"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2016 Febrúar

28.02.2016 20:37

Karl+Kona=manneskjaÞá er þessi helgi senn á enda,
búin að vera ósköp venjuleg helgi,
en  ég missti víst af einhverjum ósköpum
á föstudagskvöldið í sjónvarpinu
já það var víst í Ríkissjónvarpinu,
sjónvarpi allra landsmanna,
ég á náttúrulega ekki að vera með skoðanir á
einhverju sem ég er ekki búin að sjá eða kinna mér.
En hvað hefði verið sagt og gert ef uppákoman
hefði verið í höndum ungra karlmanna?
Þeir hefðu sjálfsagt verið handteknir!
Hvort sem við fæðumst með pípulögnina utanáliggjandi
eða innbyggða þá erum við bara manneskjur.
Veit ekki hvernig það á að hjálpa okkur kvenkyns-
manneskjunum í þessari eylífðar jafnréttisbaráttu
að hópur ungra kvenna beri sig í Sjónvarpi allra landsmanna,
                                          æi, það hefði allavega mátt geyma þetta fram yfir                                             háttatím litla fólksins.

Ég er kanski eins og flestir,
ég er það náttúrulega alls ekki!
En ég er bara svo lítið upptekin af því hvort
manneskjurnar sem ég umgengst séu
karlkyns eða kvenkyns,
búin að hugsa um þetta núna í nokkra daga,
fékk nefnilega svo fallegt heimboð í sumar,
á bæjarhátíð í litlum bæ í Noregi,
ég var uppmeð mér,
og fór strax á flug,
en brotlenti þegar ég var spurð
hvort manneskjan sem bauð svona fallega væri gift?
Í hvaða samhengi var það?
Ég á fullt af vinum,
sumir fá túrverk,
aðrir eru helgapabbar,
já sumir vinir mínir eru kvenkyns
en aðrir karlkyns.
Skiptir það einhverju máli?

Boðskapur dagsins er þessi:
Við eru öll manneskjur,
verum besta útgáfan af eintakinu sem
við fengum úthlutað.
Ég held að það bæti ekki jafnréttist stöðu
íslenskra kvenna þó einhverjar ungar konur
brúki munn og beri sig í Sjónvarpi allra landsmanna.

Þangað til næst brosið og ræktið vináttuna.
K.kv. Anna manneskja

17.02.2016 20:36

Kafbátur óskast!Ég vaknaði svo ljómandi vel í morgun,
eldaði hafragraut handa tölvulúsinni (og mér)
svo þegar bræðurnir voru farnir í skólann
og ég búin að starta mikilvægustu heimilistækjunum
þá drifum við okkur út í góða göngu
ég og besti vinur minn.
Við vorum úti í rúman klukkutíma,
það hafði snjóað aðeins svo herra Tinni
varð að endurnýja allar merkingar frá því í gær!

Þegar heim kom þá ákvað húsmóðirin að skella sér í pottinn,
ég var með tónlist í eyrunum á göngunni sem
var bara svo skemmtileg að síminn og
heyrnatólin fengu að "fljóta" með í pottinn,
ég hélt ég væri voða pen,
braut saman handlæði og setti það á kantinn,
símann þar ofaná voða öruggur!
Svo snéri ég aðeins höfðinu,
og snúran á heyrnatólunum tosaði í símann
og síminn datt ofaní pottinn og fór
á bólakaf, heyrnatólin hjengu á sínum stað en
ég hafði vit á því að rífa þau úr mér áður en ég
stakk mér á kaf á eftir símanum,
já hann fór allveg niður á botn,
og ég náttúrulega gleraugnalaus og varð að
þreyfa mig áfram þangað til ég fann blessaðan símann.

Hann virtist bara í fínu lagi,
ég klappaði honum aðeins með handklæðinu
hélt svo bara áfram að hlusta á tólist!
En svo löngu seinna (allavegana 2.tímum)
Þá fór aumingja síminn að kvarta,
það endaði með því að ég slökkti á honum
fór svo í athvarfið mitt og lagði greyið á ofn
á meðan ég sat og saumaði,
bróðir-Súpermann hafði enga trú á endurlífgun,
en tölvulúsin hughreysti mig og sagði að svona gerðist
oft hjá fólki á Youtoob!
Og hvað haldið þið......
Hann virkar!

Nú er bara að leita á alnetinu af litlum snotrum kafbát
það er nefnilega voða gaman að hlusta á tónlist í pottinum,
ég athuga kanski hvað þeir setja á Hafdísi,
björgunarbátinn hjá Geisla
sem á að fara að endurnýja.
ég læt mér þetta að kenningu verða og fer
varlega með símann hér eftir.

Þangað til næst,
hafið það sem allra allra best og hlustið á skemmtilega tónlist,
hvar sem er !
K.kv. Anna ótrúlega

14.02.2016 17:16

Lífsins tröppur.Mér finnst oft gott að setja líf mitt í myndir,
ekki mynd af mér heldur að líkja  tilfinningum og líðan
við hluti sem við þekkjum í daglega lífinu.
Líf mitt er eins og tröppur,
stundum hleip ég upp og niður tröppurnar
oft og mörgu sinnum sama daginn,
oft er ég í einu af efstu þrepunum,
dáist af útsýninu og dingla fótunum.
Ég hef líka setið í neðstu tröppuni,
dregið fæturnar uppundir mig og reynt að
komast hjá því að snerta kjallaragólfið.
Neðsta trappan er ekkert skemmtileg,
útsýnið er lítið og það er hálf kalt.
En til þess að geta notið þess að vera í einni af
efstu tröppunum þarf maður að hafa setið
í einni af þeim neðstu.
Einu sinni lá ég á kjallaragólfinu og náði varla andanum,
á meðan á því stóð sá ég ekki tröppurnar,
hélt ég myndi aldri rata upp stigann aftur,
þegar ég hugsa um þennann tíma í dag,
þá fyllist ég ekki kvíða eða hræðslu,
heldur þakklæti yfir því að hafa fundið tröppurnar aftur,
kynni mín af kjallaragólfinu urðu til þess að
ég er meðvitaðari um þolmörk mín,
að hlusta á sálina og líkamann og skynja þegar
nóg er nóg, það er kúnst.
Ég á ekki fullkomið líf,
eða jú ég á fullkomið líf,
fullkomið fyrir mig.
Ég þarf minn tíma,
mínar stundir með sjálfri mér,
þegar ljósið blikkar í miðjum tröppunum
þá veit ég að ég þarf að passa mig,
passa að detta ekki í tröppunum,
ekki gleyma að njóta útsýnisins þar sem ég sit.
Veit í rauninni ekki hvað ég vil með þessari færslu,
þurfti bara að koma þessu frá mér.
Ég vona að þið séuð meðvituð um ykkar tröpu,
Ekki festastr í einu þrepi,
það getur verið hressandi að pompa niður
nokkrar tröppur
svo framalega sem maður getur klórað sig upp aftur.
Til þess að þeim sem í kringum þig eru líði vel,
þá þarf þér að líða vel í eigin skinni,
í þinni uppáhalds tröppu
og eiga nægan styrk og þol til þess að
kíkja niður stigan á erfiðum degi,
spretta upp í efsta þrep á dásamlegum degi
og svo bara sitja í miðjum stiganum
í marga daga þess á milli.

Faðmaðu þig
hugsaðu hlítt til þín
vertu besti vinur þinn.

Kærleiks kveðja frá Önnu á fallegum sunnudegi.

  • 1
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1296
Samtals gestir: 289
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 19:54:13

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar