"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2016 Janúar

25.01.2016 17:48

Bóndadagur með stóru "B"!Það er komið nýtt ár!
Jólin niður pökkuð og Þorrinn hafinn.

Á bóndadaginn fékk húsbóndinn í Mánaborg voða huggulega gjöf,
miða á tónleika í Hörpu,
hótelmiða og 6.Færeyska bjóra
þegar hann hafði gengið úr skugga um að L.V.F
yrði ekki lokað þó hann tæki sér frí hálfan dag
þá brunaði hann af stað sem leið lá suður.
Um kvöldmatarleitið hringdi Bróðir-Súpermann
hann hafði tekið því aðeins of bókstaflega að
vera bendlaður við fljúgandi ofurmenni frá Ameríku,
þau flugu semsagt útaf WW Caddy og eiginmaðurinn,
hvorugt laskaðist nokkurn hlut en tveir hjólbarðar voru flatir.

Það var aum ofurhetja sem hringdi og lét vita að hann
hyggðist gista í Freysnesi.
Eiginkonunni fannst ómögulegt að ekkert yrði úr suðurferð
og bretti þess vegna upp ermarnar,
dekk á felgum voru fengin að láni í von um að fröken Caddy
vildi lára þau passa,
ófelguð dekk fengu líka að fljóta með og svo auka tjakkur
já svona eins og er notaður á verkstæðum,
það var bras að koma honum um borð í Oktavíu.
Svo var bara að vakna snemma á þessum
fallega dimma morgni sem hafði ákveðið að ausa svo úr
sér vatninu að ekki fannst hálkublettur á nokkrum vegstubb.

Þetta er næstum því efni í bók.
Ég sótti eiginmanninn í Freysnes og við keyrðum að aumingja Caddy
sem stóð ein og yfirgefin og var svo sár yfir því að vera á felgunni
að hún ákvað að vera rafmagnslaus líka.
Eftir að hafa farið aftur í Freysnes eftir startköplum,
komumst nefnilega ekki í skottið á Caddy vegna rafmagnsleysis,
þá var bara að kippa sprungnu dekkjunum undan
og prófa þessi fínu lánsdekk á felgum.....
NEI þau pössuðu ekki !
Við brunuðum því á Höfn og fengum aðstoð þar hjá
eðal hjónum sem ég ætla ekki að nefna því þá fá þau
ekki frið hér eftir.
En allavegana þá voru þessi góðu hjón á leið á Þorrablót,
get sagt ykkur að fyrsti stafurinn er: Júlía og Kiddi.
Á meðan ég teigði úr tánum inni hjá Júlíu
þá fóru karlarnir að redda dekkjunum,
þetta var gert á met hraða og við brunuðum aftur af stað.
Þegar við komum að Caddy þá var bara að henda undir hana nýjum skóm
og svo brunuðu þau suður,
já það slapp akkúrat,
hann náði tónleikunum.
Ég og Oktavía keyrðum heim á leið og fórum semsagt
4x yfir Jökulsárbrú á einum degi!
Svona í lokin þá get ég sagt ykkur það að hátt í 30.ökutæki
keyrðu framhjá eiginmanninum fyrir utan veg,
og engin stoppaði!
Staðarhaldarar í Freysnesi eiga Fálkaorðuna skilið
eftir þeirra hjálpsemi og notalegheit.

Þar hafið þið það,
þess vegna vorum við Oktavía saman í 12.tíma á laugardaginn.
Lofa að skrifa fljótt aftur.
K.kv. Anna Skanke (norskur rally-kappi)

  • 1
Flettingar í dag: 77
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1320
Samtals gestir: 290
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 20:15:26

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar