"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2017 Ágúst

30.08.2017 09:32

ég um mig frá mér til mínÉg var búin að sitja við tölvuna í klukkutíma,
þá bara hvarf allt saman!
Argggggggggg!

Ég ætla að reyna aftur.
NÚNA.

Á morgun er kominn september.
Hvert flaug tíminn?
Síðastliðið ár er búið að vera erfitt.
Eiginlega eins og hálendisferð í spariskóm.
Já svoleiðis ferð endar yfirleitt ekki á toppnum,
og þessi ferð var farinn með eldmóð og þrautseigju
að leiðarljósi en eftir erfiðar brekkur 
og óveður ótt og títt,
þá gáfumst við upp.
Ég og bróðir-Súpermann erum seig
en meira að segja við getum ekki allt.

Svo í gærmorgun þegar börnin fóru í skólan
þá ákvað húsmóðirin að nú tæki hún fram gönguskóna
og aftur í morgun fór ég á göngu um leið og krakkarnir
stukku af stað í skólann,
ég var næstum því búin að gleyma því hvað mér finnst gott 
að verða móð og sveitt.
Var föst í gömlu hjólfari sem ég hef fest mig í áður,
merkilegt með þessi gömlu hjólför,
þau eru bara þarna og bíða eftir því að maður taki
vitlausa beygju.

Heimasætan og tengdasonurinn eru flutt langt í burtu,
ekki svo langt samt, 
bara rúmir 3.tímar að skutlast til þeirra,
ég væri nú vængbrotin á báðurm ef þau hefðu
farið í háskólanám til Ástralíu,
nei Akureyri varð fyrir valinu hjá unga fólkinu,
það er nú ekki langt þangað.

Fótboltastrákurinn er menntaskólanemi,
en mest fótboltastrákur samt,
herbergið hans minnir stundum á ruslahaug,
en á meðan það er það eina sem ég get
röflað yfir þá er nú ekki mikið að.

Tölvulúsin var að byrja í 10.bekk,
ég fæ nú hálfgert kvíðakast að hugsa
til þess að á næsta ári verður hann kominn
í framhaldsskóla.
Þegar ég er dauðuppgefin á uppátækjunum hans
þá minni ég mig á hvernig þetta var þegar 
ég var á sama aldri og þá er bara að brosa.

Litla ráðskonan er í 5.bekk,
hún er stór og sterk en finnst nú samt
best að fá knús og að fá að kúra í Önnu holu,
hennar helsta markmið er að verða hærri en 
bræðurninr í Mánaborg og það verður ekki langt í það
ef hún heldur áfram að spretta eins og hún hefur gert í sumar,
Jói og baunagrastið meiga passa sig.

Ég sjálf húsmóðirin er ákveðin í því að 
minn tími sé NÚNA,
ég ætla að njóta augnabliksins og hugsa vel um 
sjálfa mig,
þá er miklu auðveldara að búa með mér,
og svo verður líka svo mikil orka eftir til þess
að dekra við heimilisfólkið.
Nú ætla ég að hætta þessu pári.
Takk fyrir lesturinn og njótið dagsins.

K.kv. Anna á fallegum ágústdegi.
  • 1
Flettingar í dag: 77
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1320
Samtals gestir: 290
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 20:15:26

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar