"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2017 Febrúar

20.02.2017 04:58

Allt gott bara......


Hvað er að frétta?
Hversu oft fáum við þessa spurningu?
Og hverju svörum við........
Bara allt gott!

Stundum er bara ekkert allt gott að frétta,
en er það það sem fólk vill heira?
Auðvita veljum við úr,
eða ég allavegana,
vel hverjir fá gusuna yfir sig
þegar það er ekki allt gott að frétta,
sem betur fer þá er nú yfirleitt alltaf
allt ágætt að frétta,
það er orðið langt síðan ég gaf mér tíma 
til þess að sinna blogginu mínu og ykkur.
Undanfarin mánuður hefur verið strembinn,
eiginlega svo strembinn að mig langar bara 
að finna mér bát og fljóta eitthvað á haf út.
Held að það gæti bara verið svolítið notalegt,
allavegana á fallegum degi,
já og auðvita léti ég strákana í Geisla 
vita af ferðum mínum,
svona svo þeir gætu sótt mig þegar
ég væri búin að viðra úr mér mestu leiðindinn.

En er það ekki einmitt svona sem lífið er,
svolítið eins og ísenskt veðurfar,
síbreytilegt.
Á morgun verður litla-ráðskonan 10.ára,
hún er búin að halda bekkjarafmæli en á 
morgun verða það fáir útvaldir sem fá köku 
með kvöldkaffinu (fjölskyldukaffi kallar hún það)
Þannig að ef þér er boðið heim til mín
í kvöldkaffi annað kvöld þá ertu í sérflokki.

Annars er allt við það sama og þrátt fyrir sjómannaverkfall
þá treður bróðir-Súpermann mér ekki um tær,
nóg að gera í LVF,
loðnan fann sér bara far með frændum okkar
Norðmönnum uppað bryggjunni í Firðinum Fagra,
talandi um frændur vora Norðmennina,
ég er búin að halda við norskunni
undanfarnar vikur,
og ég get sagt ykkur það að það er á við 
hálfan sólardag.
Gaman að geta orðið að liði,
hvort sem það er að versla kost
eða velja lopapeysu,

Ég er hálf vindlaus,
það er sunnudagskvöld og ég ætla snemma að sofa,
skrifa aftur fljótlega (huglægt)
vona að þið hafið það sem allra allra best elskurnar mínar.

K.kv. Anna pínu tóm en á leið í fyrra form.

  • 1
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1419
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 22:09:40

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar