"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2015 Júní

09.06.2015 20:51

ÓtitlaðJi, það er kominn JÚNÍ !
Hvða varð um mai?
Það er alltaf nóg að gera hjá húsmóðurinni,
renndi mér á æskuslóðirnar um síðustu helgi,
Sjómannadagurinn er hvergi eins flottur
og á Patró.
Hitti fullt af góðu fólki,
já það eru víst 30.ár síðan við fermdumst,
stór hópur af glæsilegum ungmennum
og enn erum við glæsileg bara pínu eldri.
Maðurinn í lífi mínu kom með mér vestur,
hann svaf eins og engill á jólakorti
 og slappaði af seint og snemma,
við gistum á gistiheimilinu Stekkabóli
og getum við hjónin sko mælt með því,
rúmin dásamlega góð,
morgunmaturinn ljúffengur,
þjónustan óaðfinnanleg,
útsýnið stórkostlegt.
En alltaf er nú jafn gott að koma heim,
og hér gengur lífið sinn vana gang,
í dag byrjaði enn ein vertíðin í garðslætti,
það hefur nú ekki verið mikil spretta þetta vorið,
en nú er sumarið komið og þá lifnar allt við.
Heimasætan verður 20. ára í næstu viku,
húff mér finnst ég ný búin að vera 20.ára.
Fótboltastrákurinn er á fullu í boltanum,
á leið til Reykjavíkur um helgina að keppa,
og ætlar svo að vera bæjarstarfsmaður í sumar.
Tölvulúsin tekur lífinu með ró
og nýtur þess að vera kominn í sumarfrí,
æfir frjálsar og ætlar í sumarbúðir
þannig að hann er ekki allveg fastur við rafmagnstækið.
Ég sjálf er í ræktinni og sundleikfimi
sauma í Hruna og sópa gólf í Mánaborg,
Já þó allt sé viið það sama þá
er samt hver dagur einstakur og mikilvægt
að njóta hvers augnabliks.
Farið vel með ykkur og ef sólinn er í felum
munið þá hvað það er óþæginlegt
að vera sólbrenndur.
Þangað til næst, njótið lífsins.
K.kv. Anna önnumkafna

  • 1
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1296
Samtals gestir: 289
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 19:54:13

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar