"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2015 Júlí

30.07.2015 23:45

Húsmóðirin og heimilistækin.Eitt af því sem húsmóðirin hefur mikið dálæti af eru góð heimilistæki,
ég hef safnað að mér í gegnum tíðina nokkrum eðalgripum,
hvort sem það er Kitcenaid eða Tuppeware
iittala eða Arabia ég hef dálæti á þessu öllu.
Ég þarf ekkert að eiga mikið af dóti,
bara réttu græjurnar og gjarnan gæða vöru.

Í vetur þá gekk ég frá fína blandaranum mínum,
já þetta hörkutól gafst upp!
Ég var ekki að mylja klaka í Mohito,
nei ég var með allskonar þurrkaða ávexti
þar á meðal voru gamlar gráfíkjur og þær...
gengu frá blandaranum mínum,
ég sem var að útbúa lúxus fuglamat handa litlu
vinum mínum sem voru svangir og kaldir.

Svo var það hrærivélin,
þessi elska,
alltaf höfð uppá borði strokin og fín
og ekki falin á milli þess sem hún er notuð.
Í einhverju dugnaðarkastinu fyrir mjög stuttu
ætlaði ég að baka skinkuhorn,
og fyrst ég var byrjuð þá skellti ég í
tvöfalda uppskrift!
Og það var þá sem fröken Kitcenaid sagði STOPP!
Gírinn farinn sagði bróðir-Súpermann sem kom
heim á þessari ögurstundu og heyrði óhljóðin.

Þannig að í kvöld þegar allar venjulegar húsmæður
nutu þess að skríða uppí sjónvarpssófann þá
vaknaði ég til lífsins!
Fótbolta-strákurinn er farinn á Landsmót
og heimasætan fer norður á morgun,
ekki get ég verið þekkt fyrir að börnin séu bara með keypt nesti.
Nei ég skellti í hjónabandssælu
og það gekk ljómandi vel í höndum,
þá var bara að halda áfram
og setja í tvöfalda uppskrift af skinkuhornum
og láta sem ég væri stödd á annari öld
og bara hnoða og hnoða og
hnoða og hnoða,
var búin að gleyma hvað það er
afslappandi að hnoða deig.

Þannig að nú er bara að taka úrvinda heimilistæki
með sér suður í næstu ferð
og fá strákana hjá Einari Farisveit til þess að
met það hvort það sé kominn tími á nýjar græjur
eða hvort varahlutir og smá dekur nægji.

Þangað til næst hafið það dásamlega gott,
um þessa helgi sem er Verslunarmannahelgin
erum við hjónin barnlaus og það gerist nánast aldrei.
Ef ég er heppin þá verðum við eiginmaðurinn
vakandi á sama tíma hluta af helgini
og getum notið þess að vera tvö í kotinu,
já og auðvita herra Tinni hann fékk ekki leifi til þess
að fara til Eyja og þá ákvað hann bara að vera heima!
K.kv. Anna iðnaðarbakari.

07.07.2015 22:58

fótbolta-mammaFótbolti.
í æsku var samasem merki á milli fótbolta
og Bjarna Felixsonar þetta var bara á RÚV.
Ég hef aldrei spilað fótbolta,
ég kann ekki reglurnar,
en þegar bróðir-Súpermann kom inní líf mitt
þá kom pínulítill fótbolti með,
og þegar ég hitti heimasætuna í fyrsta skipti
þá spurði hún mig,
með hvaða liði heldur þú?
Húff, já með hvaða liði held ég?
Ég rifjaði upp nafnið á einni af kaffikrúsum kærastans
og svaraði að bragði:
Arsenal!
Sama og ég og pabbi,
sagði heimasætan og var bara ánægð með konuna.

Ég þurfti ekki að taka nein frekar próf í fótbolta,
en svo þegar bræðurnir komu inní líf okkar
þá flæktist málið,
tvö ný félög að muna nöfnin á
og allt í einu snérist allt um fótbolta.
Tölvu-lúsin byrjaði að æfa en sá fljótlega
að það var erfitt að vera bæði leikmaður og dómari,
hann nýtur sýn betur í einstaklingsíþróttum.
Fótbolta-strákurinn aftur á móti
henn tekur þessum leik allvarlega,

Í gær var leikur á Norðfirði,
húsmóðirin var mætt á staðinn,
tveir félagar úr liðinu fengu far og voru
þeir heimilum sýnum til sóma í ferðinni,
bílstjóri Oktavíu var með smá sviða í hálsi
en kvartaði ekki yfir því að unglingar nú til dags
noti vel-liktandi í óþarflega miklu mæli.
Það var fátt sem minnti á sumardag,
ég og tölvulúsin sátum á teppi og breiddum
annað slíkt yfir okkur,
húfur voru á sínum stað og rennt uppí háls.
við höfðum kanski ekki allveg nóg og mikinn áhuga
á þessum leik.
En spjallið sem við áttum var  dásamlegt.

Hvað er betra en að liggja undir teppi,
á hliðarlínu fótboltavellar og spjalla um framtíðina.
Tölvulúsin var að spá í hvort við fengjum okkur
ekki "ný" fósturbörn þegar hann flytti að heiman?
ég sagði honum að þá yrðum við svo gömul að
við nenntum því nú varla,
nei ég skil það sagði hann þá,
en ykkur á eftir að leiðast.

Hvernig á mér að geta leiðst með minningarnar
sem þessi snillingur gefur mér á hverjum degi,
við vorum sammála um að þessi ferð á
Neskaupstað hefði nú bara verið góð
enda kíktum við á kaffihús og gerðum pínu
grín okkar á milli af tuðru sparkandi unglings-strákum
sem væru hræddir um að rugla hárinu
eða skíta út buxurnar sínar.

Niðurstaðan er sú að ég skil ekkert meira
í þessari íþrótt,
hef ekki lagt mikið á mig í því sambandi
en ég mæti á völlinn,
keyri þegar þarf og tek með nesti.
Er það ekki bara fínt.

Þangað til næst njótið lífsins og munið að brosa.
k.kv. Anna fótboltamamma

05.07.2015 22:38

Júlí!
Það er svooo mikið að gera hjá húsmóðurinni,
ég var að rifja það upp með sjálfri mér þegar ég
byrjaði á þessu pári mínu á blogginu
þá var alltaf tími fyrir smá pistil,
ekki það að það gerist ekkert hjá mér lengur
en lífið hefur breist og það er alltaf fullskipaður dagur,
eiginlega var ég búin að lofa sjálfri mér að á morgun
þá ætlaði ég að hafa það náðugt,
garðsláttur út um allar sveitir og aukavinna
eru það sem helgin var notuð í,
en já á morgun er það fótboltaleikur á Norðfirði
en þangað til ég þarf að bruna af stað þangað
með fullann bíl af myndalegum ungum mönnum
þá ætla ég að vera í Hruna og taka myndir af öllu því
sem ég er búin að sauma uppá síðkastið
svo lofa ég að myndast við að setja afraksturinn
hérna inn.
Mér áskotnaðist fullt af gersemum í Júní,
bæði ferð á Patró og önnur á Suðurlandið gáfu
góðar heimtur, fullt af fallegum útsaum, efnum og blúndum.
Í kvöld kom góð "kona" með smá varning sem
ég keypti á netinu, tvær útsaumsmyndir sem ég
fann á nitjamarkaði á Vopnafirði,
já ég er með augun opin ALLSTAÐAR!
Á föstudaginn ætlum við svo að bruna á ættarmót,
A-Barðastrandarsýsla er áfangastaðurinn
mikið hlakka ég til þess að hitta allt fólkið mitt.
Held að ég fari að láta þetta gott heita að þessu sinni.
Bið ykkur að passa ykkur á sólinni ef hún er sýnilega
þar sem þið eruð, ætlum ekki að verða
eins og gamlar leðurtöskur af of mikilli sólardýrkun.
Engin hætta á því hér reyndar en það er
nú einmitt svo frábært!
Hef ekkert brunnið þetta sumarið!
K.kv. Anna önnumkafna.

  • 1
Flettingar í dag: 159
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1402
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:47:37

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar