"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2016 Nóvember

19.11.2016 21:09

Litla ráðskonan.

Má ég baka gamla tertu?

Litla ráðskonan væri ánægðust ef hún fengi að baka á hverjum degi,

en þó bakkelsið sé yfirleitt heimabakað í Mánaborg þá er föstudagur

bökunardagur dömunar,

að fá að baka það sem hún vill eru verðlaun ef vikan gengur vel í skólanum,

húsmóðirin er með allskonar málamiðlannir,

bróðir litlu ráðskonunar er illahaldin af tölvuvírus,

en þar sem við eigum tölvulús nú þegar á heimilinu þá held ég að

ég nefni hann hér með Donkey Kong ,

Donkey Kong er líka mútað,

ef vikan gengur vel þá þíðir það auka klukkutími

í tölvunni á föstudögum.

Fótboltastrákurinn er í Menntaskólanum og kemur heim með

óhreynaþvottinn um helgar,

tölvulúsin er að verða hálf fullorðinn röddin hefur breyst

og herrarnir í mottumass geta farið að passa sig,

no shav in november er mottóiið.

Heimasætan les sálfræði og sér fram á að hafa nóg að

gera að námi loknu og þá eingöngu innan fjölskyldunar.

Um næstu helgi ætlum við hjónin að kíkja á aðventuna í Edinborg,

jiiiiii hvað ég hlakka til!

Bróðir Súpermann er nefnilega meira í vinnuni en heima

og ég hlakka bara svo til þess að borða morgun mat á hóteli

láta einhvern annann sjá um fráganginn

og geta bara dinglað mér áhyggjulaus með manninum mínum.

Tengdamamma mín elskuleg og heimasætan stjórna heimilinu á meðan.


Þangað til næst, búið gjarnan til gamla tertu ha,ha,ha!

Mér fannst þetta bara svo fyndið auðvita meinti hún

gamaldags.

Mér sýnist hún hafa runnið ljúflega niður í kvöldhressingunni.

Takk fyrir lesturinn og falleg orð við síðasta pistli.

K.kv. Anna önnumkafin


18.11.2016 20:17

Að móta stíginn, StígamótÉg líki oft lífinu við gönguferð,
gönguferðin mín hefur verið eftir hlikkjóttum stíg,
ég hef reynt eftir bestu getu að móta stíginn minn,
Þegar ég var rétt rúmlega tvítug fékk ég góða hjálp við
þá vinnu, farangurinn sem ég var að burðast með
á gönguferð lífsins var of þungur,
stígurinn var svo gríttur og ég svo sárfætt.

Ég man það eins og það hafi verið í gær,
man hvar ég sat,
heyri næstum því rödd mína þegar ég hringdi símtalið
og sagði í fyrsta skipti upphátt hvað væri að hrjá mig.
Stundum langaði mig bara að hætta að taka til í sálarkitrunni,
gleyma öllu og fá bara far eftir stígnum í stað þess að
ráfa um og reyna að finna rétta átt.

Í kvöld er verið að safna fyrir Stígamót,
ég hélt ég væri komin lengra á leið minni,
en ég get ekki horft á beinu útsendinguna á stöð2,
viðtöl við allskonar fólk sem hefur upplifað misnotkun og ofbeldi,
ég verð svo sorgmædd,
Það er ekki tl nein mælistika fyrir vanlíðan,
þér á ekki að líða svona illa ef þú hefur orðið fyri nauðgun
en bara svona illa ef þú hefur orðið fyrir kynferðislegu áreiti.
Við erum öll einstök og svo ólík,
þegar ég mokaði óþverranum út úr hugarskotum mínum,
þá hugsaði ég oft,
afhverju lenti ég ekki bara í nauðgun
bak við skúr af bláókunnugum?
Hefði viljað fá glóðurauga og brotið nef,
það hélt ég allavegana.

Ég varð fyrir kynferðisofbeldi sem barn og unglingur,
gerendurnir voru menn sem ég treysti,
þekkti,
voru skyldir mér.
Það sem var erfiðast að vinna úr og sætta sig við
var það að ég gat ekkert gert,
þetta var ekki mér að kenna.
En það sem er verst af öllu það er minningin
um það að ég vissi að þetta var ekki rétt
en ég gat ekki stoppað þá,
og að þeir meiddu mig ekki líkamlega,
það er eiginlega lang verst
þeir krömdu bara sálina mína.

En kæra þú sem enn ert að lesa,
ef ég hefði ekki orðið fyrir þessu þá væri ég ekki sú sem ég er,
ég velti mér ekki uppúr þessu dags daglega
en þetta litar líf mitt.
Ég fór í einstaklingsviðtöl hjá Stígamótum
svo í hópa vinnu,
að vita það að ég væri ekki ein í heiminum það hjálpaði mikið.
Ekki halda að ég eigi dagsetningu þar sem ég útskrifaðist,
þetta er eilífðar vinna.

Í dag fyllti ég Oktavíu af dísel hjá Olís,
af hverjum lítra fóru 5.kr til Stígamóta,
Fyrir 25.árum hafði ég ekki efni á því að fara til sálfræðings,
ég held því miður að staðan sé þannig hjá mörgum í dag.
Þökk sé Stígamótum þá getum við með þunga farangurinn
létt á okkur og fengið leiðbeiningar um
mótun stígsins sem við ætlum að ganga eftir,
Ég hef notað verkfærin sem hafa verið til staðar hverju sinni,
12.sporinn í kirkjunni,
góður heimilislæknir eða
góð vinkona,
allt hjálpar.
Ekki gera ekki neitt.


Skömmin er ekki mín.

K.kv Anna  • 1
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1419
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 22:09:40

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar