"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2017 September

10.09.2017 22:14

Skupla, slæða og skýluklútur.


Amma mín var alltaf með skuplu á höfðinu þegar hún 
var í útiverkunum,
hvort sem það var þegar hún lagði höfuðið að 
Ljómalind og Baldursbrá þegar hún mjólkaði þær,
eða þegar við vorum úti í slætti og örðum verkum.

Þegar ég sinni heimilisverkunum þá minni ég sjálfsagt
meira á meðlim í móturhjólagengi en húsmóður.
Mér finnst voða gott að vera með rauðan tóbaksklút á höfðinu.

Þegar ég baka eplaköku þá hugsa ég til Noregs,
að geta farið út í garð og náð sér í epli og plómur,
tínt nokkur hindber og teygt sig yfir í sólberjarunna nágrannans.

Ég er engin gúrme kokkur en mikið ilmar nanbrauðið vel
þegar ég steiki það á meðan bragðmikil súpa mallar í stórum potti.

Þegar ég er í eldhúsinu þá er ég oftast berfætt,
næ berti jarðtengingu tel ég mér trú um.
Út í heimi eru konur sem elda dýrindis mat við 
allt aðrar aðstæður en þær sem ég er vön,
þær eru berfættar af því að þær eiga ekki skó.
Að skella fallegri slæðu á höfuðið er
kanski trúalegs eðlis hjá hópi kvenna,
en hugsið um það hvað þetta er þæginlegt,
enginn hárblástur og sléttujárnið bara kalt ofaní skúffu
viku eftir viku,
þegar ömmur okkar notuðu skíluklút og skuplur
þá var það til þess að hlífa hárinu fyrir fjósalykt
eða óhreynindum,
það var ekki farið í sturtu á hverjum degi í þá daga
og eftir langan dag á síldarplaninu þá gafst ekki
mikill tími í að redda greyðslunni
svo oft var hún bara klár undir slæðunni
og hægt að skella sér beint á ball.
Þó nágrannakona mín bæri slæðu af trúarlegum ástæðum
þá er ég áfram íslensk húsmóðir
sem steiki nanbrauð og bíð börnunum uppá vor-rúllur,
á mlli þess sem ég elda kjötsúpu og baka hjónabandssælu.
Tökum fagnandi við fjölbreytileikanum.
Við búum öll á þessari jörð,
og á Íslandi er nóg pláss.
Þar sem er hjartarúm þar er húsrúm.

K.kv Anna með skuplu.

06.09.2017 18:17

Bara ein ég!


Ég var búin að nefna það í síðustu færslu 
að ég ætlaði að hugsa um mig núna.
Þannig að í morgun um leið og börnin voru farin í skólan,
já tölvulúsin er ekki að elska miðvikudaga,
það eru raftækjalausir dagar!
Nóg um það,
þegar krakkarnir voru farin af stað í skólann
þá brunaði ég af stað til Eskifjarðar,
ég brunaði nú kanski ekki ég var á Caddy 
(vinnubíl eiginmannsins)
En erindið var að fara í krabbameinsskoðun,
ég fékk bréf fyrir nokkrum vikum og pantaði tíma,
og nú var komið að þessu.
Sumum konum kvíður ógulega fyrir þessu,
en eftir allt vesenið við að reyna að deila genonum mínum
með manninum í lífi mínu þá er svona
skoðun bara eins og að fara til tannlæknis.
Já svona næstum því allavegana.
Í morgun fór ég hinsvegar vegna aldurs
í brjóstamyndatöku,
og það get ég sagt ykkur að ég þakka Guði fyrir
minn mikla barm,
þegar maður er í skálastærð "J " 
þá er nefnilega bara hægt að skella brjóstinu
í apparatið og fara svo fram og bíða!
Aumingja þið í skálastærð A,B og C. !
Þetta er nú bara smá grín í mér!
Allavegana þá get ég strykað yfir þetta á listanum,
listin samanstendur af nokkrum hlutum
sem eiga að sjá til þess að ég sé í fyrstasæti hjá mér,
afþví að það er bara til ein ég,
og ef ég klára mig þá verður fólkið mitt svo
ferlega vængbrotið og leitt.

Farið vel með ykkur elskurnar mínar,
og munið eftir að hlusta á líkamann,.

K.kv. Anna einstaka
  • 1
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1419
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 22:09:40

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar