"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2015 Desember

06.12.2015 16:06

Dúbbi og aðrir fuglar í firðinum fagra.Hugsa allir í þessum bæ vel um fugla?
Þessi spurning kom frá litla farfuglinum þegar
við keyptum fuglamat í kaupfélaginu.
Lestrabók litla fuglsins er nefnilega um fugl,
engan venjulegan fugl heldur hann Dúbba
sem á heima í litlu þorpi úti á landi......
Fáskrúðsfirði!
Já hvar annarstaðar gæti sagan gerst?
Upplifun litla farfugsins að geta gengið framhjá
húsinu hans Dúbba og það er bara allveg eins í
allvörunni og í bókinni,
já það er held ég bara eins og ef Lína Langsokkur
ætti hús í Álfabrekkunni okkar.

Ég hef nú skrifað um ofalda smáfugla áður,
einu sinni skrifaði ég líka oft um unga-litlla,
ungi-litli á öruggt skjól og er orðinn jafn gamall
farfuglinum okkar,
ég veit ekki hvað þetta er með mig og fugla,
ég er bara hrifin af fiðurfénaði í fjarlægð,
en ungi-litli og litli farfuglinn
þau eiga það sameiginlegt að hafa
hreyðrað um sig í hjörtum okkar
og fara þaðan aldrei aftur.

Farfuglinn minn flýgur á vit nýrra ævintýra 18.des.
Það verður nú hálf tómlegt í kotinu,
en sum verkefni taka heilt líf og þeim líku aldrei
á meðan önnur eru stittri.

Nóg um það.

Heimasætan er á kafi í ritgerðaskilum,
það stittist í hvíta kollinn.
Hún er svo samviskusöm og dugleg.
Hún getur allt sem hún ætlar sér,
er jafn vinnusöm og pabbi sinn,
reglusöm, dugleg og skemmtileg.
Gætum ekki verið stoltari af henni,
en hvert fór tíminn,
mér finnst ég ný búin að hlíða henni yfir
í lestrar átaki þegar hún var 10.ára.

Fótbolta-strákurinn fer jafn oft til Reykjavíkur
og húsmóðirin fer í Bónus,
nú er hann búin að vera á úrtaksæfingum
fyrir U-17 landsliðið
og er kominn í 20.manna hóp.
Húff, ég er svo stolt af honum!

Tölvu-lúsinn er samur við sig,
atvinnuskapandi í skólanum,
en skemmtilegastur af öllum
hérna heima.
Hann tekur sunnudagaskólann og
fermingarfræðsluna með trompi og ábyrgð,
en veit ekki ennþá hvort hann langi að hafa veislu.

Bróðir-Súpermann er í vinnuni,
það er ekkert sem heitir vertíð lengur,
það er bara botnlaus vinna.
Ég er ekkert að kvarta,
læt bara sem hann sé á Olíuborðpalli
og hafi gleymt að koma heim í frí.

Og þegar húsmóðirin er ekki að þvo þvott eða elda
já þá er eitthvð annað á dagsskránni,
Mér leiðist aldrei,
á mínar heilögu stundir,
t.d þegar allir eru sofnaðir,
og þegar Brúin er í sjónvarpinu
og D.t.Abby,
og svo horfi ég á matreiðslu
og bökunarþætti,
hangi á fésbókinni,
mæti í sunnudagaskólann
og fel mig í Hruna,
það er svo góður andi í athvarfinu mínu,
það ættu allir að hafa svona afdrep,
allavegana allir sem hafa þörf fyrir að vera skapandi.
Mér finnst ég lifa góðu lífi,
reyni að vera góð manneskja
á hverjum degi
og man yfirleitt eftir því að þakka
daginn sem er að líða þegar ég skríð uppí.
Er hægt að biðja um eitthvað meira?
Held bara ekki.

Hafið það dásamlega gott kæru vinir
og munið að brosa og anda djúpt.

K.kv. Anna ungamamma

  • 1
Flettingar í dag: 159
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1402
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:47:37

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar