"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2017 Janúar

12.01.2017 01:19

ken æ help jú ?


Kæru vinir nr 1.
Gleðilegt nýtt ár og takk innilega fyrir lesturinn á árinu sem er liðið.
Fjölskyldan í Mánaborg átti friðsæl og góð jól og áramót.
Heimasætan og tengdasonurinn voru að vinna um jólin en 
við nutum samverunar við þau um áramótin.
Svo þegar nýja árið gekk í garð þá nálgaðist dagur sem
tölvulúsin var búinn að bíða eftir, 
að láta laga lata augað sem mér finnst nú ætti frekar að 
kalla sjálfstætt auga þar sem það horfði bara þangað sem því hentaði.
Við áttum flug suður á fimmtudagsmorgni og aðgerðin var á föstudegi,
en auðvita varð vetur konungur að minna á sig og þegar fluginu var
aflíst um tvöleeitið á fimmtudeginum þá var bara að fylla 
Oktavíu og fara lengri leiðina.
Aðgerðin gekk vel en tölvulúsin er eins og flestir karlmenn
sem ég þekki, honum fer ekki vel að finna til verkja,
þetta var semsagt aðgerð á auga en ég keyrði hann í hjólastól
út af spítalanum!
VBið notuðum svo helgina í að hitta okkar allra nánustu en mest til þess
að hvílast og jafna sig.
Á mánudagsmorgunuinn skutlaði ég svo sjúklingnum í flug
fyrir allar aldir og brunaði sjálf heim á leið.
Já það var þá sem ævintýrið byrjaði, 
ef ævintýri skyldi kalla.
Hvað eru illabúnir ferðalanga með volg ökuskirteyni að
flækkjast um landið vort að vetri til?
Ég stoppaði hjá ungum hjónum á risavöxnum sendiferðabíl,
bíllinn var hálfur útaf veginum og þau ekki í símasambandi,
ekkert slöstuð og bílinn virtist óskemmdur en pikk fastur.
Þá braust fram í mér gamall skáti og síung Slysavarnakona,
auðvita byrjaði ég á því að hringja í 112.
Svo í bílaleiguna og það var þá sem blóðþrístingurinn
hækkaði aðeins....
ken æ help jú?
Þegar ég hringi í bílaleigu á ÍSLANDI þá tala ég ÍSLENSKU!
Ég harð neitaði að tala nokkuð annað en mitt móður mál
og fékk loks að tala við ungann mann sem var 
þakklátur fyrir afskiptasemi húsmóurinnar en var mest
hræddur um að blessaðir ferðalangarnir yrðu búnir að bjarga sér 
áður en pöntuð aðstoð frá dráttarbíl kæmist á staðinn.
Ég fullvissaði hann um að þessi bíll væri ekki að fara neitt
nema dráttabíll kæmi við sögu.
Sagði samlandi minn á hinum enda símalínunar
að þau lentu oft í því að vera búin að kalla út dráttabíl 
fyrir "óheppna" ferðalanga, sem væru svo bara á bak og burt
þegar aðstoðin kæmi!
Það er nú ekki fallega gert!
Allavegana þá yfirgaf ég þessa ferðamenn og fullvissaði þau um að 
eftir góðan klukkutíma kæmi hjálp.
Þegar ég fór svo að nálgast réttann landshluta þá fór færðin 
að líkjast árstímanum en fram að því var búiið að vera sumar færi.
Rétt áður en ég kom að litlu sætu plássi sem er hér
sunnan við fjörðin fagra þá sé ég lítin bíl lengst fyrir utan veg,
ökumaðurinn óskaddaður að klofa í snjónum og 
auðvita gerði ég eins og sönn húsmóðir og ekki minnst Slysókona,
ég stoppaði og spurði hvort ég gæti aðstoðað,
já ertu með kaðal?
Nei vinur ég er ekki dráttabílaþjónusta og Oktavía harðneitar 
að taka þátt í neinu öðru en að aka frúnni milli staða.
Ég var svo heppin að vera með númerið hjá góðum manni
sem hefur svona björgunaraðgerðir að atvinnu,
svo ég hringdi í hann, 
róaði ferðalangan og sagði honum að innan hálftíma yrði honum bjargað,
svo brunuðum við Oktavía heim.
Það var nú eitt smá atvik í viðbót en ég geymi það þangað til næst,
úti er bilur og inni í Mánaborg erum við bara í rólegheitum ,
jólaskrautið komið á sinn stað og allt að koast í fyrra horf.
Þangað til næst takk fyrir lesturinn.

K.kv. Anna í góðum gír í janúar 2017
  • 1
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1296
Samtals gestir: 289
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 19:54:13

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar