"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2015 Nóvember

14.11.2015 19:46

litli farfuginn og flökkukindurnar rLitlli farfuglinn er komin í hreyðrið sitt,
en hin þrjú....
þau eru flökkukindur þessa dagana.
Heimasætan skrapp til Færeyja með ömmu sinni,
fótboltastrákurinn er í höfuðborginni
á æfingu með U-17
tölvulúsin er með bekknum sínum
að keppa í Legó og kíkja á lífið í Reykjavík.
Svo þegar húsbóndinn er ekki að klappa Síldinni
þá erum við þrjú í kotinu,
já fjögur, ekki má ég gleyma herra Tinna.

Héðan frá okkur í Mánaborg er allt gott að frétta,
húsmóðirin reynir að sauma þegar farfuglinn er í skólanum,
annars er hún allveg til í að vera með í Hruna
en þá gerist ekki svo mikið í lagersöfnun,
en að vera með litla áhugasama aðstoðarkonu
það er svo skemmtilegt.

Herra Tinni sefur til fóta hjá yngsta fjölskyldumeðliminum,
tölvulúsinni finnst hún tala svolítið mikið
en viðurkennir að þau séu svolítið lík,
fótboltastrákurinn hann hefur dömuna í vasanum,
og þegar þeir bræður fóru á Sam-Aust um síðustu helgi
þá var fótboltastrákurinn hvattur áfram af farfuglinum
að taka þátt í söngvakeppni Sam-Aust
hún var viss um að hann myndi vinna.
Heimasætn er ábyrgðafull ,
hún ætlar að útskrifast sem stúdent 19.desember
strákarnir halda að þá losni herbergi
en ég held að henni liggi ekkert á.

Ég ætla að vera duglega að sauma í vikonni,
set inn myndir í lok vikunar,
takk elsku Jóna Björg fyrir að gefast ekki upp á párinu mínu,
þið hin ef einhver eru,
þið megið allveg kvitta.

Þangað til næst,
farið vel með ykkur og passið ykkur á myrkrinu.
K.kv. Anna önnumkafna.


  • 1
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1419
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 22:09:40

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar