"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2015 Október

21.10.2015 21:57

Heyrantól og haustfrí!Þegar litli farfuglinn fór í skólann í morgun horfði hún í átt til fjalla,
brosti og sagði svo:
Það er allveg að koma vetur!
Já það er ekki hægt að stoppa vetur konung.
Fyrir kvöldmat taldi hún svo á dagatalinu
hvað það væru margir dagar í jólafrí
Tölvulúsin sagði okkkur að eftir einn dag kæmi haustfrí,
hann kom fram í eldhús til þess að athuga
hvernig það gengi með eldamenskuna.
Með heyrnatólin á höfðinu,
eins og hann kæmi frá innspilun af bíómyndinni
þar sem Michael J. Fox fór inní framtíina
sem var svo langt í burtu en er hér í dag,
21-10 2015.
Tölvulúsin fékk þessi eðal heyrnatól þegar við
komum heim frá Svíþjóð í ágúst,
þau voru laun fyrir göngutúra sumarsins
með herra Tinna.
Þegar allskona hljóð sem við "venjulega" fólkið
heyrum ekki geta truflað snilling eins og tölvulúsina
já þá er mikilvægt að eiga góð heyrnatól,
en svo er eitthvað hljóð í heyrnatólunum sem trufla,
en húsmóðirin heyrir ekki hljóðið
ekki bróðir-Súpermann heldur,
en það er ekkert að marka við erum náttúrulega
orðin svo gömul og hálf heyrnalaus.
Fótboltastrákurinn hristir bara hausinn,
það eina sem hann hugsar um er hvort
hárgreyðslan sé í lagi og takkaskórnir passlegir.
Heimasætan  hefur skilning á aukahljóðum
en grefur sig ofaní heimanámið og setur
sín heyrnatól á sitt höfuð og tekur ekki þátt í umræðunni.
Farfuglinum langar bara ekkert í svona heyrnatól,
hana langar að heyra í öllum í einu!
Einn daginn kann hún á klukku,
þann næsta ekki.
Það fer eftir því hvort hentar.
Einn daginn elskar hún snjó,
þann næsta er hann alltof kaldur.
Já lífið í Mánaborg gengur sinn vana gang.
Puttarnir á húsmóðurinni eru misjafnlega vaknaðir
á morgnana og þá breyrtist fastafléttan í tíkó
ef stjúpan-fóstran-frænkan er þreytt.
En með burstað hár og þveginn munn (gogg)
fer litli fuglinn í skólann sama hversu stutt
hún hefur sofið sú sem öllu stjórnar.
Hlakka til þess þega nóvember gengur í garð,
það eru mörg afmæli í nóvember,
afmæli hjá uppáhalds fólki.
Nú ætla ég að reka eiginmanninn í rúmið,
hringa mig svo í sjónvarpssófanum
með besta vini mínum herra Tinna,
og horfa á eitthvað skemmtilegt.
Þangað til næst hafið það sem allra allra best
og munið að það stittist í snjóinn
og nóvember.
K.kv. Anna með passlega heyrn,

14.10.2015 15:27

Október!Húff, ég er útnöguð í samviskubiti!
Samviskubiti yfir að vanrækja bloggið
og ykkur sem enn nennið að kíkaj við.
Takk fyrir að gefast ekki allveg upp á mér.

En það er bara svo mikið að gera,
já það hefur bæst í hópinn í Mánaborg,
lítill fugl sem ákvað að eiga vetursetu hjá okkur
í firðinum fagra,
litli fuglinn er í 1.bekk og því 6.ára.

Morgnarnir hafa því breist,
frá því að koma tölvulúsinni á fætur og
sjá til þess að fótboltastrákurinn muni eftir nestinu sínu
þá fer morguninn í fastafléttur og kjólaval.

Þar sem er hjartarúm þar er húsrúm,
Hreiðriði sem við útbjuggum fyrir litla farfuglinn okkar
er ekki stór en voða kósí og hún er hæst ánægð
og það er fyrir öllu.

Athvarflið mitt hefur líka fundið fyrir stækkun fjölskyldunnar,
en nú er allt komið í fína rútínu og ég reyni að eyða
morgnunum í Hruna á meðan allir eru í skólanum.

Stubbakór, sundæfing og fimleikar hafa bæst
á planið auk þess sem fermingarfræðsla og fótbolti
eru á stundaskrám þeirra bræðra.

Heimasætan undirbýr sig fyrir stúdentspróf
og klappar bæði fisk og vélum í Loðnuvinnslunni
þegar hún er ekki í skólanum.
Bróðir-Súpermann er á sínum vísa stað
og ef ég svo mikið sem hugsa þá hugsun
að hann sé mikið í vinnunni,
þá minni ég mig á það hvað það sé nú dásamlegt
að eiga mann sem er í vinnu,
vinnu sem hann kann svona líka rosalega vel við.

Þangað til næst sem verður mjög fljótlega.
Takk fyrir lesturinn og þolinmæðina.
K.Kv Anna með fullt hús.

  • 1
Flettingar í dag: 77
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1320
Samtals gestir: 290
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 20:15:26

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar