"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2016 September

28.09.2016 08:31

Flökkukind


Heima er best.
Það er bara þannig, ég er búin að vera á flakki,
ég, Oktavía og krakkaormarnir keyrðum sem leið lá 
til höfuðborgarinnar fyrir tveimur vikum síðan,
þetta er löng leið, 
þau voru ótrúlega þolinmóð í bílnum,
þökk sé snjalltækjum, regnbogum og heyrúllum.
Já það er hægt að breyta heyrúllu í búfénað,
hvert barn átti sinn lit,
bleiku rúllurnar eru svín,
þær hvítu kindur og svörtu kýr,
svo var bara að telja og safna.
Og auðvita vann sauðkindinn.
Ég fór svo með tölvulúsina til augnlæknis,
hann er með latt auga og það þarf að laga,
læknirinn kíkti á frúnna í leiðinni þars sem lúsin
nefndi að augað á henni væri stundum krípí!
Það gladdi fósturmömmuhjartað þegar
doktorinn sagði:
Ef ég vissi ekki betur þá hefði ég sagt að 
strákurinn væri bara eins og mamma sín.
Aumingja tölvulúsin náði að erfa frá mér latt auga!
En svo tók flökkueðlið við,
ég skrapp til Finnlands,
þangað hafði ég aldrei komið áður,
en þaðngað ætla ég sko aftur,
dásamlegt land!
Ég segi ykkur nú seinna frá ferðinni.
Én ég er komin heim,
og finnst það svo gott,
Lífið gengur sinn vana gang í Mánaborg,
skóli hjá krökkunum,
vinna hjá ofur-manninum
og húsverkin og saumaskapur hjá frúnni.
Reyndar ætla ég að tala norsku í dag,
Og það er svo hressandi,
hvað er betra en að vera beðin um að tala.
Þangað til næst hafið það sem allra allra best.

K.kv. Anna í haustgírnum


  • 1
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1296
Samtals gestir: 289
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 19:54:13

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar