"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2016 Mars

07.03.2016 19:40

Mín, þín og okkar börn!Það skiptir engu máli hvaðan gott kemur,
við erum sammála um það.
Í nútíma fjölskyldu eru oft margir meðlimir:
Mamman, pabbinn, börnin, hennar börn, hans börn,
börn fyriverandi maka og hálfsystkyni hinna barnanna,
börn hafa ótrúlega aðlögunarhæfni
og umburðarlindi.
Þegar ég var að alast upp þá var lífið oft einfaldara,
en krökkum í dag finnst þetta bara venjulegt og ekkert flókið.
Það er fullorðnafólkið sem á erfitt með að aðlagast.
Við fæðumst ekki með fordóma,
þeir koma seinna.

Börnin mín komu tilbúin inní líf mitt,
 ég missti af því að sjá fyrstu skrefin
eða finna fyrstu tönnina,
en ég var heldur ekki andvaka yfir eyrnabólgu
eða rauðum hundum.
Allt hefur sína kosti.

Ég veit ekki hvernig er að eiga "sitt eigið" barn,
get bara ekki ímyndað mér að það sé eitthvað öðruvísi
en að eiga mín börn.
Í þessum mánuði fermist tölvulúsin,
í vor klárar fótboltastrákurinn grunnskólann
heimasætan er á leiðinni í Háskóla
og ég er svo stolt og spennt,
í hjarta mínu eru þau mín,
er það ekki nóg.
Ég veit ekki einusinni hvort DNAið mitt sé
eitthvað til þess að vera dreyfa út um allt,
of mörg gen beintengd við matarlist,
latt auga
og ofur-stjórnsemi.

Nei ég er svo ánægð með erfðarmengin í börnunum mínum,
vildi ekki hafa þau öðruvísi.

Tökum hverjum degi með opnum örmum,
að fjölskyldan stækki vegna ská tengsla
er happadráttur lífsins.
Ég er svo heppin að eiga dásamlega fjölskyldu
sem tekur börnunum mínum á sama hátt
og ef ég hefði fætt þau og verið andvaka fyrstu 3.árin.
Það er dásamlegt,
þannig á það líka að vera.

Þangað til næst,verum umburðalind og góð.
K.kv. Anna ungamamma.

  • 1
Flettingar í dag: 159
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1402
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:47:37

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar