði fram á haust er löngu uppétinn.
Í gær fórnaði ég fínu matvinnsluvélinni
þegar ég hakkaði ýmsa afganga úr
brauðskúffunni til þess að bjóða
fiðruðu vinum mínum uppá.
Rúsínur og restir af morgunkorni,
gamlar döðlur og uppþornaðar gráfíkjur,
en það voru einmitt gráfíkjurnar sem
gengu frá matvinnsluvélinni
þær voru of seigar!
Nú þá var bara beittasti búrhnífurinn tekinn fram
og þurkuðu ávextirnir saxaðir smátt,
já þrestir og snjótitlingar
eiga það ekki á hættu að það standi í þeim
á hlaðborðinu í Mánaborg.
Ég ætti ekki annað eftir en að kála
litlu vinum mínum með einhverjum brussu bitum.
Nei hér fá allir sama dekrið,
eiginmaðurinn,
börnin,
hundurinn
og
smáfuglarnir.
Annars eru hjónin á leiðinni í frí,
eftir níu daga verðum við á Krít,
bara við tvö,
já og kanski 100.aðrir Fáskrúðsfirðingar!
Starfsmannafélag LVF er á lelið í FRÍ !
Bróðir-Súpermann á stórafmæli
á meðan við verðum í sólinni,
þegar hann átti síðast stórafmæli fyrir 10.árum
þá kom ég fljúgandi úr borginni með
afmælisköku frá Jóa Fel í handfarangri.
Mjög stuttu síðar var ég flutt austur,
já í september er ég búin að
búa í friðinum fagra í 10.ár!
Tíminn flígur.
Þangað til næst passið ykkur á smáfuglunum
þeir eru svangir!
K.kv. Anna á leið í frí.

  • 1
Flettingar í dag: 77
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1320
Samtals gestir: 290
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 20:15:26

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar