"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2016 Ágúst

26.08.2016 23:57

vinkonur


Ég les stundum á fésbókinni og annarstaðar 
að konur tiltla dætur sínar sem 
sínar bestu vinkonur,
ég hef oft velt því fyrir mér hvort ég sé eitthvað afbrigðileg?
Ég veit að ég á ekki dóttir sem ég hef gengið með 
og fætt í þennan heim,
en heimasætan mín sem er reyndar flutt að heiman
 er mér sem dóttir,
en samt ekki besta vinkona mín,
Ég á yndislega móður sem ég er í mjög góðu sambandi við,
en hún er samt ekki besta vinkona mín.
Hún er mamma mín.
Ástæðan fyrir myndinni hér að ofan er einföld.
Daginn sem heimasætan horfði á þessa mynd með mér,
þá var hún ekki lengur bara pabba stelpa.
heldur líka mín,
Ég er heilsuhraust að eðlisfari og hef því aldrei þurft að 
láta skoða í mér hjartað, 
en ég trúi því að það sé sérstaklega stórt,
og í því sé pláss fyrir fullt af fólkii,
bæði litlu og stóru,
síðla sumars komu nýjir íbúar í hjartað mitt,
en það þíðir ekki að einhverjir aðrir flytji út.
Heimasætan á sinn stað í hjartanu mín,
fótboltastrákurinn sem er farinn í framhaldsskóla 
og á heimavist á líka sinn stað í hjarta mínu,
tölvulúsinn sem hefur stundum áhyggjur af sínu plássi,
er allveg ótrúlega plássfrekur og á stóran stað í hjarta mínu,
þar sem er hjartarúm þar er húsrúm.
Ég stend í breytingum á heimilinu til þess að koma öllum fyrir,
ég er ekkert fyrir breytingar,
en mikið hef ég gott af því.
Við þroskumst allt lífið ef við viljum.
Ég er svo heppin að eiga góðar vinkonur,
góðan mann
og góða fjölskyldu,
hvaða máli skiptir þá hvort ég eigi sjónvarpsherbergi 
eða hvort það breitist í stelpu herbergi,
eða hvort ég horfi á Simson fjölskylduna
eða fröken Johns.
Njótum augnabliksins 
Ræktum vináttuna.
Og verum góð.
K.kv. Anna með fullt hús .

  • 1
Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1342
Samtals gestir: 291
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 20:38:41

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar