"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2017 Maí

23.05.2017 12:58

Aumar tær.


Ég var á Akureyri um helgina,
við fórum fjórar Slysó-skvísur á landsþing Landsbjargar.
Já það er ekki bara marenstertubakstur og flíspeysur
hjá okkur í Slysó,
allavegana þá fórum við akandi til Akureyrar
gistum á KEA sem var dásamlegt,
borðuðum góðan mat og hlógum endalaust.
Þegar við vorum ekki að borða eða hlæja þá vorum við
á allskonar fundum og spjallhópum um slysavarnir.
Veðrið var dásamlega gott,
ég náði mér í nokrar freknur meira að segja.
En það sem mig langaði að segja ykkur það var 
í sambandi við aumu tætrnar,
þó við séum með rauðar flíspeysur sem einkennisbúning
þá er vel hægt að vera í kjól og hælaskóm við flíkina.
Þannig að á laugardeginum þá byrjaði fundaseta okkar kl 08:30
og auðvita var ég í kjól og hælaskóm,
já bara allan daginn og svo þegar kom að árshátíðinni
um kvöldið þá var það bara að fara í nýjan kjól
skilja flíspeysuna eftir uppá hóteli og smella sér í 
aðra skó, já hælaskó!
Maturinn á árshátíðinni var dásamlegur,
en kona eins og ég sem fæddist með desert í hendinni
þarf náttúrulega eitthvað meira en kaffibolla í eftirrétt,
já og af því að ég drekk ekki kaffi þá varð ég náttúrulega að 
redda mér einhverjum lokapunkti.
Við vorum í íþróttahúsinu sem er ekki langt frá tjaldstæðinu,
og ég mundi eftir því að þar væri einhver verslun sem væri opin lengi,
nema hvað ég arkaði af stað (á hælaskónum)
sá í fjarska skilti sem á stóð opið til 23:00 þegar
ég svo kom að búiðinni þá var hún lokuð,
já ég meina LOKUÐ hætt!
Þá var bara eitt að gera fyrir desertdrottninguna
ganga til baka lengrileiðina og sjá hvort einhver sjoppa yrði á vegi mínum,
ég endaði við íþróttahúsið jafn tómhent og þegar ég lagði af stað,
settist uppí bílinn og ók af stað í leit að ÍS.
Og ég fann ís, og keypti bara fullt af honum,
ekki svona vanillustöngum fyrir börn,
nei einhverjum lúxus ís-pinnum sem passa við konu í kjól.
Þegar ég kom svo til baka á fínu árshátíðina þá gat ég boðið
borðfélögum mínum uppá eftir- rétt.
Svo byrjaði hljómsveitin að spila,
hljómsveitin Stuðlabandið,
Jiiiidúddamía, þeir eru ÆÐI !
Ég dansaði fram á nótt og var eiginlega farin að 
þrá á miðju ballinu að þeir tækju sér pásu,
en þessir herrar voru greynilega að vinna fyrir laununum sínum
ég staulaðist heim á hótel um klukkan tvö,
og aðal áhyggjur mínar voru hvort ég kæmist inn
án þess að fara úr skónum,
ég labba ekki á sokkabuxunum úti,
þið vitið hvað Oriblú kostar!
Þó tásurnar væru aumar þá var sálin svo yfir sig glöð
að smá verkir voru bara til þess að minna á frábært kvöld.
Ég held ég kvíli hælaskóna, 
já allavegana fram að helgi.

Takk fyrir lesturinn kæru vinir og munið að njóta dagsins.

K.kv. Anna slysó-skvísa

11.05.2017 09:07

Tertusneiðin.


Fyrir nokkrum árum þá lét ég lokka mig á fund hjá Slysavarnardeildinni Hafdísi,
ég var LOKKUÐ,
ég ætlaði sko ekki að fara að binda mig yfir einhverjum kökubakstri,
en maður þarf ekki einusinni að eiga bakaraofn til þess að vera með!
Ég var á einum svona fundi í gærkvöldi,
og þegar ég kom heim þá hugsaði ég með mér.....
Anna hefur þú ekki nóg á þinni könnu?
En það er nú bara þannig að þó maður hafi nóg að gera þá er
ekki erfitt að bæta á sig smá verkefnum ef málstaðurinn er góður 
og ekki síst þegar félagsskapurinn er frábær.

Slysavarnadeildin er rótgróinn félagsskapur í samfélaginu okkar,
það fer nú ekkert mikið fyrir okkkur svona dags daglega,
eða við trúum því allavegana.
Við erum hópur af stórusystrum,
og hvað gera stórusystur?
Jú hjálpa litlabróður.
Litlibróðir okkar Hafdísakvenna er Björgunarsveitin Geisli,
á meðan við pössum uppá að nærumhverfið sé öruggt
þá fer Geysla fólkið bæði til fjalla og á haf út ef því er að skipta.
Verkefnin okkar eru ólík en samt svo lík.
Við Slysó-skvísurnar notum sömu flíspeysuna í mörg ár,
á meðan Björgunarsveitafólkið þarf heilan skáp 
af allskins fötum og búnaði.

Það sem mér finnst svo dásamlegt við þessa tvo anga af sama stofninum
er að við erum vinir og berum virðingu fyrir starfi hvers annars,
framundan er Akureyrarferð,
reiðhjóladagur Grunskóla Fáskrúðsfjarðar með grylli og gleði,
Sjómannadagurinn með blómum og kaffisamsæti,
já það er alltaf nóg að gera,
en það er svo gott.

Við erum ekki hópur af tertuborðandi dömum,
við fáum okkur tertusneið eftir vel unnið verk og njótum hvers bita.
En þess á milli erum við bara hópur af allskonar konum,
sem saman í hóp stöndum sterkar í litla samfélaginu okkar.
Konur eru konum bestar,
og mönnum og börnum líka.
Látum gott af okkur leiða,
verum hluti af samfélaginu.
Verum góð.

K.kv. Anna slysó-kona.

09.05.2017 08:30

Skólaþreyta


Núna þegar ég hætt að þurfa að kveikja öll ljós 
til þess að finna börnin mín á morgnana
þá fer tíminn í að dekstra þau framúr,
börnin í Mánaborg eru kanski ekki eins og flest börn,
RAMMI er einkunarorð heimilisins,
að hafa allt í föstum skorðum,
breyta ekki út af vananum og fylgja stundaskránni.
Á þessum fallegu dögum sem búnir eru að gleðja okkur 
undanfarna daga í firðinum fagra þá 
verður ramminn of stór,
breytist eiginlega í smelluramma,
þið vitið svona með engum kanti.
Ég man eftir svona vordögum í Grunskóla Patreksfjarðar
þetta voru dásamlegir dagar.
En börnin sem eru lítið fyrir breytingar 
þau missa aðeins fótfestuna á svona dögum.
Við hjónin erum orðin æfð í svona dögum.
Ég held stundum að ég hafi verið herforingi í fyrralífi,
tölvulúsin er búinn að koma þessari hugmynd inn hjá mér,
hann er tilbúinn í sumarvinnuna,
allveg kominn með nóg af skólanum,
þegar ég vakti hann í gærmorgun
og gafst ekki upp þó hann sýndi
nákvæmlega engann vilja til þess að fara á fætur
þá reysti hann sig upp fyrir rest og sagði:
Þú ert svo þver að það er ekki einusinni fyndið!
Þá vitið þið það,
já ef þið voruð ekki búin að frétta það,
ég gefst ekki upp.
Morguninn í morgun var allveg eins,
fæturnir á skaranum eru þungir,
skeiðin færist svo hægt upp að munninum að mjólkin
er búin að breyta morgunkorninu í graut þegar skeiðin 
kemur á leiðarenda.
Lýsisbelgirnir eru 3. á mann og allt í einu
er þeim ekki skell í sig heldur teknir einn í einu,
lötur hægt og drukkið vatn á milli.
Svo er það eitt af því mikilvægasta við morgunverkin
TANNBURSTINN!
Já það er ótrúlegt hvað það er hægt að 
bursta tennurnar í "slómósjon"
Þessa dagana tekur semsagt allt sinn tíma,
en öll fóru þau út í morgun eins og í gærmorgun,
já það er ekki fyndið hvað ég er ÞVER.

Elsku vinir takk fyrir lesturinn og munið að brosa.
K.kv. Anna herforingi.

07.05.2017 15:08

Gleðilegt sumar!Jæja elskurnar hvað er að frétta?
Þetta er búin að vera ansi löng pása hjá frúnni.
Fyrstu fjórir mánuðir ársins hafa tekið á.
En ég er hraust bæði á líkama og sál (mest líkama)
svo þetta hlítur allt að fara að stefna uppávið.

Ótrúlegt hvað sú gula hefur mikil áhrif,
það er búið að vera svo gott veður hjá okkur
í fleiri fleiri daga, allur þvottur marg þveginn
og þurkaður úti,
börnin komin með smá roða í kinnar þó svo að
það þurfi hörku til þess að henda þeim út,
æi. þessi raftæki ósköp eru þau vinsæl.
En allavegana þá er búið að fjárfesta í trampólíni,
snúsnúbandi og öðru til að sippa með,
hér eru bæði hlaupahjól og veiðistangir
svo húsmóðirin hefur alltaf svör á reiðum höndum þegar
svarið við útiveru er: Það er ekkert að gera!

Fjáröflun tölvulúsarinnar og bekksins hans er formlega lokið,
mikið gladdi það bæði húsmóðurina og hrærivélina.
Ferðinni er heitið til Hollands eins og hefð er fyrir
hjá 9.bekk í firðinum fagra,
ég hélt nú á tímabili að þetta yrði mömmuferð
þar sem fjáröflunin gekk út á bakstur og já smá meiri bakstur.
Ég er ekkert að kvarta það var fullt annað gert ég
er bara svo glöð að þetta sé búið og
það verður mikið ævintýri fyrir ungafólkið að fara í frí,
FORELDRALAUS!

Það eru engin stór plön framundan,
já nema smá með Slysó,
fundur og Sjómannadagskaffi,
ekkert sem áhyggjur þarf að hafa af.

Fótboltastrákurinn er náttúrulega bara í boltanum,
á milli þess sem hann gerir formlegar já og óformlegar vörutalningar
í eldhússkápum heimilisin.
Hann er duglegur að borða það er ekki hægt að segja annað.

Heimasætan og tengdasonurinn eru alltaf í álverinu,
þau ætla í tvær utanlandsreysur í sumar fyrir utan það að hafa
eytt páskunum með okkur í Færeyjum,
já þetta unga fólk kann að lifa lífinu.

Yngstu fjölskyldumeðlimirnir í Mánaborg eru lífleg öllujafnan,
litla-ráðskonan stjórnar og stýrir,
er með snyrtivöru lager frúarinnar á hreynu og finnst
allgjör vitleysa að 10.ára stelpur megi ekki ganga um á háum hælum.
Bróðir hennar væri mjög sáttur ef við gleymdum að hann væri heima og hann gæti
bara notið sín í tölvunni daginn út og inn,
en það er fastur tölvutími og engin undankomu leið
já nema á föstudögum, þá er auka tími í boði
ef vel hefur gengið í skólanum þá vikuna.
Annars er hann með mikla matarást á fósturmóður sinni
og setninginn: Þetta er besti matur sem ég hef fengið,
heyrist að jafnaði í hverjum kvöldmatartíma.

Eiginmaðurinn já hann......
hann er á sínum stað í vinnuni.
Flígur flígildinu sínu þegar tækifæri gefs
en er annars bara jafn upptekinn og hann hefur verið
síðan ég kynntist honum já það verða sko 12.ár í september
síðan ég flutti í fjörðin fagra.

Þið sem eruð enn að lesa,
takk fyrir að hafa áhuga á hversdagslegu lífi
húsmóðurinnar í Mánaborg,
talvan mín fína er eiginlega búin að vera biluð voða lengi
ég er búin að taka eignarnámi tölvu eiginmannsins
svo nú verð ég dugleg að blogga,
lofa því.

Þangað til næst, farið vel með ykkur og njótið augnabliksins.
K.kv. Anna á björtum degi.

  • 1
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1296
Samtals gestir: 289
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 19:54:13

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar