"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2016 Október

10.10.2016 21:43

Líffærið HEILINN !


Fordómar koma af fáfræði.
Ég er ekkert sérstaklega fróð um líkamann,
reyni að hugsa vel um mig bæði líkamlega og andlega,
ef ég borða hollt og hreyfi mig þá líður mér vel,
já svona yfirleitt.
En það er sama hvað ég borða mikið af grasi
og geng marga kílómetra,
ef heilinn er vanræktur þá er allt ómögulegt,
HEILINN,
aldrei tölum við um að ef við hugsum ekki um lifrina þá sé allt ómögulegt,
andleg heilsa er svo flókin,
heilinn er "bara" líffæri eins og nýru og lifrin en samt
einhvern veginn allt öðruvísi.
Ég þekki fólk með nýrnarvandamál,
þekki meira að segja konu með eitt nýra,
svo á ég vinkonu með sykursýki
og frænda með gangráð,
en þekki ég einhvern sem er ekki með heilann í lagi?
Er einhver með heilann í lagi?
Ég er ein af þeim sem þarf að passa voða vel uppá andlegu heilsuna,
sofa vel og dreifa stressinu jafnt yfir árið.
Ég hef sagt ykkur frá því áður að ég hef legið á kjallaragólfinu
og bara varla ratað upp tröppurnar,
en ég held mér nú yfirleitt á floti.
Fordómarnir í kringum geðheilsu eru áþreyfanlegir í samfélaginu,
Það eru settar af stað safnanir fyrir langveikt fólk 
sem berst við krabbamein eða MND,
já eða einhvern annann illvígan sjúkdóm,
en það er sjaldan talað um sjúklingana sem berjast árum saman,
og sem enda á því að tapa,
tapa fyrir heilanum, 
geðheilsunni.
Ef ég enda á kjallaragólfinu andlega
og finn ekki leiðina upp
verður þá talað um mig sem baráttujaxl sem
tapaði fyrir illvígum sjúkdóm?
Ég er ekki í niðursveiflu,
ég er bara svo sorgmædd yfir því að í okkar ágæta landi
deyr fólk úr geðsjúkdómum,
krabbamein getur verið ólæknandi
en að geðsjúkdómar séu á öðru plani 
það er óásættanlegt.
Sem betur fer er fullt af fólki sem lifir nokkuð góðu lífi
með geðsjúkdóm sem lífs"förunaut"
allveg eins og það er hægt að lifa með aðra sjúkdóma 
í mörg mörg ár.
En ertu allvarlega veiikur í heilanum
þá eru úrræðin ekki mörg.
Ég verð svo sorgmædd,
að í okkar góða landi sé betra að vera með
nýrnasjúkdóm eða kransæðastíflu
en geðsjúkdóm.

Takk fyrir lesturinn þið sem enn eruð með augun á skjánum.
K.kv. Anna djúpt hugsi,
  • 1
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1296
Samtals gestir: 289
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 19:54:13

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar